Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2018 23:00 Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“ Flóttamenn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir aldursgreiningarnar og vill að horfið verði frá slíkum líkamsrannsóknum enda gefi þær oft ónákvæmar niðurstöður. Hér á landi býðst umsækjendum um vernd, sem segjast vera yngri en 18 ára en geta ekki framvísað löglegu skilríki því til staðfestingar, að fara í aldursgreiningu. Þá eru jafnan teknar röntgenmyndir af tönnum og er aldur viðkomandi ákvarðaður í kjölfarið. Að sögn talsmanns umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum tekur Útlendingastofnun oftast ákvörðun um mál viðkomandi í samræmi við niðurstöður tannrannsóknar. „Við teljum í rauninni að hver einasta rannsókn sem fer fram hún geti ekki sagt okkur með vissu hvort að viðkomandi er 17 eða 18 ára gamall. Þegar við erum með unglinga sem eru rúmlega 17 ára þá teljum við að það sé í rauninni ekkert að marka það sem kemur út úr þessu,“ segir Guðríður Lára Þrastardóttir talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hverfa eigi frá líkamsrannsóknum en þær séu í senn ónákvæmar og standist ekki siðferðisleg sjónarmið. Þess í stað ætti að fara fram heildstæðari rannsókn að mati Guðríðar þar sem meðal annars er lagt mat á andlegan þroska viðkomandi. „Þessar tannrannsóknir, þeim er oftast beitt á krakka sem eru að koma frá ríkjum á borð við Írak, Afganistan og Sómalíu en þeir viðmiðunarhópar sem eru lagðir til grundvallar í þessum rannsóknum það eru vestrænir krakkar og unglingar en ekki krakkar frá þessum svæðum.“ Hún segist þekkja dæmi um pilt sem kvaðst vera sautján ára og fjögurra mánaða en samkvæmt niðurstöðu aldursgreiningar hafi hann verið metinn eldri en átján ára. Sú niðurstaða reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt gömlu vegabréfi sem lögreglan á Íslandi mat gilt, var pilturinn sannarlega sautján ára og fjögurra mánaða. „En þarna vorum við bara með dæmi svart á hvítu, rannsóknin stóðst ekki.“
Flóttamenn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómeters hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent