Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 19:15 Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46