Tourette einkennin hurfu með breyttu mataræði: „Þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2018 14:00 Heiða Björk Sturludóttir næringarþerapisti segir að hamingjan hefjist í meltingarveginum. Úr einkasafni „Ég ætla að einbeita mér að meltingarveginum og því hvernig hann getur verið rót alls kyns krankleika í rauninni, sjúkdóma og vandamála,“ segir Heiða Björk Sturludóttir einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís um helgina. Heiða Björk er með BA gráðu í sagnfræði, MA gráðu í umhverfisfræði og er auk þess kennari, næringarþerapisti og jógakennari. Heiða Björk ætlar að flétta þessu öllu saman í sinni fræðslu og talar hún um ýmislegt tengt meltingarveginum út frá eigin reynslu. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina Hamingjan hefst í meltingarveginum. „Það sem ég hef alltaf bak við eyrað er að „klappa“ lifrinni út af öllum eiturefnunum sem við erum að fá í okkur jafnt og þétt héðan og þaðan úr umhverfinu, úr fæðunni og svoleiðis.“Hvað er að klappa lifrinni?„Þegar ég klappa lifrinni þá reyni ég að gæta þessa að hún fái ekki of mikið af eiturefnum í sig því að það er hún sem er eiturefnahreinsistöðin, öll unnin matvæli sem eru með ýmiskonar rotvarnarefni og litarefni.“ Hún segist þá aðeins nota náttúrulegar snyrtivörur, húðvörur, tannkrem og þvottaefni. Einnig notar hún mjólkurþystil og ýmsar kryddjurtir í þetta. „Svo fór ég að verða meðvitaðri um streitu og að stunda djúpöndun og hugleiðslu reglulega, fór í jóga og passa koffínið. Ég fæ mér græna drykki reglulega til að hjálpa líkamanum að hreinsa sig.“Greindur með ólæknandi TouretteHeiða Björk segist hafa gert ýmsar breytingar hjá sér en náði enn meiri árangri með son sinn með breyttu mataræði. „Það var búið að greina hann með ólæknandi Tourette sem að við losuðum hann við á innan við tveimur mánuðum, það er að segja öll líkamleg einkenni voru á bak og burt.“ Drengurinn var á tíunda ári þegar hann fékk þá greiningu að hann væri með Tourette heilkenni. Heiða Björk breytti þá ýmsu í lífsstíl hans og mataræði. Hún segir að það hafi verið passað upp á að hann hreyfði sig og fengi nærandi fæði og ekki nein eiturefni í sig eða nokkuð sem hafi verið erfitt fyrir meltingarveginn „Eins og að passa tefflon pönnur sem voru með svo miklu eitri, henti þeim öllum bara.“ Einkenni drengsins höfðu komið fram snemma og urðu svo meira áberandi með tímanum. „Þegar hann var svona þriggja ára var ég farin að sjá kippi í augum, það var það eina. Smám saman ágerist þetta og þegar hann var orðinn átta eða níu ára þá var þetta svo hröð þróun. Þá var kjálkinn farinn að skjótast fram með verkjum, höfuðið reigðist upp og hann réð ekkert við það. Öxlin kipptist upp og hann gaf frá sér kvalaýlfur. Það var ofboðslegur óróleiki líka og það sem fylgir þessu er oft geðrænt, þráhyggja og athyglisbrestur.“Losnaði við einkennin án lyfjaHeiða Björk segir að það hafi tekið lengri tíma að vinna á geðrænum einkennum en þeim líkamlegu en það hafi á endanum tekist líka. „Það var þannig að það mátti enginn horfa á hann og hann var viðkvæmur fyrir öllu umhverfisáreiti. Hann þoldi ekki vind og ég þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði því hann var svo viðkvæmur fyrir birtu. Hann þurfti að sitja og borða morgunmatinn með sólgleraugu.“ Fjölskyldan náði að laga öll þessi einkenni án lyfja, en Heiða Björk segir að á læknar hafi ætlað að setja hann á lyf. Hún segir að þegar það fréttist af þessu hafi hún verið gagnrýnd á netinu, fyrir að hafa neitað barninu sínu um lyf. Heiða Björk er þó mjög ánægð með sína ákvörðun. „Lyf lækna þetta ekki, bara halda þessu niðri og deyfir fólk sem er á þessu, fletur út persónuleikann. Með þessu hvarf allt á nokkrum mánuðum, það hefði tekið marga mánuði bara að finna aðlaga hann að lyfjum og finna rétta skammtinn.“ Sonur Heiðu Bjarkar er tvítugur í dag og er enn án einkenna, 11 árum síðan. Heiða Björk segir að hann hafi haldið þessum lífsstíl frá því hann var greindur. „Svo þegar þú ert búinn að græða meltingarveginn svolítið vel, þannig að hann fari að þola aftur það sem flestir borða, þá þarf ekki að vera jafn strangur í mataræðinu. Núna í dag leyfir hann sér alveg að fá sér Dominos pizzu með vinunum en bara í hófi. Hann þarf almennt bara að passa sig, hann vill ekki verða aftur eins og hann var. Hann passar þetta bara sjálfur.“Heiða Björk segir að jóga geti haft góð áhrif á meltinguna.Vísir/GettyVont að hafa of lítið af magasýrumHeiða Björk er lærður jógakennari og segir hún að jóga hafi áhrif á vellíðan, þar á meðal meltingarveginn. „Það eru til æfingar fyrir svokallaða naflastöðina, semsagt kviðinn. Þær æfingar örva seytingu meltingarvökvanna eins og magasýru. Það er nú bara þannig að margir eru með of lítið af magasýru og ef að þú ert með of lítið af magasýru þá meltir þú matinn ekki nægilega vel og nærð ekki efnum upp úr honum. Ef það vantar magasýrur þá eru meiri líkur á hægðatregðu.“ Getur það valdið vandamálum ef ómelt fæða fari niður í þarmana og geti skaðað þarmaflóruna. „Ef það vantar magasýrur þá nærðu ekki að jóna steinefnin þannig að líkaminn nái að taka þau almennilega upp úr matnum. Svo er þetta líka fyrsta vörn líkamans gegn bakteríum og vírusum sem berast okkur í fæðu og drykk.“ Heiða Björk segir að slíkt eigi að drepast í sýrubaði en að þegar fólk er að taka magasýrulyf sé lítið af sýrum og þar með sé búið að skemma varnir líkamans. Jógaæfingar fyrir naflastöðina hjálpa með þetta vandamál. „Fólk framleiðir minna af magasýrum þegar það er komið yfir miðjan aldur. Það er talað um að um helmingur fólks sem er komið yfir fimmtugt sé með of lítið af magasýrum.“ Mikilvægt að hafa góða rútínuHún segir að streita, áfengi og kaffi hafi líka áhrif á magasýrurnar. „Ég hvet alla til að vinna gegn streitu í lífi sínu með því að koma sér í góða rútínu með því að ástunda djúpöndun, hugleiðslu, reglulegt jóga, daglegar gönguferðir úti í frísku lofti. Þetta hefur bara alveg óendanlega mikil áhrif á heilsuna.“ Heiða Björk ákvað að taka þátt í ráðstefnunni á sunnudag þar sem hún segir alltaf já við svona tækifærum. „Ég er alltaf að reyna að boða fagnaðarerindið af því að ég veit að það eru svo margir sem vita í rauninni ekki hvað þeir hafa tauminn mikið í eigin höndum með heilsuna. Alveg eins og ég með son minn, þvílíkt mildi að ég datt niður á það að það er hægt að vinna á einkennunum. Maður þarf ekki að vera ofurseldur máttarvöldunum og geta ekkert gert, þó að stundum sé það reyndar þannig. Það er oft hægt að gera ýmislegt sjálfur.“ Heilsa Matur Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu og losað sig við verkina sem hann hafði þjáðst af í meira en 20 ár. 24. janúar 2018 09:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Ég ætla að einbeita mér að meltingarveginum og því hvernig hann getur verið rót alls kyns krankleika í rauninni, sjúkdóma og vandamála,“ segir Heiða Björk Sturludóttir einn fyrirlesaranna á ráðstefnunni Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís um helgina. Heiða Björk er með BA gráðu í sagnfræði, MA gráðu í umhverfisfræði og er auk þess kennari, næringarþerapisti og jógakennari. Heiða Björk ætlar að flétta þessu öllu saman í sinni fræðslu og talar hún um ýmislegt tengt meltingarveginum út frá eigin reynslu. Fyrirlestur hennar ber yfirskriftina Hamingjan hefst í meltingarveginum. „Það sem ég hef alltaf bak við eyrað er að „klappa“ lifrinni út af öllum eiturefnunum sem við erum að fá í okkur jafnt og þétt héðan og þaðan úr umhverfinu, úr fæðunni og svoleiðis.“Hvað er að klappa lifrinni?„Þegar ég klappa lifrinni þá reyni ég að gæta þessa að hún fái ekki of mikið af eiturefnum í sig því að það er hún sem er eiturefnahreinsistöðin, öll unnin matvæli sem eru með ýmiskonar rotvarnarefni og litarefni.“ Hún segist þá aðeins nota náttúrulegar snyrtivörur, húðvörur, tannkrem og þvottaefni. Einnig notar hún mjólkurþystil og ýmsar kryddjurtir í þetta. „Svo fór ég að verða meðvitaðri um streitu og að stunda djúpöndun og hugleiðslu reglulega, fór í jóga og passa koffínið. Ég fæ mér græna drykki reglulega til að hjálpa líkamanum að hreinsa sig.“Greindur með ólæknandi TouretteHeiða Björk segist hafa gert ýmsar breytingar hjá sér en náði enn meiri árangri með son sinn með breyttu mataræði. „Það var búið að greina hann með ólæknandi Tourette sem að við losuðum hann við á innan við tveimur mánuðum, það er að segja öll líkamleg einkenni voru á bak og burt.“ Drengurinn var á tíunda ári þegar hann fékk þá greiningu að hann væri með Tourette heilkenni. Heiða Björk breytti þá ýmsu í lífsstíl hans og mataræði. Hún segir að það hafi verið passað upp á að hann hreyfði sig og fengi nærandi fæði og ekki nein eiturefni í sig eða nokkuð sem hafi verið erfitt fyrir meltingarveginn „Eins og að passa tefflon pönnur sem voru með svo miklu eitri, henti þeim öllum bara.“ Einkenni drengsins höfðu komið fram snemma og urðu svo meira áberandi með tímanum. „Þegar hann var svona þriggja ára var ég farin að sjá kippi í augum, það var það eina. Smám saman ágerist þetta og þegar hann var orðinn átta eða níu ára þá var þetta svo hröð þróun. Þá var kjálkinn farinn að skjótast fram með verkjum, höfuðið reigðist upp og hann réð ekkert við það. Öxlin kipptist upp og hann gaf frá sér kvalaýlfur. Það var ofboðslegur óróleiki líka og það sem fylgir þessu er oft geðrænt, þráhyggja og athyglisbrestur.“Losnaði við einkennin án lyfjaHeiða Björk segir að það hafi tekið lengri tíma að vinna á geðrænum einkennum en þeim líkamlegu en það hafi á endanum tekist líka. „Það var þannig að það mátti enginn horfa á hann og hann var viðkvæmur fyrir öllu umhverfisáreiti. Hann þoldi ekki vind og ég þurfti að setja á hann sólgleraugu þegar hann vaknaði því hann var svo viðkvæmur fyrir birtu. Hann þurfti að sitja og borða morgunmatinn með sólgleraugu.“ Fjölskyldan náði að laga öll þessi einkenni án lyfja, en Heiða Björk segir að á læknar hafi ætlað að setja hann á lyf. Hún segir að þegar það fréttist af þessu hafi hún verið gagnrýnd á netinu, fyrir að hafa neitað barninu sínu um lyf. Heiða Björk er þó mjög ánægð með sína ákvörðun. „Lyf lækna þetta ekki, bara halda þessu niðri og deyfir fólk sem er á þessu, fletur út persónuleikann. Með þessu hvarf allt á nokkrum mánuðum, það hefði tekið marga mánuði bara að finna aðlaga hann að lyfjum og finna rétta skammtinn.“ Sonur Heiðu Bjarkar er tvítugur í dag og er enn án einkenna, 11 árum síðan. Heiða Björk segir að hann hafi haldið þessum lífsstíl frá því hann var greindur. „Svo þegar þú ert búinn að græða meltingarveginn svolítið vel, þannig að hann fari að þola aftur það sem flestir borða, þá þarf ekki að vera jafn strangur í mataræðinu. Núna í dag leyfir hann sér alveg að fá sér Dominos pizzu með vinunum en bara í hófi. Hann þarf almennt bara að passa sig, hann vill ekki verða aftur eins og hann var. Hann passar þetta bara sjálfur.“Heiða Björk segir að jóga geti haft góð áhrif á meltinguna.Vísir/GettyVont að hafa of lítið af magasýrumHeiða Björk er lærður jógakennari og segir hún að jóga hafi áhrif á vellíðan, þar á meðal meltingarveginn. „Það eru til æfingar fyrir svokallaða naflastöðina, semsagt kviðinn. Þær æfingar örva seytingu meltingarvökvanna eins og magasýru. Það er nú bara þannig að margir eru með of lítið af magasýru og ef að þú ert með of lítið af magasýru þá meltir þú matinn ekki nægilega vel og nærð ekki efnum upp úr honum. Ef það vantar magasýrur þá eru meiri líkur á hægðatregðu.“ Getur það valdið vandamálum ef ómelt fæða fari niður í þarmana og geti skaðað þarmaflóruna. „Ef það vantar magasýrur þá nærðu ekki að jóna steinefnin þannig að líkaminn nái að taka þau almennilega upp úr matnum. Svo er þetta líka fyrsta vörn líkamans gegn bakteríum og vírusum sem berast okkur í fæðu og drykk.“ Heiða Björk segir að slíkt eigi að drepast í sýrubaði en að þegar fólk er að taka magasýrulyf sé lítið af sýrum og þar með sé búið að skemma varnir líkamans. Jógaæfingar fyrir naflastöðina hjálpa með þetta vandamál. „Fólk framleiðir minna af magasýrum þegar það er komið yfir miðjan aldur. Það er talað um að um helmingur fólks sem er komið yfir fimmtugt sé með of lítið af magasýrum.“ Mikilvægt að hafa góða rútínuHún segir að streita, áfengi og kaffi hafi líka áhrif á magasýrurnar. „Ég hvet alla til að vinna gegn streitu í lífi sínu með því að koma sér í góða rútínu með því að ástunda djúpöndun, hugleiðslu, reglulegt jóga, daglegar gönguferðir úti í frísku lofti. Þetta hefur bara alveg óendanlega mikil áhrif á heilsuna.“ Heiða Björk ákvað að taka þátt í ráðstefnunni á sunnudag þar sem hún segir alltaf já við svona tækifærum. „Ég er alltaf að reyna að boða fagnaðarerindið af því að ég veit að það eru svo margir sem vita í rauninni ekki hvað þeir hafa tauminn mikið í eigin höndum með heilsuna. Alveg eins og ég með son minn, þvílíkt mildi að ég datt niður á það að það er hægt að vinna á einkennunum. Maður þarf ekki að vera ofurseldur máttarvöldunum og geta ekkert gert, þó að stundum sé það reyndar þannig. Það er oft hægt að gera ýmislegt sjálfur.“
Heilsa Matur Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu og losað sig við verkina sem hann hafði þjáðst af í meira en 20 ár. 24. janúar 2018 09:00 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu og losað sig við verkina sem hann hafði þjáðst af í meira en 20 ár. 24. janúar 2018 09:00