Alfa Romeo jók söluna um 62% Finnur Thorlacius skrifar 11. janúar 2018 10:24 Alfa Romeo Stelvio jeppinn er gullfallegur bíll. Nýliðið ár var hið ágætasta söluár hjá ítalska bílasmiðnum Alfa Romeo en sala fyrirtækisins jókst um 62% frá árinu 2016. Alls seldi Alfa Romeo 150.722 bíla og telst Alfa Romeo því ekki stór bílaframleiðandi og má muna fífil sinn fegurri. Árið áður seldi Alfa Romeo aðeins 93.117 bíla og markaði það ár enda á hrinu síminnkandi sölu bíla frá Alfa Romeo. Alfa Romeo tilheyrir Fiat Chrysler bílasamstæðunni og forstjóri hennar Sergio Marchionne sagði árið 2014 að Alf Romeo myndi selja 400.000 bíla árið 2018, en afar ólíklegt er að sú spá muni rætast. Í byrjun síðasta árs hafði Marchionne vonir um að Alfa Romeo myndi selja yfir 170.000 bíla, en það vantaði 20.000 bíla sölu uppá þær vonir. Sala Alfa Romeo er mjög svo bundin við Evrópu og salan í Kína er mjög lítil og fremur lítil í Bandaríkjunum líka, en 12.031 Alfa Romeo bíll seldust þar í fyrra. Flestir aðrir bílaframleiðendur reiða sig að stóru leiti á bílasölu á þessum tveimur stærstu bílamörkuðum heims, en þar á Alfa Romeo mikið verk að vinna. Þeir bílar Alfa Romeo sem áttu hvað mestan þátt í aukinni sölu á síðasta ári vori Stelvio jeppinn og Giulia fólksbíllinn. Þess má geta að umboð fyrir Alfa Romeo bíla á Íslandi er hjá Ísband í Mosfellsbæ, en þar á bæ seldust allmargir Stelvio jeppar í fyrra sem prýða nú göturnar hérlendis. Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent
Nýliðið ár var hið ágætasta söluár hjá ítalska bílasmiðnum Alfa Romeo en sala fyrirtækisins jókst um 62% frá árinu 2016. Alls seldi Alfa Romeo 150.722 bíla og telst Alfa Romeo því ekki stór bílaframleiðandi og má muna fífil sinn fegurri. Árið áður seldi Alfa Romeo aðeins 93.117 bíla og markaði það ár enda á hrinu síminnkandi sölu bíla frá Alfa Romeo. Alfa Romeo tilheyrir Fiat Chrysler bílasamstæðunni og forstjóri hennar Sergio Marchionne sagði árið 2014 að Alf Romeo myndi selja 400.000 bíla árið 2018, en afar ólíklegt er að sú spá muni rætast. Í byrjun síðasta árs hafði Marchionne vonir um að Alfa Romeo myndi selja yfir 170.000 bíla, en það vantaði 20.000 bíla sölu uppá þær vonir. Sala Alfa Romeo er mjög svo bundin við Evrópu og salan í Kína er mjög lítil og fremur lítil í Bandaríkjunum líka, en 12.031 Alfa Romeo bíll seldust þar í fyrra. Flestir aðrir bílaframleiðendur reiða sig að stóru leiti á bílasölu á þessum tveimur stærstu bílamörkuðum heims, en þar á Alfa Romeo mikið verk að vinna. Þeir bílar Alfa Romeo sem áttu hvað mestan þátt í aukinni sölu á síðasta ári vori Stelvio jeppinn og Giulia fólksbíllinn. Þess má geta að umboð fyrir Alfa Romeo bíla á Íslandi er hjá Ísband í Mosfellsbæ, en þar á bæ seldust allmargir Stelvio jeppar í fyrra sem prýða nú göturnar hérlendis.
Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent