Stolt af árangri síðustu átta ára og gefur áfram kost á sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2018 11:22 Kristín Soffía gefur kost á sér í annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni. vísir/stefán Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.” Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur ákveðið að sækjast eftir 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 9.-10. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kristínu. „Seinustu átta árum hef ég varið í baráttu fyrir betri borg á vettvangi borgarstjórnar og hef setið sem borgarfulltrúi frá 2014. Áherslur mínar hafa verið í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum en ég hef einnig látið til mín taka í aðgengismálum fatlaðra.“ Hún segist stolt af þeim árangri sem unnist hafi á árunum átta.„Endurvinnsla frá heimilum hefur stóraukist, þétting byggðar er að skila okkur betri þjónustu í öllum hverfum og jafnvægi er að komast á húsnæðismarkaðinn eftir að hundruðir nýrra íbúða komu inn á sölu. Þjónusta Strætó hefur verið aukin til muna og fjölmargir kílómetrar verið lagðir af hjólastígum. Opnun Marshall hússins og Mathallarinnar á Hlemmi eru táknræn fyrir endurfæðingu borgarinnar sem er í dag ein af vinsælustu borgum Evrópu.Stefna borgarinnar er skýr í átt að mannvænni og umhverfisvænni borg fyrir fólkið sem í henni býr. En það er enn margt ógert og annað sem þarf að gera betur. Við þurfum enn betri Strætó, fleiri hjólastíga og við þurfum að bæta öryggi og upplifun allra í umferðinni. Við þurfum að koma böndum á gististarfsemi í hverfum og þróa borgina þannig að straumur ferðamanna þróist í sátt við borgarbúa. Við þurfum einnig að gera enn betur í þjónustu við börn og foreldra með því að efla dagforeldrakerfið, stórauka niðurgreiðslur og opna ungbarnadeildir í öllum hverfum. Þannig getum við útrýmt þeirri óvissu sem nú tekur við þegar fæðingarorlofi sleppir.“Kristín Soffía er með BS í umhverfisverkfræði sem hún segir að gagnist sér vel. Hún hafi lært gríðarlega mikið á þessum átta árum sem hún hafi unnið í borgarmálum. „Ég er þessa dagana og mánuðina viðskiptavinur dagforeldra- og leikskólakerfisins og þekki stöðuna eins og hún er í dag. Framundan er spennandi flokksval þar sem að margir góðir frambjóðendur munu takast á um efstu sætin. Ég brenn fyrir borgarmálum, tel mig hafa ýmislegt fram að færa og sækist því eftir stuðningi til að halda áfram.”
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira