Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. janúar 2018 09:13 Í yfirlýsingu segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Myndvinnsla/Garðar Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. Í yfirlýsingunni segir að MeToo byltingin hafi leitt til þess að fólk hafi opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreitni gagnvart konum en að konur af erlendum uppruna hér á landi hafi átt erfitt með að finna sinn stað innan MeToo byltingarinnar. „Fáar af þeim konum sem stigið hafa fram með sínar frásagnir hingað til, tilheyra þeim hópi. En er það vegna þess að við erum hafðar útundan eða kjósum við að standa hjá? Það er mikilvægt að við leitum svara við þeim spurningum og að við þorum að finna svörin við þeim. Það er ekki síður mikilvægt að skilja hvers vegna við þurfum að svara þessum spurningum, nú þegar konur hafa kosið að rjúfa þögnina, standa saman og treysta því að samfélagið leggi við hlustir og bregðist við hinni háværu umræðu með þungu undiröldunni,“ segir í yfirlýsingunni.Upllifa sig yfirgefnar og einangraðar Þar segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Þær segja mikilvægt að setja á dagskrá ástæður fordóma, mismununar og niðurbrots sem konur af erlendum uppruna upplifa á Íslandi. „Sumum okkar, sem hafa orðið fórnarlömb heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og jafnvel mansals, er markvisst haldið í viðkvæmri stöðu sem jafnvel er notuð gegn þeim. Gáfaðar, menntaðar, sterkar og fallegar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta framtíð og velgengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerfisbundinna fordóma, vanrækslu og mismununar, er þeim þröngvað í hlutverk fórnarlambs sem oftar en ekki er upp á kvalara sinn komið.“Krefjast sömu athygli Konurnar segjast nú krefjast sömu athygli og íslenskar kynsystur þeirra og að samfélagið bregðist við frásögnum þeirra með sama hætti og frásögnum íslenskra kvenna. „Fyrirtæki, samtök, íþróttafélög og sveitarfélög setja nú saman aðgerðaáætlanir og verkferla sem útrýma eiga kynferðislegri mismunun, misnotkun og áreiti. Innan þessara áætlana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum uppruna. Þar þarf að horfa sérstaklega til valdeflingar þessa viðkvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skilnings og virðingar. Við viljum að vinnuveitendur tryggi það að við séum upplýstar um réttindi okkar og að verkferla séu skýrir og boðleiðir greiðar þegar við þurfum að vernda réttindi okkar sjálfra.“ Þær segja að innan heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og dómskerfisins þurfi íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. „Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekkingu á eða borið traust til þessara þriggja kerfa sem eru uppistaða öryggisnetsins sem hvert heilbrigt samfélag passar að séu aðgengileg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grundvallar mannréttindi séu virt þannig að enginn þurfi að líða fyrir uppruna sinn eða litarhátt, trú sína eða kynhneigð. Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vettvang til að standa saman og teygjum okkur nú til samfélagsins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okkur. #Metoo er #VIÐlíka hreyfing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mismunun og misnotkun byrginn. Konur af erlendum uppruna geta líka látið í sér heyra. Þær frásagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gleraugum virðingar, skilnings og varfærni. Þessar hugrökku konur hafa valið að deila þessum sársaukafullu frásögnum undir nafnleysi. Við biðjum um að lesendur nýti þær tilfinningar sem kunna að vakna við lesturinn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem myndast hefur á milli okkar og annarra í samfélaginu.“ Áskorun til samfélagsins:Við skorum á samfélagið að viðurkenna að konur af erlendum uppruna hafa mismunandi þarfir sem þarf að mæta á vinnustöðum þeirra, í samfélaginu og af hálfu þeirra sem veita samfélagslega þjónustu.Við skorum á samfélagið að viðurkenna að konur af erlendum uppruna eru viðkvæmur hópur sem er útsettur fyrir kerfisbundinni mismunun, ofbeldi og niðurbroti.Við skorum á samfélagið að innan allra áætlana og ferla sem snúast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi sé gert ráð fyrir valdeflingu kvenna af erlendum uppruna.Við skorum á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að tryggja eftirlit og vernd kvenna af erlendum uppruna.Við skorum á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að tryggja öruggar boðleiðir og farvegi til að réttindi kvenna af erlendum uppruna séu virt.Við undirritum þessa beiðni í þeirri von að þátttaka okkar í #Metoo byltingunni styrki bönd milli allra þegna samfélagsins og styrki baráttuna gegn kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi í samfélaginu. Með því leggjum við okkar lóð á vogarskálar þess að búa til betra og öruggara samfélag fyrir okkur öll. Í Facebook hópi þar sem reynslusögum og undirskriftum kvenna af erlendum uppruna er safnað eru 660 konur sem eru annað hvort af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. Hér eru undirskriftir 97 þeirra kvenna: 1. Nichole Leigh Mosty, bandarísk/íslensk, Kennari og verkefnastjóri 2. Barbara Bruns Kristvinsson, bandarísk/íslensk, Verkefnastjóri 3. Edythe L. Mangindin, bandarísk/íslensk, Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðurnemi, verkefnastjóri, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 4. Jasmina Crnac, bosnísk/íslensk, Stjórnmálafræðinemi, fulltrúi i velferðaráði Reykjanesbæjar 5. Angelique Kelley, bandarísk, Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 6. Leana Clothier, bandarísk, Nemi í íslensku sem annað mál 7. Branka Aleksandarsdóttir, serbnesk/íslensk, Hagfræðingur, sjúkraliði, félagsliði, öryrki 8.Achie Afrikana, kenísk/íslensk, Nemi í alþjóðasamskiptum 9. Josephine Wanjiru Wawira, kenísk/íslensk, Kokkur 10. Jelena Ciric, serbnesk/kanadisk, Tónlistar- og blaðakona 11. Azra Crnac, bosnísk/íslensk, Nemi 12. Ania Wozniczka, pólsk/íslensk, Doktorsnemi 13. Jenna Gottlieb, bandarísk, Blaðakona 14. Katrín Níelsdóttir, kanadísk, Skjalavörður 15. Tatjana Latinovic, Formaður innflytjendaráðs, deildarstjóri, þýðandi 16. Fida Abu Libdeh, palestínsk/íslensk, Tæknifræðingur, MBA, frumkvöðull 17. Lily Fisher, bandarísk, Verkefnastjóri 18. Sarah Dearne, áströlsk, Textahöfundur og nemi 19. Vita, indonesísk, Móðir 20. Laura Cervera, mexíkósk/íslensk, Kennari og túlkur, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 21. Natalie Colceriu, bandarísk/íslensk, Bókasafnsfræðingur 22. Ruth Adjaho Samúelsson, ganísk, Starfskona Landspítalans 23. Nilmini T. Salgado, srílankísk, ,Starfskona Landspítalans 24. Patience Afrah Antwi, Ritari, Teva 25. Karoline Boguslawska, pólsk/íslensk, Listfræðingur/fararstjóri 26. Virginia Gillard, bresk/áströlsk, Leikkona, leiklistarkennari, trúður og rithöfundur 27. Dagmar Trodler, þýsk, Rithöfundur,hjúkrunarfræðingur,umönnun fatlaðra 28. Alexandra Martini, Venezuelan/Italian, Listakona, hönnuður 29. Maureen McLaughlin, írsk Skolaliði 30. Patricia Albuquerque, brasilísk/íslensk, Kennari og hótel stjórnandi 31. Lydia Holt, bandarísk, Rithöfundur 32. Katia Arena, áströlsk/ítölsk, Klíniskur sálfræðingur, rithöfundur/ritstjóri 33. Shruthi Basappa, indversk, Arkitekt 34. Paula Gould, bandarísk, Markaðs- og fjárfestingastjóri 35. Ah Leum Kwon, suðurkóresk, Nemi 36. Nina Kaggwa, úgandísk/íslensk, Markþjálfi 37. Kathrin Lisa van der Linde, hollensk/þýsk, Doktorsnemi 38. Elizabeth Lay, bandarísk/íslensk, Uppeldisfræðingur 39. Susan Gollifer, ensk/gvæjönsk, Mannréttindakennara 40. Sante Feaster, bandarísk, Samskipti og rannsóknir 41. Randi W. Stebbins, bandarísk, Kennari 42. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ekvadorsk, Stjórnmálafræðinemi 43. Amal Tamimi, palestínsk/íslensk, Félagsfræðingur 44. Feriane Amrouni, alsírsk, Kennari 45. Naila Zahin Ana, Bangladesh, Rithöfundur 46. Louise Harris, bresk, Listakona, kennari 47. Wiola Anna Ujazdowska, pólsk, Listakona 48. Maricris Castillo de Luna, filippseysk, Kennari 49. Yara Polana, mósambisk, Hönnuður/forritari 50. Grace Achieng, kenísk, Kennari 51. Juliet Newson, nýsjálensk, Jarðfræðingur og jarðvarmaverkfræðingur 52. Marika Sochorová, slóvakísk/íslensk, Skurðhjúkrunarfræðingur 53. Syanam Syanam Syanam, Sölufulltrúi 54. Candice Michelle Goddard, suðurafrísk, Þjónustufulltrúi 55. Martina William, jamaísk, Leikskólaliði 56. Emily Ward, bandarísk/íslensk, Nemi 57. Morna Manekeller, skosk, Móðir, blómahönnuður 58. Jo Van Schalkwyk, suðurafrísk, Textahöfundur og verkefnastjóri 59. June Scholtz, suður-afrísk/íslensk, Fiskverkakona 60. Fanný Goupil-Thiercelin, frönsk/íslensk, Þjónustustarf 61. Amy Lee, ensk/áströlsk, Leikskólakennari 62. Joanne Kearney, írsk, Tónlistarkona/nemi/kokkur 63. Dorota Joanna Kapanke, pólsk/íslensk, Sölukona 64. Patience A. Karlsson, ganísk, entrepenure, education and healthcare 65. Joanna Ewa Dominiczak, pólsk, kennari 66. Laura Valentino, bandarísk/íslensk, Listakona og viðmótshönnuður 67. Andrea Ellen Jones, bandarísk/íslensk, Silfursmiður og fyrirtækjaeigandi 68. Brynja Elisabeth Halldórsdóttir Guðjónsson, bandarísk/íslensk, Lektor Háskóla Íslands 69. Sabine Leskopf þýsk/íslensk Varaborgarfulltrúi 70. Verity Louise Sharp, bresk, Verkefnastjóri 71. Saadet Özdemir Hilmarsson , tyrknesk/íslensk, Leikskólakennari, starfskona ATVR 72. Joanna Marcinkowska, pólsk/íslensk, Verkefnastjóri 73. Heather Millard, bresk, Kvikmyndaframleiðandi 74. Elena Vladimirovna Zaytseva, rússnesk/íslensk, Grunnskólakennari starfar í dag á leikskólanum 75. Shelag Smith, suður-afrísk, höfuðbeina-og spjaldhryggsjafnari/nuddari/textasmiður 76. Ellen Hong Van Truong, víetnömsk/Íslensk, MA-nemi í félagsráðgjöf 77. Telma Velez, pórtugalsk/íslensk, Leikskólakennari/MA. nemi alþjóðlegsamskipti 78. Sara Elísabet Höskuldsdóttir, bandarísk/íslensk, kennaranemi 79. Jessica Villarreal Karren, mexíkósk, Viðskiptafræðingur 80. Silvia Zingara, pórtugalsk,“small business owner-keep it clean” 81. Gloria Zarela Castro Conde, perúsk/íslensk, Háskólanemi HÍ 82. Claudia Ashonie Wilson, jamaísk/íslensk, lögmaður 83. Marion Poilvez ,frönsk, doktorsnemi HÍ 84. Ana Isorena Atlason, filipeysk/íslenskt, leiksólakennari 85. Zitha Ngulube, zimbwean/icelandic, Stundent HÍ & Head of houskeeping 86. Katla Einars, bandarísk/íslensk, förðunarfræðingur og stílisti 87. Sangeet Kaur, Singapore, Asst. nurse Landspítali 88. Anna María Milosz, pólsk/íslensk, túlkur/þýðandi/bókari 89. Amanda Jo Wood, bandarísk, tourist shop 90. Marvi Ablaza Gil, fillipeysk, hjúkrunarfræðingur 91. Olivia Dawson, bresk, Verkefnastjóri 92. Yerzhana Akhmetzhanova, íslensk ríkisborgari, skrifstofustjóri 93. Deepa Iyengar, bandarísk, B.A. student linguistics, HÍ 94. Lingdi Shao, kínversk, Freelance translator and proofreader 95. Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, fillipeysk/íslensk, menntunarfræðingur 96. Anamaria de Holt, úngversk, Listakona 97. Meike Witte, Ferðarráðgjafi og leiðsögumaður Yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi: #Metoo byltingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreiti gagnvart konum. Konur úr ýmsum starfsstéttum hafa stigið fram og deilt frásögnum úr sínu vinnuumhverfi þar sem þær hafa orðið fyrir markvissu niðurbroti og kerfisbundinni misbeitingu valds af hálfu karlmanna. Konur hafa undanfarið staðið upp og krafist þess að samfélagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þessari stöðu. Kynbundin mismunun leiðir til misnotkunar og áreitis og því þurfa vinnuveitendur að setja sér áætlanir og hrinda í framkvæmd verkferlum sem tryggja jafnræði kynjanna. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi. Hér á eftir fara frásagnir hugrakkra kvenna sem deila með okkur sínum veruleika. Við óskum einskis annars en að þær séu lesnar með virðingu fyrir því sem systur okkar, mæður, dætur og bestu vinkonur hafa upplifað og að hver og einn lesandi spyrji sig hvort hann/hún hefði getað brugðist öðruvísi við. Við óskum þess að við leitum leiða til þess að við sem samfélag getum stutt og styrkt konur af erlendum uppruna. Við óskum þess að hver og einn finni leiðir til að brjóta niður múra þagnar og hræðslu í þeim tilgangi að leggja sitt af mörkum við að skapa öruggan stað í samfélaginu fyrir konur sem þurfa á vernd og styrk að halda. Það er mikilvægt að setja á dagskrá ástæður fordóma, mismununar og niðurbrots sem konur af erlendum uppruna upplifa á Íslandi. Sumum okkar, sem hafa orðið fórnarlömb heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og jafnvel mansals, er markvisst haldið í viðkvæmri stöðu sem jafnvel er notuð gegn þeim. Gáfaðar, menntaðar, sterkar og fallegar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta framtíð og velgengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerfisbundinna fordóma, vanrækslu og mismununar, er þeim þröngvað í hlutverk fórnarlambs sem oftar en ekki er upp á kvalara sinn komið. Konur af erlendum uppruna krefjast nú sömu athygli og íslenskar kynsystur þeirra og að samfélagið bregðist við þeirra frásögnum með sama hætti og frásögnum íslenskra kvenna. Fyrirtæki, samtök, íþróttafélög og sveitarfélög setja nú saman aðgerðaáætlanir og verkferla sem útrýma eiga kynferðislegri mismunun, misnotkun og áreiti. Innan þessara áætlana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum uppruna. Þar þarf að horfa sérstaklega til valdeflingar þessa viðkvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skilnings og virðingar. Við viljum að vinnuveitendur tryggi það að við séum upplýstar um réttindi okkar og að verkferlar séu skýrir og boðleiðir greiðar þegar við þurfum að vernda réttindi okkar sjálfra. Innan heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og dómskerfisins þurfa íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að tryggja það að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekkingu á eða borið traust til þessara þriggja kerfa sem eru uppistaða öryggisnetsins sem hvert heilbrigt samfélag passar að séu aðgengileg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grundvallar mannréttindi séu virt þannig að enginn þurfi að líða fyrir uppruna sinn eða litarhátt, trú sína eða kynhneigð. Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vettvang til að standa saman og teygjum okkur nú til samfélagsins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okkur. #Metoo er #VIÐlíka hreyfing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mismunun og misnotkun byrginn. Konur af erlendum uppruna geta líka látið í sér heyra. Þær frásagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gleraugum virðingar, skilnings og varfærni. Þessar hugrökku konur hafa valið að deila þessum sársaukafullu frásögnum undir nafnleysi. Við biðjum um að lesendur nýti þær tilfinningar sem kunna að vakna við lesturinn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem myndast hefur á milli okkar og annarra í samfélaginu.Yfirlýsingin á ensku The #Metoo movement here in Iceland has opened many an eye to sexual abuse, discrimination and harassment against women. Women from various career fields have stepped up and shared stories from within their places of work. Stories which are laced with degradation and the systematic abuse of male power. Women have stood up and demanded that society no longer turn a blind eye, work places need to put into action plans and systems to promote genuine equality and eradicate the very root of the problem that is sexual discrimination leading to abuse and harassment. We women of foreign origin residing in Iceland have had a difficult time finding our place within the #Metoo movement. It must be noticed that in previously released stories and petitions there is a lack of women of foreign origin. Were we left behind or did we choose not to partake? Both questions are very valid and important for us to dare and ask ourselves. More importantly the fact that we should have to ask these questions need be understood. We have decided to break our silence, stand together in solidarity and trust that the society within which we reside will take notice and take action on our behalf. Our stories are laced with prejudice, discrimination, systematic degradation, seclusion, manipulation and abuse of the worst kind. Many of us have experienced extreme abandonment and isolation at the hands of the very people who are responsible for protecting and empowering us. Through sharing our stories we have learned that society has looked the other way far too long, and in doing so has created a space where far too many of us do not feel safe or even that we have rights to the same protections and amenities as our Icelandic sisters. In the following pages some very brave women have shared with us their stories. We ask only that you read these stories with respect for that which our sisters, mothers, daughters and best friends have survived. We ask that anyone reading this look within and ask yourself what could I have done differently? How can I support and empower women of foreign origin in my place of work? What can I, from my position of power do to help break down the walls of silence and fear in order to help create a safe place for every woman in need within my community? It is very important that we address firstly the very root of prejudice, neglect, discrimination and degradation which women of foreign origin experience in Iceland. Women whom have become victims of domestic violence, sexual abuse and even human trafficking are held in a certain position in society where their vulnerable status is manipulated and used against them. Women who are intelligent, well educated, beautiful and strong move here with the same dreams and hopes as any woman born of Icelandic blood. When those dreams are shattered through systematic prejudice, degradation and discrimination many women are forced into a space where they become victims dependent upon their abusers. We demand that action be taken on our behalf. Many businesses, unions, athletic clubs and even municipalities are putting forth plans of action in order to wipe out sexual discrimination, abuse and harassment. We demand that within these plans of action there be specific allowances for women of foreign origin. The allowances must include empowerment schemes where we too have a voice which is not only heard but respected. We demand that within workplaces we are taught our rights and proper resources are provided in order for us to appeal and report when we understand our rights have been abused or broken. We also demand that within the healthcare, welfare and justice systems the Icelandic government and all local municipalities also design plans of action and develop an appeal system accessible to us, with respect to our vulnerable status. Many women have suffered in silence simply due to the fact that they either have no knowledge or trust for these three very important social systems designed to serve and protect every person regardless of nationality, skin color, religion or sexual preference. We will no longer remain silent, we have found our platform of solidarity and look now to the very society in which we live, love and work to stand with us. #Metoo is now a movement where #Wetoo stand loudly and proudly to say no more discrimination and abuse. We are women of foreign origin residing in Iceland hear us roar….. The following stories must be read with caution, respect and understanding. Remember these brave women who have chosen to share with you their pain and degradation have asked to be left anonymous. Please learn from what you read and use the feelings you experience to help improve our situations and bridge that gap which exists in our society. This is our proclamation to our fellow countrymen here in our home away from home, Iceland. We sign this proclamation in hope that our participation in the #Metoo movement will only strengthen bonds between all citizens and strengthen the fight to eradicate sexual discrimination, harassment and violence within our society. Help us to create a safe place in every community…. Challenge to society: Admission that women of foreign origin have diverse needs which must be met in the work place, society and by social service providers. Admission that women of foreign origin are vulnerable and susceptible to systematic degradation, sexual harassment and violence. Every plan of action to eradicate gender based discrimination, harassment, and abuse must have distinct empowerment and appeal schemes for women of foreign origin. Government organizations at federal and local levels must find a way to ensure oversight and protection in eradicating discrimination against women of foreign origin. Government organizations at federal and local levels must insure that women of foreign origin have ready access their rights and to measures to both charge and appeal if their rights have been broken. We strive together to create an inclusive “safe place” for victims in every community. MeToo Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. Í yfirlýsingunni segir að MeToo byltingin hafi leitt til þess að fólk hafi opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreitni gagnvart konum en að konur af erlendum uppruna hér á landi hafi átt erfitt með að finna sinn stað innan MeToo byltingarinnar. „Fáar af þeim konum sem stigið hafa fram með sínar frásagnir hingað til, tilheyra þeim hópi. En er það vegna þess að við erum hafðar útundan eða kjósum við að standa hjá? Það er mikilvægt að við leitum svara við þeim spurningum og að við þorum að finna svörin við þeim. Það er ekki síður mikilvægt að skilja hvers vegna við þurfum að svara þessum spurningum, nú þegar konur hafa kosið að rjúfa þögnina, standa saman og treysta því að samfélagið leggi við hlustir og bregðist við hinni háværu umræðu með þungu undiröldunni,“ segir í yfirlýsingunni.Upllifa sig yfirgefnar og einangraðar Þar segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Þær segja mikilvægt að setja á dagskrá ástæður fordóma, mismununar og niðurbrots sem konur af erlendum uppruna upplifa á Íslandi. „Sumum okkar, sem hafa orðið fórnarlömb heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og jafnvel mansals, er markvisst haldið í viðkvæmri stöðu sem jafnvel er notuð gegn þeim. Gáfaðar, menntaðar, sterkar og fallegar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta framtíð og velgengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerfisbundinna fordóma, vanrækslu og mismununar, er þeim þröngvað í hlutverk fórnarlambs sem oftar en ekki er upp á kvalara sinn komið.“Krefjast sömu athygli Konurnar segjast nú krefjast sömu athygli og íslenskar kynsystur þeirra og að samfélagið bregðist við frásögnum þeirra með sama hætti og frásögnum íslenskra kvenna. „Fyrirtæki, samtök, íþróttafélög og sveitarfélög setja nú saman aðgerðaáætlanir og verkferla sem útrýma eiga kynferðislegri mismunun, misnotkun og áreiti. Innan þessara áætlana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum uppruna. Þar þarf að horfa sérstaklega til valdeflingar þessa viðkvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skilnings og virðingar. Við viljum að vinnuveitendur tryggi það að við séum upplýstar um réttindi okkar og að verkferla séu skýrir og boðleiðir greiðar þegar við þurfum að vernda réttindi okkar sjálfra.“ Þær segja að innan heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og dómskerfisins þurfi íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. „Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekkingu á eða borið traust til þessara þriggja kerfa sem eru uppistaða öryggisnetsins sem hvert heilbrigt samfélag passar að séu aðgengileg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grundvallar mannréttindi séu virt þannig að enginn þurfi að líða fyrir uppruna sinn eða litarhátt, trú sína eða kynhneigð. Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vettvang til að standa saman og teygjum okkur nú til samfélagsins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okkur. #Metoo er #VIÐlíka hreyfing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mismunun og misnotkun byrginn. Konur af erlendum uppruna geta líka látið í sér heyra. Þær frásagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gleraugum virðingar, skilnings og varfærni. Þessar hugrökku konur hafa valið að deila þessum sársaukafullu frásögnum undir nafnleysi. Við biðjum um að lesendur nýti þær tilfinningar sem kunna að vakna við lesturinn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem myndast hefur á milli okkar og annarra í samfélaginu.“ Áskorun til samfélagsins:Við skorum á samfélagið að viðurkenna að konur af erlendum uppruna hafa mismunandi þarfir sem þarf að mæta á vinnustöðum þeirra, í samfélaginu og af hálfu þeirra sem veita samfélagslega þjónustu.Við skorum á samfélagið að viðurkenna að konur af erlendum uppruna eru viðkvæmur hópur sem er útsettur fyrir kerfisbundinni mismunun, ofbeldi og niðurbroti.Við skorum á samfélagið að innan allra áætlana og ferla sem snúast um að útrýma kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi sé gert ráð fyrir valdeflingu kvenna af erlendum uppruna.Við skorum á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að tryggja eftirlit og vernd kvenna af erlendum uppruna.Við skorum á stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög að tryggja öruggar boðleiðir og farvegi til að réttindi kvenna af erlendum uppruna séu virt.Við undirritum þessa beiðni í þeirri von að þátttaka okkar í #Metoo byltingunni styrki bönd milli allra þegna samfélagsins og styrki baráttuna gegn kynbundinni mismunun, áreiti og ofbeldi í samfélaginu. Með því leggjum við okkar lóð á vogarskálar þess að búa til betra og öruggara samfélag fyrir okkur öll. Í Facebook hópi þar sem reynslusögum og undirskriftum kvenna af erlendum uppruna er safnað eru 660 konur sem eru annað hvort af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. Hér eru undirskriftir 97 þeirra kvenna: 1. Nichole Leigh Mosty, bandarísk/íslensk, Kennari og verkefnastjóri 2. Barbara Bruns Kristvinsson, bandarísk/íslensk, Verkefnastjóri 3. Edythe L. Mangindin, bandarísk/íslensk, Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðurnemi, verkefnastjóri, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 4. Jasmina Crnac, bosnísk/íslensk, Stjórnmálafræðinemi, fulltrúi i velferðaráði Reykjanesbæjar 5. Angelique Kelley, bandarísk, Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 6. Leana Clothier, bandarísk, Nemi í íslensku sem annað mál 7. Branka Aleksandarsdóttir, serbnesk/íslensk, Hagfræðingur, sjúkraliði, félagsliði, öryrki 8.Achie Afrikana, kenísk/íslensk, Nemi í alþjóðasamskiptum 9. Josephine Wanjiru Wawira, kenísk/íslensk, Kokkur 10. Jelena Ciric, serbnesk/kanadisk, Tónlistar- og blaðakona 11. Azra Crnac, bosnísk/íslensk, Nemi 12. Ania Wozniczka, pólsk/íslensk, Doktorsnemi 13. Jenna Gottlieb, bandarísk, Blaðakona 14. Katrín Níelsdóttir, kanadísk, Skjalavörður 15. Tatjana Latinovic, Formaður innflytjendaráðs, deildarstjóri, þýðandi 16. Fida Abu Libdeh, palestínsk/íslensk, Tæknifræðingur, MBA, frumkvöðull 17. Lily Fisher, bandarísk, Verkefnastjóri 18. Sarah Dearne, áströlsk, Textahöfundur og nemi 19. Vita, indonesísk, Móðir 20. Laura Cervera, mexíkósk/íslensk, Kennari og túlkur, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi 21. Natalie Colceriu, bandarísk/íslensk, Bókasafnsfræðingur 22. Ruth Adjaho Samúelsson, ganísk, Starfskona Landspítalans 23. Nilmini T. Salgado, srílankísk, ,Starfskona Landspítalans 24. Patience Afrah Antwi, Ritari, Teva 25. Karoline Boguslawska, pólsk/íslensk, Listfræðingur/fararstjóri 26. Virginia Gillard, bresk/áströlsk, Leikkona, leiklistarkennari, trúður og rithöfundur 27. Dagmar Trodler, þýsk, Rithöfundur,hjúkrunarfræðingur,umönnun fatlaðra 28. Alexandra Martini, Venezuelan/Italian, Listakona, hönnuður 29. Maureen McLaughlin, írsk Skolaliði 30. Patricia Albuquerque, brasilísk/íslensk, Kennari og hótel stjórnandi 31. Lydia Holt, bandarísk, Rithöfundur 32. Katia Arena, áströlsk/ítölsk, Klíniskur sálfræðingur, rithöfundur/ritstjóri 33. Shruthi Basappa, indversk, Arkitekt 34. Paula Gould, bandarísk, Markaðs- og fjárfestingastjóri 35. Ah Leum Kwon, suðurkóresk, Nemi 36. Nina Kaggwa, úgandísk/íslensk, Markþjálfi 37. Kathrin Lisa van der Linde, hollensk/þýsk, Doktorsnemi 38. Elizabeth Lay, bandarísk/íslensk, Uppeldisfræðingur 39. Susan Gollifer, ensk/gvæjönsk, Mannréttindakennara 40. Sante Feaster, bandarísk, Samskipti og rannsóknir 41. Randi W. Stebbins, bandarísk, Kennari 42. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ekvadorsk, Stjórnmálafræðinemi 43. Amal Tamimi, palestínsk/íslensk, Félagsfræðingur 44. Feriane Amrouni, alsírsk, Kennari 45. Naila Zahin Ana, Bangladesh, Rithöfundur 46. Louise Harris, bresk, Listakona, kennari 47. Wiola Anna Ujazdowska, pólsk, Listakona 48. Maricris Castillo de Luna, filippseysk, Kennari 49. Yara Polana, mósambisk, Hönnuður/forritari 50. Grace Achieng, kenísk, Kennari 51. Juliet Newson, nýsjálensk, Jarðfræðingur og jarðvarmaverkfræðingur 52. Marika Sochorová, slóvakísk/íslensk, Skurðhjúkrunarfræðingur 53. Syanam Syanam Syanam, Sölufulltrúi 54. Candice Michelle Goddard, suðurafrísk, Þjónustufulltrúi 55. Martina William, jamaísk, Leikskólaliði 56. Emily Ward, bandarísk/íslensk, Nemi 57. Morna Manekeller, skosk, Móðir, blómahönnuður 58. Jo Van Schalkwyk, suðurafrísk, Textahöfundur og verkefnastjóri 59. June Scholtz, suður-afrísk/íslensk, Fiskverkakona 60. Fanný Goupil-Thiercelin, frönsk/íslensk, Þjónustustarf 61. Amy Lee, ensk/áströlsk, Leikskólakennari 62. Joanne Kearney, írsk, Tónlistarkona/nemi/kokkur 63. Dorota Joanna Kapanke, pólsk/íslensk, Sölukona 64. Patience A. Karlsson, ganísk, entrepenure, education and healthcare 65. Joanna Ewa Dominiczak, pólsk, kennari 66. Laura Valentino, bandarísk/íslensk, Listakona og viðmótshönnuður 67. Andrea Ellen Jones, bandarísk/íslensk, Silfursmiður og fyrirtækjaeigandi 68. Brynja Elisabeth Halldórsdóttir Guðjónsson, bandarísk/íslensk, Lektor Háskóla Íslands 69. Sabine Leskopf þýsk/íslensk Varaborgarfulltrúi 70. Verity Louise Sharp, bresk, Verkefnastjóri 71. Saadet Özdemir Hilmarsson , tyrknesk/íslensk, Leikskólakennari, starfskona ATVR 72. Joanna Marcinkowska, pólsk/íslensk, Verkefnastjóri 73. Heather Millard, bresk, Kvikmyndaframleiðandi 74. Elena Vladimirovna Zaytseva, rússnesk/íslensk, Grunnskólakennari starfar í dag á leikskólanum 75. Shelag Smith, suður-afrísk, höfuðbeina-og spjaldhryggsjafnari/nuddari/textasmiður 76. Ellen Hong Van Truong, víetnömsk/Íslensk, MA-nemi í félagsráðgjöf 77. Telma Velez, pórtugalsk/íslensk, Leikskólakennari/MA. nemi alþjóðlegsamskipti 78. Sara Elísabet Höskuldsdóttir, bandarísk/íslensk, kennaranemi 79. Jessica Villarreal Karren, mexíkósk, Viðskiptafræðingur 80. Silvia Zingara, pórtugalsk,“small business owner-keep it clean” 81. Gloria Zarela Castro Conde, perúsk/íslensk, Háskólanemi HÍ 82. Claudia Ashonie Wilson, jamaísk/íslensk, lögmaður 83. Marion Poilvez ,frönsk, doktorsnemi HÍ 84. Ana Isorena Atlason, filipeysk/íslenskt, leiksólakennari 85. Zitha Ngulube, zimbwean/icelandic, Stundent HÍ & Head of houskeeping 86. Katla Einars, bandarísk/íslensk, förðunarfræðingur og stílisti 87. Sangeet Kaur, Singapore, Asst. nurse Landspítali 88. Anna María Milosz, pólsk/íslensk, túlkur/þýðandi/bókari 89. Amanda Jo Wood, bandarísk, tourist shop 90. Marvi Ablaza Gil, fillipeysk, hjúkrunarfræðingur 91. Olivia Dawson, bresk, Verkefnastjóri 92. Yerzhana Akhmetzhanova, íslensk ríkisborgari, skrifstofustjóri 93. Deepa Iyengar, bandarísk, B.A. student linguistics, HÍ 94. Lingdi Shao, kínversk, Freelance translator and proofreader 95. Kriselle Lou Suson Jónsdóttir, fillipeysk/íslensk, menntunarfræðingur 96. Anamaria de Holt, úngversk, Listakona 97. Meike Witte, Ferðarráðgjafi og leiðsögumaður Yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi: #Metoo byltingin á Íslandi hefur leitt til þess að fólk hefur opnað augun fyrir kynferðisofbeldi, mismunun og áreiti gagnvart konum. Konur úr ýmsum starfsstéttum hafa stigið fram og deilt frásögnum úr sínu vinnuumhverfi þar sem þær hafa orðið fyrir markvissu niðurbroti og kerfisbundinni misbeitingu valds af hálfu karlmanna. Konur hafa undanfarið staðið upp og krafist þess að samfélagið í heild sinni opni blinda augað sem snúið hefur að þessari stöðu. Kynbundin mismunun leiðir til misnotkunar og áreitis og því þurfa vinnuveitendur að setja sér áætlanir og hrinda í framkvæmd verkferlum sem tryggja jafnræði kynjanna. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna eru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi. Hér á eftir fara frásagnir hugrakkra kvenna sem deila með okkur sínum veruleika. Við óskum einskis annars en að þær séu lesnar með virðingu fyrir því sem systur okkar, mæður, dætur og bestu vinkonur hafa upplifað og að hver og einn lesandi spyrji sig hvort hann/hún hefði getað brugðist öðruvísi við. Við óskum þess að við leitum leiða til þess að við sem samfélag getum stutt og styrkt konur af erlendum uppruna. Við óskum þess að hver og einn finni leiðir til að brjóta niður múra þagnar og hræðslu í þeim tilgangi að leggja sitt af mörkum við að skapa öruggan stað í samfélaginu fyrir konur sem þurfa á vernd og styrk að halda. Það er mikilvægt að setja á dagskrá ástæður fordóma, mismununar og niðurbrots sem konur af erlendum uppruna upplifa á Íslandi. Sumum okkar, sem hafa orðið fórnarlömb heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis og jafnvel mansals, er markvisst haldið í viðkvæmri stöðu sem jafnvel er notuð gegn þeim. Gáfaðar, menntaðar, sterkar og fallegar konur flytja hingað til lands ala með sér sömu drauma og vonir og íslenskar konur um bjarta framtíð og velgengni. Þegar þessar konur sjá drauma og vonir verða að engu vegna kerfisbundinna fordóma, vanrækslu og mismununar, er þeim þröngvað í hlutverk fórnarlambs sem oftar en ekki er upp á kvalara sinn komið. Konur af erlendum uppruna krefjast nú sömu athygli og íslenskar kynsystur þeirra og að samfélagið bregðist við þeirra frásögnum með sama hætti og frásögnum íslenskra kvenna. Fyrirtæki, samtök, íþróttafélög og sveitarfélög setja nú saman aðgerðaáætlanir og verkferla sem útrýma eiga kynferðislegri mismunun, misnotkun og áreiti. Innan þessara áætlana og ferla þarf að vera pláss fyrir konur af erlendum uppruna. Þar þarf að horfa sérstaklega til valdeflingar þessa viðkvæma hóps, sem þarf ekki bara að eiga sína rödd. Sú rödd þarf líka að njóta skilnings og virðingar. Við viljum að vinnuveitendur tryggi það að við séum upplýstar um réttindi okkar og að verkferlar séu skýrir og boðleiðir greiðar þegar við þurfum að vernda réttindi okkar sjálfra. Innan heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og dómskerfisins þurfa íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að tryggja það að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. Margar okkar hafa þjáðst í þögn þegar við höfum hvorki haft þekkingu á eða borið traust til þessara þriggja kerfa sem eru uppistaða öryggisnetsins sem hvert heilbrigt samfélag passar að séu aðgengileg fyrir alla þá sem á þurfa að halda. Til að grípa þá sem minnst mega sín. Og til að tryggja að grundvallar mannréttindi séu virt þannig að enginn þurfi að líða fyrir uppruna sinn eða litarhátt, trú sína eða kynhneigð. Við ætlum ekki lengur að standa hjá í þögn. Við höfum fundið okkur vettvang til að standa saman og teygjum okkur nú til samfélagsins sem við búum í, elskum og vinnum í, til að standa með okkur. #Metoo er #VIÐlíka hreyfing þar sem við stöndum stoltar til að bjóða mismunun og misnotkun byrginn. Konur af erlendum uppruna geta líka látið í sér heyra. Þær frásagnir sem koma hér á eftir þarf að lesa með gleraugum virðingar, skilnings og varfærni. Þessar hugrökku konur hafa valið að deila þessum sársaukafullu frásögnum undir nafnleysi. Við biðjum um að lesendur nýti þær tilfinningar sem kunna að vakna við lesturinn til að finna leiðir til að bæta stöðu okkar og brúa það bil sem myndast hefur á milli okkar og annarra í samfélaginu.Yfirlýsingin á ensku The #Metoo movement here in Iceland has opened many an eye to sexual abuse, discrimination and harassment against women. Women from various career fields have stepped up and shared stories from within their places of work. Stories which are laced with degradation and the systematic abuse of male power. Women have stood up and demanded that society no longer turn a blind eye, work places need to put into action plans and systems to promote genuine equality and eradicate the very root of the problem that is sexual discrimination leading to abuse and harassment. We women of foreign origin residing in Iceland have had a difficult time finding our place within the #Metoo movement. It must be noticed that in previously released stories and petitions there is a lack of women of foreign origin. Were we left behind or did we choose not to partake? Both questions are very valid and important for us to dare and ask ourselves. More importantly the fact that we should have to ask these questions need be understood. We have decided to break our silence, stand together in solidarity and trust that the society within which we reside will take notice and take action on our behalf. Our stories are laced with prejudice, discrimination, systematic degradation, seclusion, manipulation and abuse of the worst kind. Many of us have experienced extreme abandonment and isolation at the hands of the very people who are responsible for protecting and empowering us. Through sharing our stories we have learned that society has looked the other way far too long, and in doing so has created a space where far too many of us do not feel safe or even that we have rights to the same protections and amenities as our Icelandic sisters. In the following pages some very brave women have shared with us their stories. We ask only that you read these stories with respect for that which our sisters, mothers, daughters and best friends have survived. We ask that anyone reading this look within and ask yourself what could I have done differently? How can I support and empower women of foreign origin in my place of work? What can I, from my position of power do to help break down the walls of silence and fear in order to help create a safe place for every woman in need within my community? It is very important that we address firstly the very root of prejudice, neglect, discrimination and degradation which women of foreign origin experience in Iceland. Women whom have become victims of domestic violence, sexual abuse and even human trafficking are held in a certain position in society where their vulnerable status is manipulated and used against them. Women who are intelligent, well educated, beautiful and strong move here with the same dreams and hopes as any woman born of Icelandic blood. When those dreams are shattered through systematic prejudice, degradation and discrimination many women are forced into a space where they become victims dependent upon their abusers. We demand that action be taken on our behalf. Many businesses, unions, athletic clubs and even municipalities are putting forth plans of action in order to wipe out sexual discrimination, abuse and harassment. We demand that within these plans of action there be specific allowances for women of foreign origin. The allowances must include empowerment schemes where we too have a voice which is not only heard but respected. We demand that within workplaces we are taught our rights and proper resources are provided in order for us to appeal and report when we understand our rights have been abused or broken. We also demand that within the healthcare, welfare and justice systems the Icelandic government and all local municipalities also design plans of action and develop an appeal system accessible to us, with respect to our vulnerable status. Many women have suffered in silence simply due to the fact that they either have no knowledge or trust for these three very important social systems designed to serve and protect every person regardless of nationality, skin color, religion or sexual preference. We will no longer remain silent, we have found our platform of solidarity and look now to the very society in which we live, love and work to stand with us. #Metoo is now a movement where #Wetoo stand loudly and proudly to say no more discrimination and abuse. We are women of foreign origin residing in Iceland hear us roar….. The following stories must be read with caution, respect and understanding. Remember these brave women who have chosen to share with you their pain and degradation have asked to be left anonymous. Please learn from what you read and use the feelings you experience to help improve our situations and bridge that gap which exists in our society. This is our proclamation to our fellow countrymen here in our home away from home, Iceland. We sign this proclamation in hope that our participation in the #Metoo movement will only strengthen bonds between all citizens and strengthen the fight to eradicate sexual discrimination, harassment and violence within our society. Help us to create a safe place in every community…. Challenge to society: Admission that women of foreign origin have diverse needs which must be met in the work place, society and by social service providers. Admission that women of foreign origin are vulnerable and susceptible to systematic degradation, sexual harassment and violence. Every plan of action to eradicate gender based discrimination, harassment, and abuse must have distinct empowerment and appeal schemes for women of foreign origin. Government organizations at federal and local levels must find a way to ensure oversight and protection in eradicating discrimination against women of foreign origin. Government organizations at federal and local levels must insure that women of foreign origin have ready access their rights and to measures to both charge and appeal if their rights have been broken. We strive together to create an inclusive “safe place” for victims in every community.
MeToo Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira