„Það verður áfram leiðindaveður í nótt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. janúar 2018 22:30 "Það verður áfram leiðindaveður í nótt,“ segir Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan. Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli enn lokaðir. Vegagerðin er með fylgdarakstur yfir Þrengslaveg frá Rauðavatni að sunnan og við Þorlákshafnargatnamót að austan og er stefnt að halda honum áfram með kvöldinu ef að aðstæður leyfa. Búið er að loka aftur veginum um Öxnadalsheiði og verður hann skoðaður aftur í fyrramálið. Fært er út fyrir Tröllaskaga en þar er þó ansi hvasst og byljótt og á líklegast eftir að versna til muna þegar að líður á. Eins er lokað um Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á Vestfjörðum er orðið ófært um Hjallaháls og Klettsháls. Gul viðvörun fram eftir kvöldi„Sunnan- og vestantil verður veðrið bara eins, þessi hvassa vestanátt og éljagangur. Það dregur úr því hinsvegar seint í nótt og í fyrramálið ásamt því að það snýst í norðvestan. Það er í þessum töluðu eiginlega að hvessa á norðanverðu landinu. Þar sem lægðin er að nálgast landið aftur og kemur inn á það norðanvert, norðaustanvert landið svona um miðjan dag á morgun. Þannig að af þeim völdum þá hvessir aftur á Norðurlandi núna og sýnir versta veðrið, sérstaklega vestantil á Norðurlandi í nótt,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Enn er gul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og verður til hálf tólf í kvöld. „Það verður áfram leiðindaveður í nótt.“ Óli Þór segir að út vikuna verði norðlæg átt á landinu og frost meira og minna og éljagangur og snjókoma á köflum fyrir norðan. Fyrir sunnan verður minniháttar úrkoma og langir þurrir kaflar.“Vegir eru lokaðir víða um landið og er ferðalöngum bent á að fylgjast vel með veðurspá og upplýsingum frá Vegagerðinni.Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn:Suðvestan 13-23 m/s og éljagangur á V-verðu landinu, en hægara og léttskýjað eystra. Snýst í norðvestan 13-23 V-til í nótt, hvassast á Vestfjörðum og Ströndum, en hægari SV-læg átt fyrir austan fram eftir morgundegi. Dregur heldur úr vindi annað kvöld. Éljagangur á N-verðu landinu, en léttir víða til syðra. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Suðvestanhvassviðri og éljagangur á vestanverðu landinu. Gæti slegið í storm af og til með mjög takmörkuðu skyggni.Vísir/VilhelmFærð og aðstæður:Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í kvöld er hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi, víðast hvar ofankoma og sums staðar strekkingsvindur. Versnandi veður er á Reykjanesbraut. Lokað er á Mosfellsheði og Lyngdalsheiði. Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og skafrenningur og mjög hvasst og oft á tíðum ansi blint. Þæfingsfærð er á fjallvegum. Á Vestfjörðum er víðast hvar þæfingsfærð á fjallvegum. Hjallaháls er orðinn ófær og einnig Klettsháls. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og Kleifaheiði. Hálka og snjóþekja er á Norðurlandi. Búið er að loka veginum um Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð er út fyrir Tröllaskaga og ansi hvasst og byljótt og á eftir að versna er líður á. Það er hálka yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og á Austurlandi er hálka meðal annars á Fjarðarheiði, Fagradal, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er autt frá Djúpavogi suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálka þar fyrir vestan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir „Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27 Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47 Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
„Hörkuvetrarveður“ gengur yfir landið Vonskuveður hefur verið á Norðan- og vestanverðu landinu framan af degi. Björgunarsveitir hafa sinnt útköllum á Norðurlandi og lokað er fyrir alla umferð um Þröskulda og Öxnadalsheiði. 14. janúar 2018 12:27
Suðurlandsvegur opnaður á ný eftir bílveltu Suðurlandsvegi var lokað skammt austan við Hnappavelli við Stígá vegna umferðaróhapps. 14. janúar 2018 15:47
Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru lokaðir Hálka eða snjóþekja á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. 14. janúar 2018 17:21