Birtir öll samskipti við umboðsmann Alþingis Daníel Freyr Birksson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur svarað fyrirspurn umboðsmanns Alþingis. vísir/ernir „Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
„Ég átti tvo fundi með dósent í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Það var aðallega til þess að fara yfir þýðingu ýmissa ákvæða í dómstólalögunum sem laut að aðkomu Alþingis. Hann var í nefnd sem lagði grunn að nýjum dómstólalögum,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra í samtali við Fréttablaðið en hún hefur nú svarað bréfi umboðsmanns Alþingis sem í síðustu viku óskaði eftir upplýsingum um hvaða aðila ráðherra ráðfærði sig við vegna skipunar fimmtán dómara við Landsrétt. Bréfið sendi umboðsmaður í aðdraganda fundar síns með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins en þar var einnig óskað eftir upplýsingum um hvort ráðherrann hefði ráðfært sig við aðila utan Stjórnarráðsins. Sigríður segist hafa reifað ýmis sjónarmið við ákvarðanatökuna um skipan dómaranna en að lokum tekið efnislega niðurstöðu sjálf. Þá segir hún að líkast til muni hún greina frá samskiptum sínum við umboðsmann. „Ég held ég birti bara öll mín samskipti við umboðsmann fyrst menn hafa svona mikinn áhuga á þessu.“ Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, að eðlilegt væri að dómsmálaráðherra sem skapaði vantraust á dómskerfi landsins segði af sér. Átti hann þá við ákvörðun Sigríðar um að líta fram hjá mati hæfisnefndar á skipan dómara Landsréttar. Spurði Jón Þór einnig hvort dómsmálaráðherra styddi rannsókn stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á ákvörðunum og verklagi við skipun dómaranna. Í andsvari sínu sagði Sigríður að hvorki ráðherra né aðrir ættu að sæta tvöfaldri málsmeðferð, nú þegar væri fallinn dómur í Hæstarétti. Þá sagði hún augljóst að Jón Þór vildi ekki láta rannsaka neitt heldur vildi hann einungis koma ráðherranum frá. Málið er nú til umfjöllunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins sem kannar verklag Sigríðar við skipunina.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46