N-kóreskir íþróttamenn á vetrarólympíuleikana Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sendinefnd N-Kóreu heldur hér til fundar við S-Kóreumenn í gær í landamærabænum Panmun. vísir/epa Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Beint símasamband verður á ný milli Suður-Kóreu og Norður-Kóreu. Þetta hefur suðurkóreska fréttastofan Yonhap eftir heimildarmanni innan stjórnarinnar í Suður-Kóreu. Frá þessu var greint eftir að tilkynnt var að Norður-Kórea myndi senda íþróttamenn, hátt setta embættismenn og stuðningsmenn á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu núna í febrúar. Norður-Kórea lokaði símalínunni milli ríkjanna fyrir nær tveimur árum til að mótmæla því að þáverandi forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, dró land sitt út úr sameiginlegum iðnaðarframkvæmdum í Kaesong í Norður-Kóreu. Það var vegna tilrauna Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn. Fréttastofan Yonhap fullyrðir jafnframt að opnun símalínunnar, sem áður var notuð til að samræma flutninga um landamærin til iðnaðarsvæðisins Kaesong, kunni að þýða að Norður-Kórea búi sig undir að senda fulltrúa sína á vetrarólympíuleikana landleiðina. Fréttaskýrendur segja að samkomulagið um samvinnu í tengslum við Ólympíuleikana geti styrkt stjórnir beggja Kóreuríkjanna. Því fylgi hins vegar einnig áhætta á vettvangi stjórnmálanna. Með samkomulaginu takist Suður-Kóreu að draga úr spennunni sem ríkir milli ríkjanna en samtímis reyni Suður-Kórea væntanlega að fá nágranna sinn í norðri til að ræða útrýmingu kjarnavopna. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu segja það ekki koma á óvart að yfirvöld þar vilji taka þátt í vetrarólympíuleikunum. Búist hafi verið við því að málið yrði tekið upp rétt fyrir leikana þar sem leiðtogi landsins, Kim Jong-un sé mikill áhugamaður um íþróttir. Faðir Kim Jong-un er sagður hafa verið mikill kvikmyndaáhugamaður en sjálfur hefur hann lagt áherslu á að efla íþróttaáhuga landsmanna. Frá því að hann komst til valda 2011 hefur hann varið meira fé í íþróttir en flest annað. Meðal annars þess vegna geta tveir Norður-Kóreumenn tekið þátt í vetrarólympíuleikunum, það er í listhlaupi á skautum. Hlé á deilunum milli ríkjanna er jafnframt sagt koma sér vel fyrir Norður-Kóreu núna. Mikilvægt sé fyrir yfirvöld þar að finna leiðir til að mýkja viðhorf alþjóðasamfélagsins því að búast megi við að refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna komi til með að bitna hart á Norður-Kóreu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira