Rekinn eftir áreitni og ráðinn hjá öðru félagi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2018 19:30 Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. Bryndís Bjarnadóttir spilaði handbolta með Val til fjölda ára en þegar hún var fimmtán ára gömul kom reyndur þjálfari inn í hópinn og hóf að spjalla við hana í gegnum netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega," segir Bryndís. Hún segir handboltann hafa verið ómissandi þátt af lífinu og því hafi hún látið á engu bera. „Mér fannst skárra að eiga þessi samtöl við hann, segja það sem ég hélt að hann myndi vilja heyra en gráta síðan fyrir framan tölvuna og mæta á æfingar eins og ekkert væri. Hann var sá sem réði því hvort ég myndi spila eða ekki," segir Bryndís.Segir stjórnarmeðlim vita af áreitninni Þegar önnur stelpa sagði frá áreitni þjálfarans töluverðu síðar steig Bryndís einnig fram. Hann var þá rekinn frá Val en leitaði til annarra félaga. Nokkur félög höfnuðu honum áður en hann fékk inn hjá öðru. „Ég veit það fyrir víst að félag, eða meðlimur í stjórninni veit af þessu, eða að minnsta kosti vissi þegar þau réðu hann. Og þau gerðu það samt," segir hún. Þegar Bryndís sneri seinna til starfa hjá Val upplifði hún að málinu væri tekið létt hjá mörgum innan félagsins. „Þá fékk ég stundum nafnlausar símhringingar frá strákum í félaginu þar sem þeir gerðu grín af atvikinu og voru að þykjast vera þjálfarinn minn," segir Bryndís.Boðið til Katar af HSÍ HSÍ var látið vita af málunum og vildi fjölskylda Bryndísar að manninum yrði bannað að starfa innan hreyfingarinnar. Við því var ekki brugðist og þá meðal annars vegna skorts á sönnunum og vísað var til þess að hann væri einungis í sjálfboðaliðastarfi á þeim tíma. „Það var sagt að hann myndi ekki koma nálægt yngri landsliðum lengur, ekki fara í keppnisferðir með stelpum. Þangað til ég sé hann allt í einu á HM í Katar og frétti að honum hefði verið boðið þangað af HSÍ. Af því hann hafði staðið sig svo vel fyrir það sérsamband," segir Bryndís. Hún telur að taka þurfi mun betur á svona málum þannig að treysta megi á öruggt umhverfi innan íþróttafélaga. Líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur verið stofnaður starfshópur sem á að vinna að aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og áreitis innan íþrótta. „Það að koma fram á ekki að þýða að þolandinn eigi á hættu að það bitni á honum," segir Bryndís. MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul, segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. 12. janúar 2018 20:15 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. 12. janúar 2018 20:00 Fimm reknir frá KR Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH. 13. janúar 2018 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrrverandi handboltakona sem var áreitt kynferðislega af þjálfara sínum er óánægð með framgöngu HSÍ í málinu. Þjálfarinn var rekinn eftir að upp komst um brot gegn annarri konu en var síðar ráðinn hjá öðru liði. Bryndís Bjarnadóttir spilaði handbolta með Val til fjölda ára en þegar hún var fimmtán ára gömul kom reyndur þjálfari inn í hópinn og hóf að spjalla við hana í gegnum netið. „Hann vildi vera vinur minn og vann sér inn traust hjá mér. Nema að þessi maður var 15 árum eldri en ég og þjálfari minn. Alltaf gekk þetta lengra og lengra þar til það var orðið kynferðislegt. Hann var farinn að segja mér hvað ég ætti að gera við sjálfa mig og hvernig hann myndi vilja að við værum saman kynferðislega," segir Bryndís. Hún segir handboltann hafa verið ómissandi þátt af lífinu og því hafi hún látið á engu bera. „Mér fannst skárra að eiga þessi samtöl við hann, segja það sem ég hélt að hann myndi vilja heyra en gráta síðan fyrir framan tölvuna og mæta á æfingar eins og ekkert væri. Hann var sá sem réði því hvort ég myndi spila eða ekki," segir Bryndís.Segir stjórnarmeðlim vita af áreitninni Þegar önnur stelpa sagði frá áreitni þjálfarans töluverðu síðar steig Bryndís einnig fram. Hann var þá rekinn frá Val en leitaði til annarra félaga. Nokkur félög höfnuðu honum áður en hann fékk inn hjá öðru. „Ég veit það fyrir víst að félag, eða meðlimur í stjórninni veit af þessu, eða að minnsta kosti vissi þegar þau réðu hann. Og þau gerðu það samt," segir hún. Þegar Bryndís sneri seinna til starfa hjá Val upplifði hún að málinu væri tekið létt hjá mörgum innan félagsins. „Þá fékk ég stundum nafnlausar símhringingar frá strákum í félaginu þar sem þeir gerðu grín af atvikinu og voru að þykjast vera þjálfarinn minn," segir Bryndís.Boðið til Katar af HSÍ HSÍ var látið vita af málunum og vildi fjölskylda Bryndísar að manninum yrði bannað að starfa innan hreyfingarinnar. Við því var ekki brugðist og þá meðal annars vegna skorts á sönnunum og vísað var til þess að hann væri einungis í sjálfboðaliðastarfi á þeim tíma. „Það var sagt að hann myndi ekki koma nálægt yngri landsliðum lengur, ekki fara í keppnisferðir með stelpum. Þangað til ég sé hann allt í einu á HM í Katar og frétti að honum hefði verið boðið þangað af HSÍ. Af því hann hafði staðið sig svo vel fyrir það sérsamband," segir Bryndís. Hún telur að taka þurfi mun betur á svona málum þannig að treysta megi á öruggt umhverfi innan íþróttafélaga. Líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hefur verið stofnaður starfshópur sem á að vinna að aðgerðaráætlun vegna kynbundins ofbeldis og áreitis innan íþrótta. „Það að koma fram á ekki að þýða að þolandinn eigi á hættu að það bitni á honum," segir Bryndís.
MeToo Tengdar fréttir Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30 Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45 Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34 Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul, segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. 12. janúar 2018 20:15 Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00 Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. 12. janúar 2018 20:00 Fimm reknir frá KR Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH. 13. janúar 2018 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formaður UMFÍ: Hryggir mig hversu lengi einstaklingar hafa borið þessar sáru sögur innra með sér Ungmennafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þess að margar íþróttakonur hafa nú stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar undir myllumerkinu #metoo. 12. janúar 2018 11:30
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Yfirlýsing frá ÍSÍ: Ofbeldi verður ekki liðið! Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á því að íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 15:45
Stofna starfshóp um áreitni í íþróttum: „Þetta er fyrsta skrefið“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði í dag með forseta ÍSÍ, framkvæmdastjóra UMFÍ og íþróttakonum í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. 12. janúar 2018 14:34
Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul, segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. 12. janúar 2018 20:15
Frásögn Hólmfríðar orðin að fréttamáli í Noregi Íslenska landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir staðfesti í gær að hún ætti eina af frásögnuum 62 sem birtust þegar íþróttakonur á Íslandi sendu frá sér yfirlýsingu í tengslum við MeToo umræðuna. 12. janúar 2018 09:00
Boða aðgerðir vegna áreitni og ofbeldis í íþróttum Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að skipa starfshóp sem mun vinna aðgerðaráætlun vegna kynferðislegrar áreitni og brota innan íþróttahreyfingarinnar. Fyrrverandi framkvæmdastjóri íþróttafélaga segir nauðsynlegt að viðbrögð félaga við þessum málum séu samræmd. 12. janúar 2018 20:00
Fimm reknir frá KR Fimm menn hafa verið látnir fara frá KR undanfarin ár vegna ósæmilegrar framkomu. Alvarlegustu dæmin sem íþróttakonur nefna um kynferðislegt ofbeldi eru mál sem eiga heima hjá lögreglu, segir formaður FH. 13. janúar 2018 07:00