Samkvæmt heimildum fótbolti.net þá er framherjinn Guðjón Baldvinsson á leið í indverska boltann.
Í frétt síðunnar kemur fram að Guðjón sé búinn að semja við Kerala Blasters sem David James þjálfar og Hermann Hreiðarsson aðstoðar hann.
Ofurdeildinni í Indlandi lýkur í mars þannig að Guðjón verður kominn aftur til Stjörnunnar áður en Pepsi-deildin rúllar af stað.
Félagaskipti Guðjóns eru ekki sögð vera gengin í gegn en ættu að gera það fljótlega.
