Vetrarfærð í kortunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2018 14:10 Gula viðvörunin gildir til miðnætti á sunnudag. Mynd/Veðurstofa Íslands. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í kvöld til miðnættis á morgun. Búast má við að færð á heiðum spillist. „Það er búið að ganga á með éljum og skúrum til skiptist í morgun en þetta verður slydda og snjókoma í kvöld og éljagangur í nótt og á morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir talsverðri slyddu eð snjókomu um tíma með takmörkuðu skyggni, þ.a. færð gæti spillst, einkum í efri byggðum og á það einkum við Breiðholt, Norðlingaholt og Grafarholtið. „Á þessu svæði verða kannski einhverjir sentimetrar af snjó á morgun en ekkert til þess að hafa áhyggjur af,“ segir veðurfræðingur. Á Suðurlandi og á Faxaflóa má gera ráð fyrir að skyggni á heiðum geti verið mjög lítið og færð þar spillst, svo sem á Hellisheiði og á Mosfellsheðið. Gert er ráð fyrir 15-23 m/s sunnan eða suðvestan vindátt með snjókomu eða éljagangi á þessu svæði.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðvestan 10-18 m/s og élja- eða skúahryðjur, en léttskýjað NA-lands. Hvessir seinni partinn, 15-23 og rigning eða slydda á S-verðu landinu í kvöld, en snjókoma í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma N-til eftir miðnætti. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í suðvestan 13-23 með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst V-lands. Heldur hægari og léttir víða til NA-til á morgun. Vægt frost víðast hvar.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Norðan- og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Éljagangur, en rofar smám saman til á S-verðu landinu. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Norðlægar áttir og snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Áfram kalt í veðri, en minnkandi frost undir helgi. Veður Tengdar fréttir Veðurhorfur á landinu: Hver gráða skiptir máli Búast má við strekkings sunnan átt með éljum sunnan og vestantil á landinu í dag. Það hvessir með kvöldinu og reikna má með að úrkoma verði nær samfelld í dag. 13. janúar 2018 08:03 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland. Viðvörunin er í gildi frá klukkan sex í kvöld til miðnættis á morgun. Búast má við að færð á heiðum spillist. „Það er búið að ganga á með éljum og skúrum til skiptist í morgun en þetta verður slydda og snjókoma í kvöld og éljagangur í nótt og á morgun,“ segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni í samtali við Vísi. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir talsverðri slyddu eð snjókomu um tíma með takmörkuðu skyggni, þ.a. færð gæti spillst, einkum í efri byggðum og á það einkum við Breiðholt, Norðlingaholt og Grafarholtið. „Á þessu svæði verða kannski einhverjir sentimetrar af snjó á morgun en ekkert til þess að hafa áhyggjur af,“ segir veðurfræðingur. Á Suðurlandi og á Faxaflóa má gera ráð fyrir að skyggni á heiðum geti verið mjög lítið og færð þar spillst, svo sem á Hellisheiði og á Mosfellsheðið. Gert er ráð fyrir 15-23 m/s sunnan eða suðvestan vindátt með snjókomu eða éljagangi á þessu svæði.Veðurhorfur á landinuSunnan og suðvestan 10-18 m/s og élja- eða skúahryðjur, en léttskýjað NA-lands. Hvessir seinni partinn, 15-23 og rigning eða slydda á S-verðu landinu í kvöld, en snjókoma í uppsveitum. Hvessir einnig talsvert og snjóar um tíma N-til eftir miðnætti. Hiti 0 til 5 stig. Snýst í suðvestan 13-23 með éljagangi upp úr miðnætti, fyrst V-lands. Heldur hægari og léttir víða til NA-til á morgun. Vægt frost víðast hvar.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Norðan- og norðvestan 13-20 m/s, hvassast við A-ströndina. Éljagangur, en rofar smám saman til á S-verðu landinu. Frost 1 til 12 stig, minnst syðst.Á þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Norðlægar áttir og snjókoma eða él á norðanverðu landinu, en úrkomulítið syðra. Áfram kalt í veðri, en minnkandi frost undir helgi.
Veður Tengdar fréttir Veðurhorfur á landinu: Hver gráða skiptir máli Búast má við strekkings sunnan átt með éljum sunnan og vestantil á landinu í dag. Það hvessir með kvöldinu og reikna má með að úrkoma verði nær samfelld í dag. 13. janúar 2018 08:03 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Veðurhorfur á landinu: Hver gráða skiptir máli Búast má við strekkings sunnan átt með éljum sunnan og vestantil á landinu í dag. Það hvessir með kvöldinu og reikna má með að úrkoma verði nær samfelld í dag. 13. janúar 2018 08:03