Árni hættir eftir kosningar Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2018 15:23 Árni Sigfússon Vísir/GVA „Nú er annarra að taka keflið og þar eru margir hæfir,“ segir Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í aðsendri grein í Víkurfréttum þar sem hann segist ætla að stíga af hinum pólitíska vettvangi sveitarstjórnarmála við næstu sveitarstjórnarkosningar. Árni var áður bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002 til 2014 en hann hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn frá árinu 2002. Þar áður var hann borgarfulltrúi í Reykjavík í þrettán ár, frá árinu 1986 til 1999. Hann gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík í nokkra mánuði árið 1994. Í grein sinni fer Árni yfir pólitískan feril sinn í Reykjanesbæ og segir frá mikilli uppbyggingu sem kostaði sitt og talar einnig hvernig mæta þurfti þeirri erfiðu stöðu þegar ellefuhundruð störf hurfu við brotthvarf varnarliðsins og þær þrengingar sem urðu í efnahagshruninu. Vill Árni meina að íbúar Reykjanesbæjar hafi menntað sig út úr hruninu og séu nú átján þúsund talsins en voru ellefu þúsund þegar hann fór í bæjarstjórn árið 2002. „Ég á þá ósk heitasta að í samfélagi okkar byggjum við áfram sterka framtíðarsýn og fylgjum eftir með skýrum verkefnum, mælum árangurinn og endurskoðum eftir þörfum. Ég ítreka þakkir til ykkar fyrir samstarfið á þessum ánægjulega vettvangi,“ segir Árni. Hann lýkur greininni á að segja að hann sé ekki farinn að huga að því hvað taki við næst hjá honum. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Nú er annarra að taka keflið og þar eru margir hæfir,“ segir Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, í aðsendri grein í Víkurfréttum þar sem hann segist ætla að stíga af hinum pólitíska vettvangi sveitarstjórnarmála við næstu sveitarstjórnarkosningar. Árni var áður bæjarstjóri í Reykjanesbæ á árunum 2002 til 2014 en hann hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn frá árinu 2002. Þar áður var hann borgarfulltrúi í Reykjavík í þrettán ár, frá árinu 1986 til 1999. Hann gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík í nokkra mánuði árið 1994. Í grein sinni fer Árni yfir pólitískan feril sinn í Reykjanesbæ og segir frá mikilli uppbyggingu sem kostaði sitt og talar einnig hvernig mæta þurfti þeirri erfiðu stöðu þegar ellefuhundruð störf hurfu við brotthvarf varnarliðsins og þær þrengingar sem urðu í efnahagshruninu. Vill Árni meina að íbúar Reykjanesbæjar hafi menntað sig út úr hruninu og séu nú átján þúsund talsins en voru ellefu þúsund þegar hann fór í bæjarstjórn árið 2002. „Ég á þá ósk heitasta að í samfélagi okkar byggjum við áfram sterka framtíðarsýn og fylgjum eftir með skýrum verkefnum, mælum árangurinn og endurskoðum eftir þörfum. Ég ítreka þakkir til ykkar fyrir samstarfið á þessum ánægjulega vettvangi,“ segir Árni. Hann lýkur greininni á að segja að hann sé ekki farinn að huga að því hvað taki við næst hjá honum.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira