Metár hjá BMW Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2018 14:29 BMW X3 er einn af söluhærri bílum þýska lúxusbílaframleiðandans. Aldrei hefur þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW selt fleiri bíla á ári en í fyrra er það seldi 2. 088.283 bíla og jók sölu sína um 4,2% á milli ára. Það gerir BMW af næst stærsta lúxusbílaframleiðanda heims á eftir Mercedes Benz sem seldi 2.289.344 bíla í fyrra og jók sölu sína um 9,9% frá 2016. Fyrir örfáum árum síðan seldi BMW fleiri bíla en Mercedes Benz en Benz virðist ætla að halda þessari krúnu sem stærsti lúxusbílaframleiðandinn eftir að hafa tapað honum til BMW í nokkur ár. Það voru X-bílar BMW, eða jeppar og jepplingar þess sem áttu mestan þátt í vexti sölu BMW, en sala þeirra jókst um 9,6%. Sala BMW X1 jókst mest, eða um 14,7% og seldust 201.968 bílar af þeirri gerð. BMW á einnig Mini bílamerkið sem seldi 371.881 bíl í fyrra og jók sölu sína um 3,2% á milli ára. Sala Mini Countryman jókst til dæmis um 30%. Rolls Royce merkið er líka í eigu BMW en þar varð sölusamdráttur í fyrra og seldi breska fyrirtækið 3.362 bíla og minnkaði salan um 16,2%. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent
Aldrei hefur þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW selt fleiri bíla á ári en í fyrra er það seldi 2. 088.283 bíla og jók sölu sína um 4,2% á milli ára. Það gerir BMW af næst stærsta lúxusbílaframleiðanda heims á eftir Mercedes Benz sem seldi 2.289.344 bíla í fyrra og jók sölu sína um 9,9% frá 2016. Fyrir örfáum árum síðan seldi BMW fleiri bíla en Mercedes Benz en Benz virðist ætla að halda þessari krúnu sem stærsti lúxusbílaframleiðandinn eftir að hafa tapað honum til BMW í nokkur ár. Það voru X-bílar BMW, eða jeppar og jepplingar þess sem áttu mestan þátt í vexti sölu BMW, en sala þeirra jókst um 9,6%. Sala BMW X1 jókst mest, eða um 14,7% og seldust 201.968 bílar af þeirri gerð. BMW á einnig Mini bílamerkið sem seldi 371.881 bíl í fyrra og jók sölu sína um 3,2% á milli ára. Sala Mini Countryman jókst til dæmis um 30%. Rolls Royce merkið er líka í eigu BMW en þar varð sölusamdráttur í fyrra og seldi breska fyrirtækið 3.362 bíla og minnkaði salan um 16,2%.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent