Nauðgað á gólfinu sem hún skúraði Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 25. janúar 2018 10:08 Konur af erlendum uppruna sendu í dag frá sér 34 nafnlausar frásagnir í dag. Myndvinnsla/Garðar Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í dag og sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt undirskriftalista og 34 nafnlausum reynslusögum. Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. Konurnar eru annað hvort af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. 97 þeirra skrifuðu undir yfirlýsingu sem birtist fyrst á Kjarnanum í morgun en meðfram yfirlýsingunni var áskorun til samfélagsins. Í yfirlýsingunni segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Þær segja að innan heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og dómskerfisins þurfi íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. Í frásögnum kvennanna má finna sársaukafulla reynslu af fordómum, áreitni, heimilisofbeldi, mansali, kúgun og grófu kynferðisofbeldi. Sögurnar hafa sumar verið þýddar og stafsetning og orðalag hefur verið lagfært í öðrum.Þurfti að borga með kynlífi fyrir gistingu„Fyrst vil ég þakka ykkur fyrir þessa síðu og loforðið um að við ætlum að segja sögur sem fær fólk til að taka eftir okkur og sjá að þetta er ekki okkur að kenna og ekki bara okkar vandamál. Samfélagið þarf að breytast,“ segir í einni sögunni. Konan heldur áfram og segir að kannski myndi fólkið sem kemur illa fram við þær fyrir að vera innflytjendur myndu prófa að lifa eins og þær og líða eins, myndi það kannski mýkjast gagnvart þeim og byrja að hugsa um fleiri en sig sjálf. „Ég ætla ekki að deila öllu en ég vil segja ykkur að mér var haldið í gíslingu eins og kynlífsþræl þegar ég kom fyrst hingað fyrir nokkrum árum síðan. Ég þurfti að borga með kynlífi fyrir húsið mitt, matinn og kannski loftið líka ég veit það ekki. Í dag er ég frjáls og á mína eigin peninga.“Fékk tvöföld laun eftir nauðgunarhótun frá yfirmanninum„Þegar ég byrjaði á nýjum vinnustað sögðu stelpur sem voru þar á undan mér að passa mig á einum yfirmanni. Hann var dóni og með „hendur“ sem fara þangað sem þær vilja. En stelpurnar sögðu mér að ég mætti ekki svara með látum því að hann gæti verið vondur,“ segir í sögu frá einni kvennanna. Hún segir að stundum hafi stelpur verið reknar fyrir að kvarta undan manninum. „Ein sagði mér að best væri að daðra og hlæja og þá yrði þetta í lagi. Hann var mjög hræðilegur, ég hata þennan mann. Hann er ekki aðeins með dónalegan kjaft heldur er hann líka með dónalegar hendur sem vilja gera meira en snerta og klípa.“ Konan ákvað að tilkynna til manneskju sem væri yfir þessum yfirmanni og sagði frá öllu. „Veistu hvað hann sagði við mig. „Ætlar þú að vera með stæla hér, þú ert bara búin að vinna hér í þrjá mánuði. Ef þú vilt halda vinnunni er best að þú lærir að leysa úr þessu sjálf. Þið trúið ekki hvað gerðist næst. Yfirmaðurinn minn kemur til mín nokkrum dögum seinna og tekur mig eina inn í herbergi. Hann öskraði á mig og hótaði að nauðga mér áður en ég væri rekin ef ég myndi klaga hann aftur. Ég fór heim og fór aldrei aftur þangað, ég náði ekki einu sinni í dót. Ég fékk tvöföld laun í næstu útborgun. Ég veit ekki hvort hann geri það sama við íslenskar stelpur, það eru ekki svo margar íslenskar sem starfa þar.“Í forræðisdeilu við ofbeldisfullan íslenskan eiginmannEin af nafnlausu sögunum er frá konu í miðri forræðisdeilu. Hún dvelur í kvennaatkvarfinu og er að missa alla trú á kerfinu hér á landi. „Núna er þetta í vinnslu, en við höfum þurft að bíða svo lengi í kvennaathvarfinu og það gæti tekið nokkrar vikur í viðbót að komast heim. Ég hef heyrt að íslenska kerfið dæmi Íslendingum í hag og að ofbeldismenn fái forræði ef það er erlend kona á móti honum.“ Konan segist ætla að berjast en eftir að koma fyrir dómara vegna málsins er hún að bugast. „Hversu mikið getur einhver logið? Það virðist sem hann hafi enginn takmörk. Ég vona að dómarinn sjái hvað er satt, og það sem er meira mikilvægt, dæmi út frá því sem er best fyrir hag barnsins. Þó að faðir hans reyni sitt besta til að sannfæra alla um að barnið þurfi að vera nálægt báðum foreldrum sínum. Sem er ekki best í öllum málum, eins og okkar. Já og hann segir stöðugt að ég sé í kvennaathvarfi án þess að hafa ástæðu til, já einmitt herra ofbeldismaður.“Myndi fólk hjálpa mér ef ég læri íslensku?„Haldið þið að fólki sé ekki alveg sama um okkur? Haldið þið að Íslendingar séu ánægð með að halda okkur á botninum og hjálpa okkur ekki þegar við erum varnarlaus? Ef nágranninn minn hefði bara einu sinni hringt á lögregluna þegar eiginmaður minn beitti mig ofbeldi fyrir framan börnin mín,“ segir ein kvennanna í sinni sögu. Þar lýsir hún samskiptum sínum við nágrannakonu. „Hún gat talað við mig á ensku ef hún þurfti eitthvað frá mér en gat ekki talað við mig þegar hún sá marið andlit mitt.“ Það kemur fram í sögunni að ofbeldisfulli eiginmaðurinn sé nú farinn. Konan veltir fyrir sér hvort hún hefði frekar fengið aðstoð og stuðning ef hún talaði íslensku. „Í vinnunni finnst mér eins og enginn vilji að ég læri góða íslensku. Ég reyni en þetta er svo erfitt tungumál. Þetta er mikilvægt því oft í vinnunni veit ég ekkert um hluti og það heldur mér á botninum. Ef ég læri íslensku, mun þá fleirum líka vel við mig og hjálpa mér?“Mátti ekki sækja veikt barn í leikskólann „Litla stelpan mín var veik og ég þurfi að sækja hana á leikskólann. Ég spurði yfirmann minn hvort ég mætti fara, hann sagði nei kláraði vinnuna þína hér fyrst.“ Konan segir að hún hafi átt mikið eftir en byrjaði strax að reyna að klára sín verkefni. „Eftir klukkutíma hringdi leikskólinn aftur. Ég segi yfirmanninum að ég verði að fara til barnsins því hún væri veik. Hann sagði: „Allt í lagi þú mátt fara en fyrst þarftu að totta mig. Hann hló ekki, horfði aðeins á mig og ég var hrædd. Ég er gift kona.“Í einni af frásögnunum lýsir kona því hvernig maður nauðgaði henni á gólfinu sem hún vann við að skúra.Vísir/GettyLangaði að vita hvernig lituð kona bragðastEin konan segir frá því að hún hafi unnið við að þrífa heima hjá auðugri fjölskyldu í Reykjavík og hafi fengið borgað svart. Stundum hafi heimilisfaðirinn veri heima þegar hún væri að vinna. „Hann daðraði og grínaðist á lélegri ensku um kynferðislega hluti sem mér fannst óþægilegt. Ég fann alltaf að hann væri að horfa á mig þegar ég þreif. Ég kunni ekki við það en sagði aldrei neitt. Hann gerði í raun ekki neitt rangt, ég hugsaði að allir menn væru svona.“ Einn daginn hafi maðurinn verið heima þegar hún hafi verið að þrífa svefnherbergið í húsinu og hann hafi staðið í dyragættinni svo hún þurfti að troða sér framhjá honum. „Ég gleymdi tusku í herberginu og þurfti að sækja hana. Hann elti mig inn og þrýsti mér upp að veggnum. Hann hélt í úlnliðina á mér og þefaði af höfðinu á mér og hálsi og sleikti mig síðan frá kinn og niður á milli brjóstanna á mér. Hann sagði „Mig hefur alltaf langað að vita hvernig lituð kona bragðast.“ Tveimur dögum seinna fékk ég símtal frá eiginkonunni og hún var mög reið. Hún sakaði mig um að stela úr eldhúsinu hennar og sagði að ég væri rekin, ætti aldrei að koma aftur eða hafa samband aftur.“Mun aldrei aftur njóta kynlífs„Ég skammast mín fyrir að segja að þegar ég flutti hingað þurfti ég að „borga“ fargjaldið með því að stunda kynlíf með manninum sem kom mér hingað,“ segir önnur. „Hann barði mig ekki en hann elskaði mig ekki heldur. [...] Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það var að koma hingað og búa með svona manni. Það var ekki bara hann heldur stundum tveir vinir hans líka. Ég þurfti að gera þetta í þrjú ár, þá fann hann annan innflytjanda sem var yngri en ég. Ég átti ekkert og var í láglaunastarfi. Hann fann stað fyrir mig að búa á og borgaði leiguna mína um tíma. Ég hata menn núna og mun aldrei njóta kynlífs. Ég vil aldrei fæða barn inn í heim þar sem svona hlutir gerast. Ég vona að ég geti lært að elska sjálfa mig.“Fékk enga hjálp lögreglu þegar hún tilkynnti ofbeldiEin kona segir sögu vinkonu hennar sem flutti hingað með dóttur sinni. „Hún bjó með manni sem misnotaði 11 ára dóttur hana kynferðislega og beitti hana ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu. Hún tilkynnti það til lögreglu en þau gerðu ekki neitt og buðu henni ekki einu sinni upp á túlkaþjónustu eða töluðu við dóttur hennar. Maðurinn hennar beitti hana mjög grófu ofbeldi, nauðgaði hana og hótaði að drepa bæði hana og dóttur hennar ef hún tilkynnti hann aftur. Eftir eitt ár var maðurinn ákærður fyrir annan glæp og fór inn á Litla Hraun. Vinkona mín flúði út á land með dóttur sinni. Hún er nú gift góðum manni en lifir enn í ótta um að „vondur karl“ muni einhvern tíman finna þær.“Fyrirgaf honum ekki einu sinni þegar hann dóEnn önnur kona segir frá því að þegar hún fluttist hingað fyrir mörgum árum hafi ekki margar konur af erlendum uppruna verð hér á landi. Hún hafi gifst eldri íslenskum manni sem hún trúði að væri góður maður, en drykkfelldur. „Ég talaði ekkert íslensku og við bjuggum úti á landi. Hann var alltaf að minna mig á hversu mikið það kostaði hann að fá mig hingað og giftast mér og að ég væri hreinlega aukinn kostnaður fyrir honum. Hann leyfði mér ekki einu sinni að vinna eð að sækja íslenskukennslu svo ég gæti farið að vinna. það var ömurlegt. Einu sinni lét hann mig, já það er rétt, hótaði mér og píndi mig til að sofa hjá bróður hans því þeir voru að djúsa saman heima hjá okkur og bróðir hans vildi bara prófa mig. Mágkona mín vissi af þessu og sagði ekkert við mig, ekki einu sinni fyrirgefðu. Sjúkt. Eftir það treysti ég engum nema mér sjálfri. Ég lærði íslensku, ég fór að vinna, ég alaði upp börnin okkar og ég reif kjaft við manninn minn þegar ég vildi. Ég fyrirgaf honum aldrei, ekki einu sinni í dag þó hann sé dáinn.“Nauðgað á gólfinu sem hún skúraðiEin konan segir sögu af því þegar hún vann við ræstingar hjá fyrirtæki og var ein á kvöldin. Eitt kvöld hafi komið maður sem var að vinna þar og var með lykil. Hún hafi aldrei séð hann áður, enda væri hún bara á staðnum á kvöldið og hitti sjaldan annað starfsfólk. Hún segir að maðurinn hafi viljað tala mikið við hana og að hann hafi verið skemmtilegur. „Hann kom aftur og aftur mörg kvöld, kannski hitti ég þennan maður tíu sinnum. Eitt kvöld kom hann og mér finnst svo erfitt að segja þetta hann RAPED (nauðga er ekki nóg að segja fyrir mér) mér. Þarna á gólfinu sem ég skúra kvöld eftir kvöld. Hann sagði að ég vildi þetta hann fann það þegar ég talaði við hann. Hann sagði að ég mætti ekki segja frá og mætti ekki hugsa að hann væri að meiða mig, hann vildi bara prófa útlenska konu eins og mig og að ég væri falleg og góð. Ég for aldrei aftur að vinna. Ég bað vinkonu mína að þrífa fyrir mig næstu daga. Þegar hún for í geymsluna þar sem ég geymdi skúringa dót var þar umslag með nafnið mitt á. Hún kom með það til mín. Inni í umslaginu voru 100.000 kr.“Hlógu allir þegar hún fórEin kona vann á leikskóla og hafði keypt stól fyrir skólann. Hún hafi verið á leið í vinnu með stólinn meðferðis og mætti mönnum á vegum Reykjavíkurborgar sem voru að fara. Þau hafi átt stutt samtal um hlið sem hafi þurft að laga og þá verið spurð um stólinn Hún hafi sagt að þetta væri stóll fyrir samstarfsmenn, það þyrfti stundum að endurnýja hluti. „Já það þarf að hafa eitthvað undir rassinn á þessu liði. en ég held að það sé enginn með eins fínan rass og þennan útlenska rass sem þú ert með,“ var svarið sem hún fékk. „Hann hló og hinir tveir líka á meðan ég labbaði í burtu með æluna upp í kok.“Fékk bara borgað ef hún kyssti yfirmanninnEin kona segir frá því að hún sé þolandi nauðgunar og hafi þurft að þola kynferðislega áreitni á vinnustað. „Einn yfirmaður sagði mér í hverjum mánuði að hann myndi borga mér launin mín að hluta ef ég kyssti hann en ef ég sæti í kjöltunni hans á meðan myndi hann borga mér launin til fulls. Annar sagði mér að „hvert fyrirtæki þarf heimska ljósku til að skella skuldinni á þegar hlutirnir fara úrskeiðis og þú ert ljóskan okkar.“ Ég var mun meira menntuð en hann. Listinn er endalaus með sögum af mútum, þar sem fólk nýtti sér að ég er einstæð móðir og þarf að fæða fjölskyldu mína,“ segir hún.Enginn hringdi á lögreglunaEnn önnur konan segist hafa verið í ofbeldisfullu sambandi. Eiginmaður hennar hafi barið hana og fengið sínum vilja framgengt gagnvart henni. „Ég hætti að hugsa um það sem nauðgun því ég sagði ekki og gat ekki sagt nei. Þetta var „tilgangur“ minn í lífinu. Í lífi hans.“ Hún segir að þegar þau hafi búið í heimalandi hennar hafi bræður hennar og faðir stigið inn og sagt eiginmanninum að halda sig á mottunni. Hún hafi fengið góða menntun en þegar þau hafi flutt hingað til lands hafi hún verið ein og vinalaus. „Ekki einu sinni nágrannarnir hjálpuðu mér þegar þeir heyrðu öskur eða læti á heimilinu. Einu sinni var ég stoppuð af konunni á neðri hæðinni og hún sagði: „Þú býrð eins og skepna að leyfa honum að koma svona fram við þig, hafðu smá sjálfsvirðingu og farðu frá honum eða farið bæði úr landi til heimalands þíns. Við viljum þetta ekki hérna!“ Börnin mín voru með mér þegar hún sagði þetta. Ég velti því enn fyrir mér hvers vegna hún hringdi á lögregluna eða hjálpaði mér á einhvern hátt.“Sögurnar má allar lesa HÉR. MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rufu þögnina í dag og sendu frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt undirskriftalista og 34 nafnlausum reynslusögum. Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. Konurnar eru annað hvort af fyrstu eða annarri kynslóð innflytjenda. 97 þeirra skrifuðu undir yfirlýsingu sem birtist fyrst á Kjarnanum í morgun en meðfram yfirlýsingunni var áskorun til samfélagsins. Í yfirlýsingunni segir að frásagnir kvenna af erlendum uppruna séu ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. Þær segja að innan heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og dómskerfisins þurfi íslensk stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, að tryggja að konur af erlendum uppruna eigi greiða leið að úrræðum til að vernda viðkvæma stöðu sína. Í frásögnum kvennanna má finna sársaukafulla reynslu af fordómum, áreitni, heimilisofbeldi, mansali, kúgun og grófu kynferðisofbeldi. Sögurnar hafa sumar verið þýddar og stafsetning og orðalag hefur verið lagfært í öðrum.Þurfti að borga með kynlífi fyrir gistingu„Fyrst vil ég þakka ykkur fyrir þessa síðu og loforðið um að við ætlum að segja sögur sem fær fólk til að taka eftir okkur og sjá að þetta er ekki okkur að kenna og ekki bara okkar vandamál. Samfélagið þarf að breytast,“ segir í einni sögunni. Konan heldur áfram og segir að kannski myndi fólkið sem kemur illa fram við þær fyrir að vera innflytjendur myndu prófa að lifa eins og þær og líða eins, myndi það kannski mýkjast gagnvart þeim og byrja að hugsa um fleiri en sig sjálf. „Ég ætla ekki að deila öllu en ég vil segja ykkur að mér var haldið í gíslingu eins og kynlífsþræl þegar ég kom fyrst hingað fyrir nokkrum árum síðan. Ég þurfti að borga með kynlífi fyrir húsið mitt, matinn og kannski loftið líka ég veit það ekki. Í dag er ég frjáls og á mína eigin peninga.“Fékk tvöföld laun eftir nauðgunarhótun frá yfirmanninum„Þegar ég byrjaði á nýjum vinnustað sögðu stelpur sem voru þar á undan mér að passa mig á einum yfirmanni. Hann var dóni og með „hendur“ sem fara þangað sem þær vilja. En stelpurnar sögðu mér að ég mætti ekki svara með látum því að hann gæti verið vondur,“ segir í sögu frá einni kvennanna. Hún segir að stundum hafi stelpur verið reknar fyrir að kvarta undan manninum. „Ein sagði mér að best væri að daðra og hlæja og þá yrði þetta í lagi. Hann var mjög hræðilegur, ég hata þennan mann. Hann er ekki aðeins með dónalegan kjaft heldur er hann líka með dónalegar hendur sem vilja gera meira en snerta og klípa.“ Konan ákvað að tilkynna til manneskju sem væri yfir þessum yfirmanni og sagði frá öllu. „Veistu hvað hann sagði við mig. „Ætlar þú að vera með stæla hér, þú ert bara búin að vinna hér í þrjá mánuði. Ef þú vilt halda vinnunni er best að þú lærir að leysa úr þessu sjálf. Þið trúið ekki hvað gerðist næst. Yfirmaðurinn minn kemur til mín nokkrum dögum seinna og tekur mig eina inn í herbergi. Hann öskraði á mig og hótaði að nauðga mér áður en ég væri rekin ef ég myndi klaga hann aftur. Ég fór heim og fór aldrei aftur þangað, ég náði ekki einu sinni í dót. Ég fékk tvöföld laun í næstu útborgun. Ég veit ekki hvort hann geri það sama við íslenskar stelpur, það eru ekki svo margar íslenskar sem starfa þar.“Í forræðisdeilu við ofbeldisfullan íslenskan eiginmannEin af nafnlausu sögunum er frá konu í miðri forræðisdeilu. Hún dvelur í kvennaatkvarfinu og er að missa alla trú á kerfinu hér á landi. „Núna er þetta í vinnslu, en við höfum þurft að bíða svo lengi í kvennaathvarfinu og það gæti tekið nokkrar vikur í viðbót að komast heim. Ég hef heyrt að íslenska kerfið dæmi Íslendingum í hag og að ofbeldismenn fái forræði ef það er erlend kona á móti honum.“ Konan segist ætla að berjast en eftir að koma fyrir dómara vegna málsins er hún að bugast. „Hversu mikið getur einhver logið? Það virðist sem hann hafi enginn takmörk. Ég vona að dómarinn sjái hvað er satt, og það sem er meira mikilvægt, dæmi út frá því sem er best fyrir hag barnsins. Þó að faðir hans reyni sitt besta til að sannfæra alla um að barnið þurfi að vera nálægt báðum foreldrum sínum. Sem er ekki best í öllum málum, eins og okkar. Já og hann segir stöðugt að ég sé í kvennaathvarfi án þess að hafa ástæðu til, já einmitt herra ofbeldismaður.“Myndi fólk hjálpa mér ef ég læri íslensku?„Haldið þið að fólki sé ekki alveg sama um okkur? Haldið þið að Íslendingar séu ánægð með að halda okkur á botninum og hjálpa okkur ekki þegar við erum varnarlaus? Ef nágranninn minn hefði bara einu sinni hringt á lögregluna þegar eiginmaður minn beitti mig ofbeldi fyrir framan börnin mín,“ segir ein kvennanna í sinni sögu. Þar lýsir hún samskiptum sínum við nágrannakonu. „Hún gat talað við mig á ensku ef hún þurfti eitthvað frá mér en gat ekki talað við mig þegar hún sá marið andlit mitt.“ Það kemur fram í sögunni að ofbeldisfulli eiginmaðurinn sé nú farinn. Konan veltir fyrir sér hvort hún hefði frekar fengið aðstoð og stuðning ef hún talaði íslensku. „Í vinnunni finnst mér eins og enginn vilji að ég læri góða íslensku. Ég reyni en þetta er svo erfitt tungumál. Þetta er mikilvægt því oft í vinnunni veit ég ekkert um hluti og það heldur mér á botninum. Ef ég læri íslensku, mun þá fleirum líka vel við mig og hjálpa mér?“Mátti ekki sækja veikt barn í leikskólann „Litla stelpan mín var veik og ég þurfi að sækja hana á leikskólann. Ég spurði yfirmann minn hvort ég mætti fara, hann sagði nei kláraði vinnuna þína hér fyrst.“ Konan segir að hún hafi átt mikið eftir en byrjaði strax að reyna að klára sín verkefni. „Eftir klukkutíma hringdi leikskólinn aftur. Ég segi yfirmanninum að ég verði að fara til barnsins því hún væri veik. Hann sagði: „Allt í lagi þú mátt fara en fyrst þarftu að totta mig. Hann hló ekki, horfði aðeins á mig og ég var hrædd. Ég er gift kona.“Í einni af frásögnunum lýsir kona því hvernig maður nauðgaði henni á gólfinu sem hún vann við að skúra.Vísir/GettyLangaði að vita hvernig lituð kona bragðastEin konan segir frá því að hún hafi unnið við að þrífa heima hjá auðugri fjölskyldu í Reykjavík og hafi fengið borgað svart. Stundum hafi heimilisfaðirinn veri heima þegar hún væri að vinna. „Hann daðraði og grínaðist á lélegri ensku um kynferðislega hluti sem mér fannst óþægilegt. Ég fann alltaf að hann væri að horfa á mig þegar ég þreif. Ég kunni ekki við það en sagði aldrei neitt. Hann gerði í raun ekki neitt rangt, ég hugsaði að allir menn væru svona.“ Einn daginn hafi maðurinn verið heima þegar hún hafi verið að þrífa svefnherbergið í húsinu og hann hafi staðið í dyragættinni svo hún þurfti að troða sér framhjá honum. „Ég gleymdi tusku í herberginu og þurfti að sækja hana. Hann elti mig inn og þrýsti mér upp að veggnum. Hann hélt í úlnliðina á mér og þefaði af höfðinu á mér og hálsi og sleikti mig síðan frá kinn og niður á milli brjóstanna á mér. Hann sagði „Mig hefur alltaf langað að vita hvernig lituð kona bragðast.“ Tveimur dögum seinna fékk ég símtal frá eiginkonunni og hún var mög reið. Hún sakaði mig um að stela úr eldhúsinu hennar og sagði að ég væri rekin, ætti aldrei að koma aftur eða hafa samband aftur.“Mun aldrei aftur njóta kynlífs„Ég skammast mín fyrir að segja að þegar ég flutti hingað þurfti ég að „borga“ fargjaldið með því að stunda kynlíf með manninum sem kom mér hingað,“ segir önnur. „Hann barði mig ekki en hann elskaði mig ekki heldur. [...] Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig það var að koma hingað og búa með svona manni. Það var ekki bara hann heldur stundum tveir vinir hans líka. Ég þurfti að gera þetta í þrjú ár, þá fann hann annan innflytjanda sem var yngri en ég. Ég átti ekkert og var í láglaunastarfi. Hann fann stað fyrir mig að búa á og borgaði leiguna mína um tíma. Ég hata menn núna og mun aldrei njóta kynlífs. Ég vil aldrei fæða barn inn í heim þar sem svona hlutir gerast. Ég vona að ég geti lært að elska sjálfa mig.“Fékk enga hjálp lögreglu þegar hún tilkynnti ofbeldiEin kona segir sögu vinkonu hennar sem flutti hingað með dóttur sinni. „Hún bjó með manni sem misnotaði 11 ára dóttur hana kynferðislega og beitti hana ofbeldi bæði andlegu og líkamlegu. Hún tilkynnti það til lögreglu en þau gerðu ekki neitt og buðu henni ekki einu sinni upp á túlkaþjónustu eða töluðu við dóttur hennar. Maðurinn hennar beitti hana mjög grófu ofbeldi, nauðgaði hana og hótaði að drepa bæði hana og dóttur hennar ef hún tilkynnti hann aftur. Eftir eitt ár var maðurinn ákærður fyrir annan glæp og fór inn á Litla Hraun. Vinkona mín flúði út á land með dóttur sinni. Hún er nú gift góðum manni en lifir enn í ótta um að „vondur karl“ muni einhvern tíman finna þær.“Fyrirgaf honum ekki einu sinni þegar hann dóEnn önnur kona segir frá því að þegar hún fluttist hingað fyrir mörgum árum hafi ekki margar konur af erlendum uppruna verð hér á landi. Hún hafi gifst eldri íslenskum manni sem hún trúði að væri góður maður, en drykkfelldur. „Ég talaði ekkert íslensku og við bjuggum úti á landi. Hann var alltaf að minna mig á hversu mikið það kostaði hann að fá mig hingað og giftast mér og að ég væri hreinlega aukinn kostnaður fyrir honum. Hann leyfði mér ekki einu sinni að vinna eð að sækja íslenskukennslu svo ég gæti farið að vinna. það var ömurlegt. Einu sinni lét hann mig, já það er rétt, hótaði mér og píndi mig til að sofa hjá bróður hans því þeir voru að djúsa saman heima hjá okkur og bróðir hans vildi bara prófa mig. Mágkona mín vissi af þessu og sagði ekkert við mig, ekki einu sinni fyrirgefðu. Sjúkt. Eftir það treysti ég engum nema mér sjálfri. Ég lærði íslensku, ég fór að vinna, ég alaði upp börnin okkar og ég reif kjaft við manninn minn þegar ég vildi. Ég fyrirgaf honum aldrei, ekki einu sinni í dag þó hann sé dáinn.“Nauðgað á gólfinu sem hún skúraðiEin konan segir sögu af því þegar hún vann við ræstingar hjá fyrirtæki og var ein á kvöldin. Eitt kvöld hafi komið maður sem var að vinna þar og var með lykil. Hún hafi aldrei séð hann áður, enda væri hún bara á staðnum á kvöldið og hitti sjaldan annað starfsfólk. Hún segir að maðurinn hafi viljað tala mikið við hana og að hann hafi verið skemmtilegur. „Hann kom aftur og aftur mörg kvöld, kannski hitti ég þennan maður tíu sinnum. Eitt kvöld kom hann og mér finnst svo erfitt að segja þetta hann RAPED (nauðga er ekki nóg að segja fyrir mér) mér. Þarna á gólfinu sem ég skúra kvöld eftir kvöld. Hann sagði að ég vildi þetta hann fann það þegar ég talaði við hann. Hann sagði að ég mætti ekki segja frá og mætti ekki hugsa að hann væri að meiða mig, hann vildi bara prófa útlenska konu eins og mig og að ég væri falleg og góð. Ég for aldrei aftur að vinna. Ég bað vinkonu mína að þrífa fyrir mig næstu daga. Þegar hún for í geymsluna þar sem ég geymdi skúringa dót var þar umslag með nafnið mitt á. Hún kom með það til mín. Inni í umslaginu voru 100.000 kr.“Hlógu allir þegar hún fórEin kona vann á leikskóla og hafði keypt stól fyrir skólann. Hún hafi verið á leið í vinnu með stólinn meðferðis og mætti mönnum á vegum Reykjavíkurborgar sem voru að fara. Þau hafi átt stutt samtal um hlið sem hafi þurft að laga og þá verið spurð um stólinn Hún hafi sagt að þetta væri stóll fyrir samstarfsmenn, það þyrfti stundum að endurnýja hluti. „Já það þarf að hafa eitthvað undir rassinn á þessu liði. en ég held að það sé enginn með eins fínan rass og þennan útlenska rass sem þú ert með,“ var svarið sem hún fékk. „Hann hló og hinir tveir líka á meðan ég labbaði í burtu með æluna upp í kok.“Fékk bara borgað ef hún kyssti yfirmanninnEin kona segir frá því að hún sé þolandi nauðgunar og hafi þurft að þola kynferðislega áreitni á vinnustað. „Einn yfirmaður sagði mér í hverjum mánuði að hann myndi borga mér launin mín að hluta ef ég kyssti hann en ef ég sæti í kjöltunni hans á meðan myndi hann borga mér launin til fulls. Annar sagði mér að „hvert fyrirtæki þarf heimska ljósku til að skella skuldinni á þegar hlutirnir fara úrskeiðis og þú ert ljóskan okkar.“ Ég var mun meira menntuð en hann. Listinn er endalaus með sögum af mútum, þar sem fólk nýtti sér að ég er einstæð móðir og þarf að fæða fjölskyldu mína,“ segir hún.Enginn hringdi á lögreglunaEnn önnur konan segist hafa verið í ofbeldisfullu sambandi. Eiginmaður hennar hafi barið hana og fengið sínum vilja framgengt gagnvart henni. „Ég hætti að hugsa um það sem nauðgun því ég sagði ekki og gat ekki sagt nei. Þetta var „tilgangur“ minn í lífinu. Í lífi hans.“ Hún segir að þegar þau hafi búið í heimalandi hennar hafi bræður hennar og faðir stigið inn og sagt eiginmanninum að halda sig á mottunni. Hún hafi fengið góða menntun en þegar þau hafi flutt hingað til lands hafi hún verið ein og vinalaus. „Ekki einu sinni nágrannarnir hjálpuðu mér þegar þeir heyrðu öskur eða læti á heimilinu. Einu sinni var ég stoppuð af konunni á neðri hæðinni og hún sagði: „Þú býrð eins og skepna að leyfa honum að koma svona fram við þig, hafðu smá sjálfsvirðingu og farðu frá honum eða farið bæði úr landi til heimalands þíns. Við viljum þetta ekki hérna!“ Börnin mín voru með mér þegar hún sagði þetta. Ég velti því enn fyrir mér hvers vegna hún hringdi á lögregluna eða hjálpaði mér á einhvern hátt.“Sögurnar má allar lesa HÉR.
MeToo Tengdar fréttir Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13