Fyrsti rafmagnsbíll Volvo á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2018 16:16 Volvo 40.2 Concept, en rafmagnsbíllinn á að taka litlum útlitsbreytingum frá honum. Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl. Umhverfismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent
Volvo er ekki að hangsa við hlutina þessa dagana og hefur kynnt hvern snilldarbílinn á fætur öðrum síðustu misserin og ætlar að bæta við sínum fyrsta hreinræktaða rafmagnsbíl strax á næsta ári. Hann verður á stærð við S40 og V40 bílana og háfættur, en með coupe-lagi. Bíllinn verður byggður á hugmyndabílnum 40.2 Concept og mun breytast mjög lítið í útliti. Það er hið breska Autocar bílatímarit sem þykist hafa fyrir þessu öruggar heimildir. Bíllinn á að hafa drægi uppá 500 kílómetra í sinni langdrægustu mynd en einnig verður boðið uppá útfærslur með minna drægi og með lægri verðmiða. Bíllinn á að henta mörgum, bæði hvað efni varðar og hve mikla kröfu kaupendur hafi um drægni hans. Öflugasta og langdrægasta gerðin verði einnig mjög vel búin lúxusbúnaði og það mun væntanlega endurspeglast í verðinu, en aðrar gerðir verði á mun viðráðanlegu verði. Volvo segist vera á fullu að þróa bílinn, hafi verið að vinna að honum síðustu 2-3 ár og muni sýna hann á næsta ári. Á næsta ári ætlar Volvo að bjóða allar sínar bílgerðir með rafmótorum til aðstoðar brunavél, sem og þennan nýja alrafdrifna bíl.
Umhverfismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent