Skilja ekki hvers vegna Elliði er til í prófkjör en greiðir atkvæði gegn því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2018 21:30 Klofningur er meðal Sjálfstæðismanna í Eyjum. Margir telja tíma kominn á prófkjör en harðasti kjarninn felldi tillöguna með naumindum í gærkvöld. Vísir Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. Prófkjör hefði þýtt að allir kosningabærir Sjálfstæðismenn í Eyjum hefðu getað greitt atkvæði, á annað þúsund manns. Niðurstaðan er sú að aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum, undir sjötíu manns, kjósa á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun“. Á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af þvíí flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum. Stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum setja spurningamerki við það hvers vegna Elliði tali eins og honum lítist vel á prófkjör á sama tíma og hann er stuðningsmaður uppstillingar og greiðir atkvæði gegn prófkjöri.Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi.Óvænt fundarboð Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi og Sjálfstæðismaður í Eyjum sem telur löngu kominn tíma á prófkjör, gerði athugasemd við fundarboðið. Stjórn fulltrúaráðsins sendi frá sér skýringu þann 5. janúar um ástæðu fundarboðsins. Elís las upp úr þeirri tilkynningu í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í morgun. „Að gefnu tilefni vill stjórn fulltrúaráðsins í Vestmannaeyjum koma eftirfarandi á framfæri: Þegar búið var að fella tillögu um uppstillingu á fundi fulltrúaráðinss 27. desember síðastliðinn tilkynnti fundarstjóri þann skilning sinn að þar með lægi fyrir ákvörðun um prófkjör. Fundarmenn brugðust við niðurstöðunni með lófaklappi og enginn hreyfði við andmælum. Athugasemdir hafa borist stjórn að þurft hefði að bera formlega fram sérstaka tillögu um prófkjör eins og kveðið er á um í reglum flokksins. Þar sem nú hefur tekist einróma samstaða í stjórn fulltrúaráðsins um að leggja til að farið verði í prófkjör þykir rétt að taka af allan vafa og boða til nýs fundar um þá tillögu.“ Fundurinn fór fram í gærkvöldi og var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Eyjamaður, var einn fundargesta.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti von á að prófkjör yrði niðurstaðan eftir að tillaga um uppstillingu var felld.vísir/vilhelmNiðurstaðan kom mjög á óvart „Það er ekkert launungamál að ég sjálfur studdi þetta prófkjör eindregið, að það yrði haldið. Ég tel að þetta sé afar óheppileg niðurstaða fyrir flokkinn í Vestmannaeyjum,“ segir Páll. Hann segist hafa talið í einfeldni sinni að tillagan um prófkjör yrði samþykkt. Í ljósi þess að samstaða var í stjórn fulltrúaráðins um tillögu um prófkjör, einnig meðal þeirra sem studdu tillögu um uppstillingu í desember. „Niðurstaðan kom mér á óvart því ég taldi að með samstöðunni sem hefði myndast ætti prófkjör greiða leið í gegnum fundinn.“ Aðspurður hvort einhverjir fundargestir hafi látið sig vanta því þeir hafi talið að aðeins þyrfti að staðfesta formlega prófkjör, sem í raun lá fyrir, segir Páll: „Ég gæti best trúað því að ýmsir sem mættu ekki hafi litið svo á að fundurinn væri bara haldinn til þess að ganga formlega frá fyrri niðurstöðu. Það gæti hafa haft áhrif á fundarsókn.“Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV, hafði hugsað sér að fara fram í prófkjöri.VísirSkulda fólkinu prófkjör Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV sem hefur talað mjög fyrir prófkjöri, var ein þeirra sem átti ekki heimangengt á fundinn í gærkvöldi. Hún segir löngu kominn tíma á prófkjör. Talaði hún fyrir prófkjöri á fundinum á milli jóla og nýárs, á sama tíma og Elliði Vignisson bæjarstjóri var fylgjandi uppstillingu. „Ég treysti Sjálfstæðisfólki fullkomlega til að velja þennan lista,“ segir Íris og vísar til þess að nú verði aðeins þröngur hópur flokksins, sem er fulltrúaráð flokksins í Vestmannaeyjum, sem kjósi á milli frambjóðenda. „Við skuldum fólkinu okkur það.“Skilur ekkert í Elliða Elliði bæjarstjóri hefur sagst tilbúinn í prófkjör og ítrekaði þá skoðun sína í samtali við Vísi í gærkvöldi, eftir að tillagan var felld. „Já, ég var í þeirri stöðu að vera búinn að segja vel fyrir jól að ég myndi gefa kost á mér til að leiða listann, sama hvaða leið er valinn,“ segir Elliði. Hann segir það ekki hafa skipt neinu máli fyrir sig hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Fyrir liggur að hann studdi tillöguna í desember um uppstillingu og greiddi atkvæði gegn prófkjöri á fundinum í gærkvöldi. „Já. Það var leynileg atkvæðagreiðsla en ég hefði ekkert haft á móti prófkjöri og hefði glaður farið í það,“ segir Elliði. Íris veltir því fyrir sér hvers vegna Elliði greiði atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann segist vilja fara í prófkjör. Það hefði verið lýðræðislegasta leiðin að hennar mati og hún hefði boðið fram krafta sína fyrir flokkinn „Ég hafði fengið mjög mikla hvatningu og var mjög spennt fyrir því að taka þátt í þessu. Það er mjög spennandi að finna púlsinn í bæjarmálum,“ segir Íris og telur að fleiri hefðu viljað bjóða fram krafta sína í prófkjöri. Prófkjöri þar sem á annað þúsund manns hefðu kost á að kjósa en ekki innan við sjötíu úr kjarnanum.Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa.Vísir/PjeturEiga von á klofningsframboði Elís Jónsson sagði í Harmageddon í morgun að tillaga stjórnar fulltrúaráðsins hefði verið skrýtin að því leyti hve mikil tímapressa var sett á prófkjörið og krafa um fjölda fólks á lista. Prófkjörið ætti að fara fram fyrir janúarlok. Hann lagði fram breytingartillögu þess efnis að prófkjörið færi fram í lok febrúar en ekki janúar og lágmark tíu tækju þátt en ekki fjórtán. Kosið var um tillöguna og féll hún á 20 atkvæðum gegn 27.Viðtalið við Elís úr Harmageddon má heyra hér að neðan.Elís segir að hefði verið raunverulegur hugur hjá Elliða og hans fólki fyrir því að fara í prófkjör hefðu þeir einfaldlega kosið með tillögunni. Það væri ekkert óeðlilegt að bæjarstjóri endurnýjaði umboð sitt og gæfi fólki færi á að kjósa. Í staðinn kjósi kjarni Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, sem í grunninn er hópur tengdur þeim sem farið hafa með völd í lengri tíma, á milli frambjóðenda. „Þetta er mjög slæm leið. Eins og fulltrúaráðið er samsett hjá okkur í Eyjum er þetta þröngur hópur tengdur bæjarstjóranum sem myndar kjarna. Þetta er í raun og veru verra en uppstilling.“ Hann reiknar sjálfur ekki með því að taka þátt í röðuninni en á frekar von á því að einhverjir sjálfstæðismenn bjóði fram sérstaklega í einhvers konar klofningsframboði. Íris hefur heyrt af þessu og fjölmargir komið að máli við hana. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því,“ segir Elís. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Elliði vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi svietarstjórnarkosninum. 15. desember 2017 17:35 Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Litlu mátti muna að í fyrsta skipti í 28 ár yrði haldið prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum í aðdraganda sveitastjórnakosninga. Prófkjör hefði þýtt að allir kosningabærir Sjálfstæðismenn í Eyjum hefðu getað greitt atkvæði, á annað þúsund manns. Niðurstaðan er sú að aðal- og varamenn í fulltrúaráðinu í Eyjum, undir sjötíu manns, kjósa á milli frambjóðenda í svokallaðri „röðun“. Á milli jóla og nýárs var tillaga um uppstillingu felld á fundi fulltrúaráðsins í Eyjum. Meginregla Sjálfstæðisflokksins er sú að prófkjör skuldi haldin. Til að víkja frá þeirri reglu þarf aukinn meirihluta, 2/3 atkvæða, til að gera breytingu á fyrirkomulaginu. Meirihluti var með tillögunni en ekki sá aukni meirihluti sem til þurfti. Fundarstjóri tilkynnti niðurstöðuna í pontu og hafði á orði að framundan væri prófkjör, nýlunda hjá flokknum í Vestmannaeyjum þótt um meginreglu flokksins sé að ræða. Var það í takt við niðurstöðu skoðanakannanar MMR fyrir Eyjar.net í desember þar sem í ljós kom að 47% Eyjamanna væru fylgjandi prófkjöri en 16% vildu uppröðun. Niðurstöðunni var tekið með lófataki á fundinum og fluttar voru fréttir af þvíí flestum íslenskum miðlum að prófkjör yrði í Eyjum í fyrsta skipti í 28 ár. Virðist það hafa verið skilingur flestra, meðal annars bæjarstjórans. Um leið þótti sögulegt að tillaga Elliða, sem verið hefur bæjarstjóri frá 2006, næði ekki fram að ganga en slíkt er svo til óþekkt í pólitíkinni í Eyjum. Stuðningsmenn prófkjörs í Eyjum setja spurningamerki við það hvers vegna Elliði tali eins og honum lítist vel á prófkjör á sama tíma og hann er stuðningsmaður uppstillingar og greiðir atkvæði gegn prófkjöri.Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi.Óvænt fundarboð Þann 3. janúar boðaði fulltrúaráð til annars fundar. Þar kom fram að á dagskrá væri tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi og Sjálfstæðismaður í Eyjum sem telur löngu kominn tíma á prófkjör, gerði athugasemd við fundarboðið. Stjórn fulltrúaráðsins sendi frá sér skýringu þann 5. janúar um ástæðu fundarboðsins. Elís las upp úr þeirri tilkynningu í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í morgun. „Að gefnu tilefni vill stjórn fulltrúaráðsins í Vestmannaeyjum koma eftirfarandi á framfæri: Þegar búið var að fella tillögu um uppstillingu á fundi fulltrúaráðinss 27. desember síðastliðinn tilkynnti fundarstjóri þann skilning sinn að þar með lægi fyrir ákvörðun um prófkjör. Fundarmenn brugðust við niðurstöðunni með lófaklappi og enginn hreyfði við andmælum. Athugasemdir hafa borist stjórn að þurft hefði að bera formlega fram sérstaka tillögu um prófkjör eins og kveðið er á um í reglum flokksins. Þar sem nú hefur tekist einróma samstaða í stjórn fulltrúaráðsins um að leggja til að farið verði í prófkjör þykir rétt að taka af allan vafa og boða til nýs fundar um þá tillögu.“ Fundurinn fór fram í gærkvöldi og var borin fram tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um prófkjör. Mjótt var á munum en var tillagan felld með 28 atkvæðum gegn 26. Eitt atkvæði var ógilt og annar seðill auður. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Eyjamaður, var einn fundargesta.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti von á að prófkjör yrði niðurstaðan eftir að tillaga um uppstillingu var felld.vísir/vilhelmNiðurstaðan kom mjög á óvart „Það er ekkert launungamál að ég sjálfur studdi þetta prófkjör eindregið, að það yrði haldið. Ég tel að þetta sé afar óheppileg niðurstaða fyrir flokkinn í Vestmannaeyjum,“ segir Páll. Hann segist hafa talið í einfeldni sinni að tillagan um prófkjör yrði samþykkt. Í ljósi þess að samstaða var í stjórn fulltrúaráðins um tillögu um prófkjör, einnig meðal þeirra sem studdu tillögu um uppstillingu í desember. „Niðurstaðan kom mér á óvart því ég taldi að með samstöðunni sem hefði myndast ætti prófkjör greiða leið í gegnum fundinn.“ Aðspurður hvort einhverjir fundargestir hafi látið sig vanta því þeir hafi talið að aðeins þyrfti að staðfesta formlega prófkjör, sem í raun lá fyrir, segir Páll: „Ég gæti best trúað því að ýmsir sem mættu ekki hafi litið svo á að fundurinn væri bara haldinn til þess að ganga formlega frá fyrri niðurstöðu. Það gæti hafa haft áhrif á fundarsókn.“Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV, hafði hugsað sér að fara fram í prófkjöri.VísirSkulda fólkinu prófkjör Íris Róbertsdóttir, formaður ÍBV sem hefur talað mjög fyrir prófkjöri, var ein þeirra sem átti ekki heimangengt á fundinn í gærkvöldi. Hún segir löngu kominn tíma á prófkjör. Talaði hún fyrir prófkjöri á fundinum á milli jóla og nýárs, á sama tíma og Elliði Vignisson bæjarstjóri var fylgjandi uppstillingu. „Ég treysti Sjálfstæðisfólki fullkomlega til að velja þennan lista,“ segir Íris og vísar til þess að nú verði aðeins þröngur hópur flokksins, sem er fulltrúaráð flokksins í Vestmannaeyjum, sem kjósi á milli frambjóðenda. „Við skuldum fólkinu okkur það.“Skilur ekkert í Elliða Elliði bæjarstjóri hefur sagst tilbúinn í prófkjör og ítrekaði þá skoðun sína í samtali við Vísi í gærkvöldi, eftir að tillagan var felld. „Já, ég var í þeirri stöðu að vera búinn að segja vel fyrir jól að ég myndi gefa kost á mér til að leiða listann, sama hvaða leið er valinn,“ segir Elliði. Hann segir það ekki hafa skipt neinu máli fyrir sig hvaða leið yrði farin í þeim efnum. Fyrir liggur að hann studdi tillöguna í desember um uppstillingu og greiddi atkvæði gegn prófkjöri á fundinum í gærkvöldi. „Já. Það var leynileg atkvæðagreiðsla en ég hefði ekkert haft á móti prófkjöri og hefði glaður farið í það,“ segir Elliði. Íris veltir því fyrir sér hvers vegna Elliði greiði atkvæði gegn prófkjöri á sama tíma og hann segist vilja fara í prófkjör. Það hefði verið lýðræðislegasta leiðin að hennar mati og hún hefði boðið fram krafta sína fyrir flokkinn „Ég hafði fengið mjög mikla hvatningu og var mjög spennt fyrir því að taka þátt í þessu. Það er mjög spennandi að finna púlsinn í bæjarmálum,“ segir Íris og telur að fleiri hefðu viljað bjóða fram krafta sína í prófkjöri. Prófkjöri þar sem á annað þúsund manns hefðu kost á að kjósa en ekki innan við sjötíu úr kjarnanum.Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa.Vísir/PjeturEiga von á klofningsframboði Elís Jónsson sagði í Harmageddon í morgun að tillaga stjórnar fulltrúaráðsins hefði verið skrýtin að því leyti hve mikil tímapressa var sett á prófkjörið og krafa um fjölda fólks á lista. Prófkjörið ætti að fara fram fyrir janúarlok. Hann lagði fram breytingartillögu þess efnis að prófkjörið færi fram í lok febrúar en ekki janúar og lágmark tíu tækju þátt en ekki fjórtán. Kosið var um tillöguna og féll hún á 20 atkvæðum gegn 27.Viðtalið við Elís úr Harmageddon má heyra hér að neðan.Elís segir að hefði verið raunverulegur hugur hjá Elliða og hans fólki fyrir því að fara í prófkjör hefðu þeir einfaldlega kosið með tillögunni. Það væri ekkert óeðlilegt að bæjarstjóri endurnýjaði umboð sitt og gæfi fólki færi á að kjósa. Í staðinn kjósi kjarni Sjálfstæðisflokksins í Eyjum, sem í grunninn er hópur tengdur þeim sem farið hafa með völd í lengri tíma, á milli frambjóðenda. „Þetta er mjög slæm leið. Eins og fulltrúaráðið er samsett hjá okkur í Eyjum er þetta þröngur hópur tengdur bæjarstjóranum sem myndar kjarna. Þetta er í raun og veru verra en uppstilling.“ Hann reiknar sjálfur ekki með því að taka þátt í röðuninni en á frekar von á því að einhverjir sjálfstæðismenn bjóði fram sérstaklega í einhvers konar klofningsframboði. Íris hefur heyrt af þessu og fjölmargir komið að máli við hana. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því,“ segir Elís.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00 Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47 Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00 Elliði vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi svietarstjórnarkosninum. 15. desember 2017 17:35 Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld. 10. janúar 2018 23:00
Sjálfstæðisflokkurinn heldur prófkjör í Vestmannaeyjum í fyrsta skipti síðan 1990 Á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum sem var að klárast rétt í þessu var samþykkt að farin yrði svokölluð prófkjörsleið fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 27. desember 2017 23:47
Elliði tilbúinn í fyrsta prófkjör í Eyjum í 28 ár Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum felldi skömmu fyrir áramót tillögu um að stillt yrði upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 6. janúar 2018 07:00
Elliði vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, vill leiða lista Sjálfstæðismanna í komandi svietarstjórnarkosninum. 15. desember 2017 17:35
Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin. 11. janúar 2018 06:00