„Gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson. MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson.
MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00
Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06