Xi Kínaforseti hefur áhuga á íslenskum jarðvarmaverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 11. janúar 2018 19:30 Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Forseti Kína er persónulega vel að sér um jarðhitaverkefni Íslendinga í landinu og sýnir þeim mikinn áhuga að sögn forseta Alþingis sem er í heimsókn í Kína. Þá vilji Kínverjar samstarf við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin í loftlags- og norðurslóðamálum og séu opnir fyrir þátttöku þessara ríkja við uppbyggingu innviða í Kína. Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, eða NB-átta hópurinn eins og hann er kallaður, eru á fjórða degi heimsóknar sinnar til Kína en heimsókninni lýkur á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis er mjög ánægður með fund hópsins með Xi Jinping forseta Kína í Höll alþýðunnar í gær. „Hann var mjög góður og stóð í klukkutíma og korter í staðinn fyrir fjörutíu mínútur. Af því hann svaraði ítarlega og fór yfir mál. Þetta var upplýsandi og góður fundur,“ segir Steingrímur. Mikið hafi verið rætt um loftlagsmál á fundinum og mögulegt samstarf Kína við Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin og önnur norðurslóðaríki. Einnig um þróun grænnar orku.Steingrímur og Xi.Skjáskot úr sjónvarpsfréttum ytra„Og ég auðvitað reyndi að koma að okkar framlagi á sviði jarðhita verkefnanna og samstarfs við Kína í þeim efnum. Það kom í ljós að hann þekkti til þeirra og sagðist persónulega áhugasamur um þau verkefni þar sem Ísland og Kína hefðu verið að vinna saman á sviði jarðhitanýtingar,“ sagði Steingrímur. Emmanuel Macron forseti Frakklands er einnig í heimsókn í Kína en þrátt fyrir það gaf kínverski forsetinn NB-átta hópnum lengri tíma en áætlað var. Xi hafi verið mjög vel inni í öllum þeim málum sem þingforsetarnir tóku upp á fundinum. „Það kom fram bæði hjá honum og áður á fundi með þingforsetanum, ráðherrum og fleirum að þeir vilja að við vitum að dyrnar standa opnar fyrir Norðurlöndin og þetta svæði til að taka þátt í þessu innviða uppbyggingarverkefni sem Kína hefur verið að hrinda af stað og bjóða upp á,“ segir forseti Alþingis. Verkefnið gengur undir nafninu Belti og vegur og er stundum kallað nýja silkileiðin segir Steingrímur. „Og felur aðallega í sér að bæta samgöngur og byggja upp inn viði til að auka samþættingu svæða. Í efnahagstilliti og svo framvegis. Það er greinilegt að Kína er tilbúið til að útvíkka það til að taka með einhverjum hætti, eða til að tengjast norðurslóðunum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira