Heiða Björg Hilmisdóttir óskar eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2018 17:59 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Aðsend mynd Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni. Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar í borginni, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar og óskar eftir stuðningi samflokksmanna sinna. Heiða greindi frá þessu í Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Á sama vettvangi tók Heiða saman helstu verkefni sem voru unnin á kjörtímabilinu sem er að líða. Hún hefur setið í Borgarráði, Velferðarráði, Stjórnkerfis-og lýðræðisráði, stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umhverfis-og skipulagsráði, stjórn Bjarkarhliðar og þá hefur hún auk þess gegnt formennsku í Ofbeldisvarnarnefnd, Heilbrigðisnefnd, Fjölsmiðjunni, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og Strætó. „Fjölbreyttara og skemmtilegra starf er vart hægt að hugsa sér, ekki síst þegar sýnilegur og mikilvægur árangur næst í góðu samstarfi. Þannig hefur það sannarlega verið á liðnum fjórum árum,“ segir Heiða sem gaumgæfir þau verk sem unnin voru á kjörtímabilinu sem er að líða: „Eftir hremmingar hrunsins hefur rekstri borgarinnar verið snúið í rétta átt, stórauknu fjármagni er nú varið til skóla- og velferðarmála, stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna hefur verið aukinn verulega og gríðarleg uppbygging húsnæðis hefur aldrei verið meiri. Reykjavíkurborg er einfaldlega á fleigi ferð í rétta átt á flestum sviðum mannlífsins.“Me Too byltingin: „Við erum rétt að byrja“Heiða hefur verið áberandi og virk í jafnréttisumræðunni á síðustu misserum og þá sérstaklega í sambandi við #metoo bylgjuna. Hún átti frumkvæði að áskorun fjölda stjórnmálakvenna sem kröfðust þess að fá að starfa með öllu lausar við kynbundið ofbeldi og áreitni. Þá var hún auk þess í forsvari fyrir hópinn en konurnar stigu fram og deildu sinni reynslu af kynbundnu ofbeldi og áreitni innan stjórnmálastéttarinnar. Í stöðuuppfærslunni segist Heiða vera bæði ánægð og stolt af þeirri áherslu sem Reykjavíkurborg hefur lagt á jafnréttismál og baráttuna gegn ofbeldi. „Ofbeldisvarnarnefnd staðið fyrir fjölmörgum forvarnar og samstarfsverkefnum til að tryggja borgarbúum öruggara umhverfi. Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis er eitt þessarar mikilvægu verkefna, sem hefur gjörbreytt aðstæðum þolenda og stórbætt samstarf lögreglu, þolenda og annarra hagsmunaaðila. Hafi einhver efast um mikilvægi þessa starfs, ætti #metoo byltingin að eyða þeim efasemdum. Við erum rétt að byrja,“ segir Heiða.Hér að neðan er hægt að lesa tilkynningu Heiðu í heild sinni.
Borgarstjórn Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24