„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi. Kjaramál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi.
Kjaramál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira