Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brúa þarf þriggja ára bil milli örorkuafsláttar og eldri borgara afsláttar hjá Strætó með fiffi. vísir/anton brink „Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira