Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2018 15:45 Íslenskir íþróttamenn á opnunarhátíðinni á ÓL í Ríó 2016. Vísir/Getty Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. ÍSÍ harmar þar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Í yfirlýsingunni kemur fram að íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. „Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!,“ segir lok hennar.Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir. ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð. Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur. Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþróttir MeToo Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. ÍSÍ harmar þar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Í yfirlýsingunni kemur fram að íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. „Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!,“ segir lok hennar.Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir. ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð. Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur. Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi. Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!
Íþróttir MeToo Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Fótbolti Fleiri fréttir Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sjá meira