Um 90 prósent námsefnis í háskólum hérlendis er á ensku: "Menn heyra ensku látlaust á hverjum einasta degi” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. janúar 2018 20:00 Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í Veröld - húsi Vigdísar, í dag. Vísir/GVA Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís. Íslenska á tækniöld Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Um 90% námsefnis í háskólum hér á landi er á ensku en um þriðjungur háskólanema er illa undir það búinn þegar komið er upp á háskólastig. Opinber menntastefna hér á landi hefur ekki haldið í við þá þróun sem orðið hefur á málumhverfi almennings. Þetta kemur fram í nýrri bók sem byggir á sjö ára rannsókn íslenskra fræðimanna á áhrifum ensku sem alþjóðlegs tungumáls hér á landi. Ritstjórar bókarinnar kynntu efni hennar í Veröld - húsi Vigdísar í dag en rannsóknin náði til nemenda á grunn-, framhalds- og háskólastigi og til notkunar enskrar tungu í atvinnulífinu. Komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að fólk skilur almennt meira heldur en það getur nýtt sér til gagns, einkum í atvinnulífinu og í háskólanámi. „Menn heyra ensku, látlaust á hverjum einasta degi, mjög stór hluti þjóðarinnar og þau lesa talsvert en þau tala mjög litla ensku og þau skrifa ennþá minni ensku,” segir Hafdís Ingvarsdóttir prófessor emeritus við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. Athygli vekur einnig sú ályktun höfunda að opinber menntastefna hér á landi hafi ekki haldið í við þróun málumhverfisins, sérstaklega hvað varðar það mikla stökk sem verður þegar komið er upp á háskólastig. „83% nemenda eiga í verulegum vandræðum með það að enskan kemur inn, það er að segja lesturinn er allur á ensku en prófið, matið, það er á íslensku,” segir Birna Arnbjörnsdóttir, professor við HÍ og annar ritstjóri bókarinnar. „Þarna er langt bil á milli og fólk áttar sig ekki á því að þarna er ekkert verið að nota sömu ensku og á Facebook.” Þær Hafdís og Birna vilja þó ekki meina að íslenskan sé á undanhaldi vegna mikillar notkunar ensku, þar kunni aftur á móti aðrir þættir að spila inn í. Þær binda vonir við að rannsóknin verði til þess að áherslur í námsskrá verði endurskoðaðar og enskan fái þann sess í menntakerfinu sem hún raunverulega hafi í íslensku samfélagi, bæði í leik og starfi. „Hún er bara mjög mikilvægt nytjatæki. Við höfum stundum grínast með að hún sé fyrir krökkunum bara eins og hvert annað app, það er nauðsynlegt að hafa þetta en það breytir því ekki að þau eru íslensk og vilja vera íslensk,” segir Hafdís.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira