Leggja til að fólk geti skipt oft um nafn og tekið upp ættarnöfn Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 13:57 Þorsteinn Víglundsson er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Mannanafnanefnd yrði lögð niður og fólki yrði frjálst að skýra börn sín að vild og taka upp ættarnöfn nái frumvarp þingmanna þriggja flokka fram að ganga á Alþingi. Þá yrði fólki gert mun auðveldara að skipta um skráningu kyns í þjóðskrá. Frumvarpið er lagt fram af öllum fjórum þingmönnum Viðreisnar ásamt Guðjóni S. Brjánssyni Samfylkingu og Helga Hrafni Gunnarssyni Pírötum en fyrsti flutningsmaður er Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar. „Megintilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar auðvitað að foreldrar geti ráðið nafngift barna sinna. Þá líka einstaklingar seinna á lífsleiðinni ef þeir vilja breyta nafni sínu. Það sé ekki á höndum einhverrar opinberrar nafnanefndar,“ segir Þorsteinn. Þá geti einstaklingar breytt nafni sínu seinna á lífsleiðinni eins oft og þeir kjósi, en í dag gera lög ráð fyrir að hver einstaklingur geti einungis einu sinni breytt nafni sínu. Þá taki frumvarpið einnig á möguleikum fólks á að breyta skráningu á kyni sínu í þjóðskrá. „Sérstaklega með það í huga þegar fólk er í kynleiðréttingarferli sem í dag þarf að sæta mjög tímafreku leyfisferli til þess eins að fá að breyta um nafn og kynskráningu sinni í þjóðskrá. Að fólk geti gert þetta strax þegar það hefur sjálft ákveðið að hefja kynleiðréttingarferli,“ segir Þorsteinn. Samkvæmt frumvarpinu getur fólk líka ákveðið sjálft hvort það taki upp ættarnöfn en það hefur verið bannað um áratuga skeið að taka upp ný ættarnöfn. Samkvæmt frumvarpinu gæti fólk tekið upp ný ættarnöfn eða ættarnöfn sem þegar eru til í landinu.Þessi hefð â Íslandi að kenna barn annað hvort við móður eða föður; er það ekki hefð sem er þess virði að halda í? „Jú, ég held að við höldum sjálf í þá hefð hvort sem við erum skylduð til þess með lögum eða ekki. Það er alveg rétt að þetta er rík mannanafna hefð á Íslandi sem fólk almennt nýtir sér. En það á líka að hafa fresli til að gera það ekki, kjósi það svo. Það á ekki að þurfa hið opinbera til að segja til um það hvort fólk noti ættarnöfn eða kenni sig við föður eða móður,“ segir Þorsteinn. Þá leggja þingmennirnir til að mannanafnanefnd verði lögð niður.Finnst þér hún hafa verið til ógagns? „Ég hef bara verið á þeirri meginskoðun að hún sé óþörf. Maður heyrir gjarnan þau rök að það þurfi að hafa vit fyrir foreldrum. Þeir gætu tekið upp á að skíra börn sín einhverjum nöfnum sem gætu orðið börnunum til ógagns. Jafnvel leitt til eineltis síðar á lífsleiðinni. Ég held að okkur foreldrum sé almennt treyst fyrirviðameira hlutverki sem foreldrar heldur en það eitt að velja nafnið. Þannig að ég sé ekki ástæðu til að ríkið sé með inngrip hvað þennan þáttinn varðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28