Dani best eftir stórbrotinn leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 16:00 Halldór Garðar og Danielle voru best í vikunni vísir/skjáskot Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira
Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sjá meira