Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 12:50 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19