Segir forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:00 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ hafa ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni stéttarfélagsins. Ragnar segist ekki muna eftir viðlíka afskiptum forseta ASÍ af innri málefnum VR síðan hann settist fyrst í stjórn félagsins fyrir níu árum síðan. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Ragnars Þórs þar sem hann svarar gagnrýni Gylfa sem hann setti fram í Morgunblaðinu í dag varðandi stuðningsyfirlýsingu Ragnars við Sólveigu Önnu Jónsdóttur vegna framboðs hennar til formanns Eflingar. Sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið að það væri fordæmalaust að formaður VR hefði afskipti af kjöri í öðru félagi með svo beinum hætti. Ragnar Þór segir í færslu sinni á Facebook að það hafi farið um hann kjánahrollur við að lesa orð Gylfa. „Það fer um mig kjánahrollur að lesa yfirlýsingu forseta ASÍ. Ég hef margoft horft upp á bein afskipti ASÍ af málefnum annara stéttarfélaga. Ákveðnir aðilar hafa gengið svo langt að vinna gegn öðrum formönnum séu þeir líklegir til að gera betur en gjaldþrota hugmyndafræði örfárra um hvað sé nægilega hóflegt hverju sinni. Gylfi hefur ítrekað reynt að hafa áhrif á innri málefni VR. Meðal annars með beinum tölvupóstsendingum á stjórn og trúnaðarráð félagsins. Hann á örfáa bandamenn innan stjórnar VR sem virðast halda honum vel upplýstum um gang mála. Þeir aðilar munu leggja sín störf í dóm félagsmanna í mars,“ segir Ragnar Þór og bætir við: „Í hvert skipti sem við ætlum að ræða mikilvæg mál innan okkar baklands byrja þessar tölvupóstsendingar hans. Meðal annars þegar við ætluðum að ræða og álykta um tilgreindu séreignina eða veru okkar innan LÍV og ASÍ. Ég man ekki eftir viðlíka afskiptum Forseta ASÍ af innri málum VR síðan ég tók sæti í stjórn félagsins fyrir 9 árum síðan. Líklega er það vegna þess að hann hefur ekki talið þörf á því hingað til þar sem valdastrúktúr hreyfingarinnar hefur ekki verið ógnað fyrr en nú. Þannig mætti kalla afskipti Gylfa fordæmalaus. Þetta er jú sami forseti og þykist eingöngu fara eftir vilja félagsmanna á meðan hann treður gjaldþrota hugmyndafræði sinni ofar vilja grasrótarinnar. En sú rós sem Gylfi ber í hnappagati svika við alþýðu þessa lands og mun aldrei gleymast er aðgerðarleysið og samstöðuleysið gagnvart fjármálakerfinu eftir hrun. Hans verður minnst sem varðhundur verðtryggingar og okurvaxta.“ Sjá má Facebook-færslu Ragnars í heild sinni hér fyrir neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49 Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Stefnir í hörð átök um Eflingu Nýtt framboð í undirbúningi gegn lista forystunnar. 25. janúar 2018 14:49
Frambjóðandi í Eflingu undrast að verkfallsvopni sé ekki beitt Sigurður Bessason, formaður Eflingar til átján ára, hættir í apríl. 29. janúar 2018 06:00