Minnka sykur í kóki til að bregðast við offituvandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per. Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Dregið verður úr sykurnotkun í vörulínum Coca-Cola á Íslandi um tíu prósent fram til ársins 2020. Yfirmaður samfélagsábyrgðar segir fyrirtækið viðurkenna sinn þátt í offituvandanum og vilja axla ábyrgð. Janúarráðstefna Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, var haldin í dag undir yfirskriftinni „Ábyrgð er arðsöm". Þar kynnti yfirmaður samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola áform fyrirtækisins um að draga úr sykurnotkun í vörum sínum hér á landi. Hann segir Coca-cola þurfa að axla sína ábyrgð á offituvandanum. „Við erum hluti vandans en það eru margar leiðir til að nálgast sykur og fleiri þættir valda offitu. En við þurfum að vera hluti lausnarinnar og þess vegna erum við að skuldbinda okkur með þessum hætti," segir Per Hynne, yfirmaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá Coca-Cola European Partners. Markmiðið er að draga úr heildarsykurnotkun Coca-Cola á Íslandi um 10% fyrir árið 2020 en sykurnotkunin hefur þegar dregist saman um 15% frá árinu 2010. Hinar klassísku vörur Coca-Cola verða áfram eins en til þess að ná markmiðinu verður lögð áhersla á hollari valkosti. „Við munum passa upp á upphaflegu vörurnar til þess að fólk geti ennþá keypt þær. En auk þess að breyta uppskriftum til þess að draga úr sykurmagni ætlum við að fjárfesta meira í kynningu á vörum sem eru sykurlausar og gefa þeim meira vægi," segir Per. Þetta þýðir einnig að nýjar og hollari vörur verða kynntar á næstu misserum. „Förum úr því að einblína bara á gos og yfir í nýjar vörur, það gætu verið mjólkurvörur eða úr plöntum. Það eru að minnsta kosti nýjar vörur á leiðinni," segir Per.
Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira