Brooklyn Beckham á ekki langt að sækja tískuáhugann, en hann er, eins og kunnugt er, sonur Beckham hjónanna. Victoria Beckham er fatahönnuður, og David Beckham hefur verið andlit margra tískufyrirtækja og er að prófa sig áfram með sín eigin merki.
Brooklyn virðist alltaf sækja í gallabuxur, gallajakka og hatta, en hann lítur ótrúlega vel út í frökkum líka. Fatastíllinn hans er einfaldur og hann er ekkert að flækja málin, og skellir sér yfirleitt í hvítan stuttermabol eða einfalda skyrtu yfir.
Glamour