Dani best eftir stórbrotinn leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 16:00 Halldór Garðar og Danielle voru best í vikunni vísir/skjáskot Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira