Segir eftirspurn eftir umdeildum músarmottum Birgir Olgeirsson skrifar 26. janúar 2018 14:11 Músarmottur bílabúðarinnar H. Jónsson & Co. hafa verið harðlega gagnrýndar en forsvarsmaður búðarinnar segir ekkert athugavert við þær. Vísir/Facebook/ja.is „Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“ MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
„Það er allt brjálað út af litlum sætum stelpum á einhverjum músarmottum,“ segir Sveinbjörn Guðjohnsen hjá bílabúðinni H. Jónsson & Co. sem hefur boðið viðskiptavinum sínum upp á músarmottur sem búið er að prenta myndir á af þremur hálfnöktum konum.Hluti af þeim kvörtunum sem hafa borist á Facebook-síðu bílabúðarinnar.Vísir/FacebookMúsarmotturnar hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og eru til að mynda gagnrýndar harðlega í hóp á Facebook sem kallast Femínistaspjallið. Kvörtunum hefur einnig rignt inn á Facebook-síðu bílabúðarinnar þar sem hátt í fjörutíu kvartanir hafa borist og hafa margir gefið bílabúðinni aðeins eina stjörnu í einkunn vegna málsins. „Við gerðum bara eina tegund af mottu í einhverju bríaríi,“ segir Sveinbjörn í samtali við Vísi um málið. Hann segir bílabúðina hafa látið prenta á fjórða hundrað eintaka af þessari músarmottu sem viðskiptavinir geta tekið með sér að kostnaðarlausu.Segir motturnar vinsælar „Fyrir mörgum árum vorum við með dagatöl en við hættum um þau. Svo hafa kúnnarnir bara verið að biðja um þetta og við létum undan og settum þetta í loftið,“ segir Sveinbjörn og segir langt gengið á upplagið. „Þetta er ekkert sem við erum að reyna að selja eða að reyna að koma út. Þetta hefur verið mjög vinsælt á meðal viðskiptavina okkar,“ bætir hann við og segir fyrirtækið hafa fengið mikla auglýsinga út á þessar mottur, sérstaklega í ljósi umræðunnar sem hefur skapast um þær í dag. „Þetta eru mest einhverjar konur sem hafa verið að kvarta yfir þessu. Svo horfa þær á sjónvarpið í kvöld og þar er ennþá nekt,“ segir Sveinbjörn sem segir karlmenn hafa streymt í fyrirtækið í dag til að verða sér úti um músarmottuna.Segist ekki vera að særa konur Hann segir þetta vera smekklegar mynd og alls ekki klámfengin. „Þetta eru bara fallegar skapaðar konur. Þetta er bara listaverk og ekki verið að særa konur með þessu. Svo ferðu í sundlaugina og þar eru konur berar að ofan. Er það eitthvað annað?,“ spyr Sveinbjörn.Segir þetta ekki tengjast #metoo Fjallað var um að útgerðarfélagið Síldarvinnslan hefði tilkynnt á starfsmannafundi rétt fyrir áramót að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum og í skipum fyrirtækisins. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði við Stundina að slík dagatöl væru eitthvað sem ætti að tilheyra fortíðinni. Þetta gerðist í miðri #Metoo-byltingunni en Sveinbjörn hjá H. Jónsson & Co. segir músarmotturnar hafa verið framleiddar fyrir þá umræðu. Spurður hvort hann hafi eitthvað íhugað afstöðuna gagnvart þessum músarmottum í ljósi þess að fyrirtæki hafi ákveðið að banna slíkt efni á sínum vinnustöðum og í ljósi umræðunnar um #metoo segir hann svo ekki vera. „Þetta kemur því máli ekkert við. Þetta eru bara konur og eiga menn þá að taka niður öll listaverk af berum konum. Þetta er niður á Laugaveginum, myndir af berum konum, og meira segja myndir af nöktum afskræmdum konum, sem er ekki fallegt. Þetta er ekkert skammarlegt við þetta.“
MeToo Tengdar fréttir Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nektardagatöl starfsmanna Síldarvinnslunnar tekin niður Gunnþór Ingvason tilkynnti á starfsmannafundi á föstudaginn að dagatöl prýdd fáklæddum eða nöktum konum mættu ekki fara upp á vegg á vinnustaðnum. 2. janúar 2018 13:27
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent