Segir ótrúlegt að Sigmundur neiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. janúar 2018 18:58 Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. Vísir/Ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ótrúlegt að Sigmundur afneiti því að miðkjarninn dragi til sín fólk og umferð. Sigmundur sagði í viðtali í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að ýmsar tilraunir hafi verið gerðar til þess að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu en þær hafi ekki gengið eftir og það myndi Borgarlínan ekki gera heldur. Dagur svarar Sigmundi á Twitter síðu sinni í dag. „Sigmundur Davíð tjáði sig gegn borgarlínu á Bylgjunni. Sagði tvennt þurfa til að hún gangi upp: þétting byggðar við stöðvarnar og miðkjarna sem dragi til sín fólk og umferð. Hann taldi hvorugt rétt,“ skrifar hann. „Hið fyrra er þó í planinu og hið síðara er ótrúlegt að hann afneiti.“ Þá segir Dagur að Sigmundur sé að mótmæla því að það sé mikil umferð til miðborgarinnar á háannatímum. „Allir sem fara á fætur fyrir átta vita að þetta er rangt,“ skrifar borgarstjórinn. Dagur segist geta verið sammála um það að þétting byggðar við stöðvar borgarlínu sé forsenda þess að hún gangi upp. „Þetta hefur líka verið hluti af verkefninu frá upphafi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosó – þvert á pólitík,“ segir Dagur. Almenningssamgöngur forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferðDagur skrifar einnig um viðtalið við Sigmund á Facebook-síðu sinni og bendir á að forsenda þess að fleiri velji að nota almenningssamgöngur sé forsenda þess að tafatíminn aukist ekki fyrir einkabílaumferð til framtíðar. „Án borgarlínu er óumflýjanlegt að tafatími í umferðinni aukist. Með borgarlínu komum við í veg fyrir það. Um það ber öllum umferðarútreikningum saman,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Stj.mál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Sigmundur Davíð um Borgarlínu: „Þetta er í rauninni bara galið“ Formaður Miðflokksins er ekki aðdáandi áforma um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. 14. janúar 2018 12:06