Íslenska vegakerfið fær lága einkunn Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. janúar 2018 21:00 Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum. Samgöngur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Umferðaröryggissérfræðingur segir óásættanlegt að alvarlegum slysum fjölgi í umferðinni meðan þeim hefur snarfækkað í annars konar samgöngum. Hægt væri að stórfækka slysum með nokkuð einföldum aðferðum. Yfir 70% íslenskra vega fá aðeins eina til tvær stjörnur af fimm mögulegum í sérstakri öryggisúttekt EuroRAP Tvö banaslys hafa orðið í umferðinni á fyrstu dögum ársins 2018. Þá voru alvarleg slys einnig mörg á síðasta ári, sérstaklega á fjölförnum þjóðvegum á suðvesturhorni landsins. Ólafur Guðmundsson er tæknistjóri hjá EuroRAP á Íslandi, en það eru samtök 29 bifreiðaeigendafélaga í Evrópu sem í samstarfi við Evrópusambandið og fleiri aðila vinna að gæða- og öryggismati á vegum. Ólafur segir að eftir því sem umferðarþungi hefur stóraukist á tilteknum köflum, hafi eðli hættunnar breyst mikið. „Karakter vega breytist svolítið þegar umferðarmagnið eykst. Þá aukast líkurnar á að lenda í framanáárekstri verulega og fara yfir að vera helmingur af líkunum á því að fara út af veginum. Framanáárekstrar á þeim hraða sem við leyfum á þessum vegum, sem er 90, eru bara stóralvarlegt mál og það er ástæðan fyrir því að við fáum þessi vondu slys á þessum vegum.“ Þetta segir Ólafur hins vegar að þurfi ekki kosta svo mikið að leysa, enda hafi einfaldar lausnir oft skilað miklum árangri. „Á milli Hveragerðis og Selfoss var t.d. mikið af alvarlegum framanáárekstrum. Þeir nánast hurfu við það að setja bara rillur í malbikið á miðjunni til að vekja ökumenn þegar þeir voru að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ólafur.70 prósent með eina eða tvær stjörnur EuroRAP gerir úttektir á þjóðvegum og gefur þeim einkunn með hliðsjón af öllum öryggisþáttum. Um 4 þúsund kílómetrar af þjóðvegakerfi Íslands hafa nú verið teknir út, en Ólafur segir þá í heildina litið skora alltof lágt. „Yfir 70 prósent af vegakerfinu á Íslandi er að fá eina eða tvær stjörnur af fimm mögulegum. Megnið af þessum vegum í kringum Reykjavík eru að fá þrjár stjörnur. Við getum sagt að það sé ásættanleg áhætta, en magnið í umferð og slysum er of mikið.“ Ólafur segir einfaldlega nauðsynlegt að ráðist verði í raunverulegt átak til að auka öryggi á þjóðvegum landsins. Það hafi hins vegar verið gert á öðrum sviðum og t.a.m. hafi hvorki orðið banaslys í flugi né á sjó árið 2017. Þróunin í akstri sé hins vegar allt önnur, ef litið er til samtölu alvarlegra slysa og banaslysa. „Þegar við gerum það þá er árið 2016 versta árið okkar fyrir síðustu tíu ár og 2017 sýnist mér ætla að enda í öðru eða þriðja sæti. Þetta er í kringum 200 manns sem við erum að missa alvarlega slasaða eða látna í umferðinni á ári og það er bara óásættanlegt,“ segir Ólafur að lokum.
Samgöngur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira