Óeðlilegt að nefndin stilli ráðherra upp við vegg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 20:00 Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Formaður dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur að veita þurfi dómsmálaráðherra lengri tíma til að yfirfara gögn eigi hann að geta breytt út af niðurstöðum nefndarinnar. Lögmaður segir nefndina taka sér völd og stilla ráðherra upp við vegg. Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir málþingi um skipan dómara í hádeginu. Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og var ýmist skotið hart á ráðherra eða nefnd um skipan dómara. Lögmaður sem var með framsögu um val á dómurum segir óeðlilegt að dómnefndin taki sér vald með því að stilla ráðherra upp við vegg. „Þegar þú ert með nokkra umsækjendur um eitt laust starf eða þrjú laus, eða hvað það er, að þá komast þessar nefndir, af einhverri tilviljun, alltaf að þeirri niðurstöðu að það séu alltaf jafn margir hæfastir eins og stöðurnar sem lausar eru," segir Haukur Örn Birgisson, lögmaður. Í staðinn mætti líta til Svíþjóðar eða Noregs þar sem mælt sé með nokkrum umsækjendum í lausa stöðu. Ráðherra sem ber ábyrgð á skipun þurfi að geta lagt mat á niðurstöðu dómnefndar. Niðurstaðan geti varla talist hin eina rétta, þar sem oft er mjótt á munum. „Hjá hæfisnefndinni sem var að meta landsréttardómaraefnin munaði þremur aukastöfum, 0,025, á þeim var í í fimmtánada og sextánda sæti," segir Haukur. Formaður dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti telur vald ráðherra við skipun dómara fyrst og fremst formlegt og vísar til þess að hann hafi einungis tvær vikur til að yfirfara gögn hæfisnefndar. „Ef ráðherra ákveður að fara ekki að tillögu nefndarinnar þarf hann að beita sams konar rannsókn eins og nefndin hefur beitt. Það er enginn afsláttur, maður sleppur ekki af því bara," segir Jakob R. Möller, lögmaður og nefndarformaður. Síðast í lok desember mat dómnefndin átta umsækjendur hæfasta í átta embætti héraðsdómara en alls barst 41 umsókn. „Fyrst að ekki voru neinir jafn hæfastir má draga þá ályktun að nefndin hafi talið að ekki væri neinn sem væri nálægt því að fara inn í þennan hóp," segir Jakob, spurður hvort ráðherra sé veitt of lítið svigrúm með þessum hætti. Ef ráðherra vilji breyta út frá þessu þurfi hann að fá lengri tíma til að uppfylla nauðsynlega rannsóknarskyldu. „Að tíminn sem ráðherra hefur til afnota væri lengri heldur en tvær vikur. Hann er mjög stuttur til að fara yfir öll þessi gögn, ef að ráðherrann ætlar að breyta út af," segir Jakob.Upptöku frá fundinum í heild má sjá hér að neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda