Meira en helmingur sér lögmennsku ekki sem framtíðarstarf Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. janúar 2018 19:15 Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar. Dómsmál Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt á Íslandi finna fyrir streitu í starfi og yfir helmingur þeirra sér ekki fyrir sér að starfa sem lögmaður í framtíðinni. Þetta sýna niðurstöður skýrslu starfshóps um starfsvettvang lögmanna en meginástæðan er að stór hópur telur sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Stafshópinn setti Lögmannafélag Íslands á fót árið 2015 í tengslum við athugun á starfsumhverfi lögmanna en markmiðið var meðal annars að kortleggja hvernig þrýstingur vegna fjölskyldulífs hefði áhrif á starfshorfur lögmanna. Skýrslan hefur nú verið birt og niðurstöðurnar veita sterkar vísbendingu um að endurskoða þurfi samsetningu, uppbyggingu og starf innan stéttarinnar en níutíu prósent fulltrúa í lögmannastétt finna fyrir streitu í starfi og fimmtíu prósent sjá ekki fyrir sér að starfa sem lögmenn í framtíðinni. „Ég held að það sé áhyggjuefni og við viljum að þetta sé aðlagandi starfsvettvangur og við viljum að ungt fólk sem sinnir þessum störfum og býr sér til hæfni á þessu sviði nýti þá hæfni til frambúðar,“ segir Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. Í skýrslunni kemur fram að yfir helmingur fulltrúa með lögmannsréttindi telji sig ekki hafa tök á því að samræma fjölskyldulíf og vinnu svo vel sé. Reimar segir að ýmislegt skýri þessa stöðu. „Sjálfsagt eru það miklar kröfur í starfi og tímafrestir fyrir skil verkefna og fleiri slíkir þættir sem gera þetta kannski ekki mjög spennandi til langframa,“ segir Reimar. Gögn sem unnið varmeð sýna að yfir áttatíu prósent fulltrúa á lögmannsstofum vinna meira en 41 tíma á viku, þar af 16 prósent meira en 50 tíma. Þannig benda niðurstöður til þess að vinnutími sé of langur en stór hópur fær ekki greidda yfirvinnu. Þá eiga konur erfiðara uppdráttar í lögmennsku. Ekki síst eftir að þær eignast sitt fyrsta barn. „Það virðist vera algengara að þær hætti í lögmennsku frekar en strákarnir. Það eru ungu konurnar sem eru mjög drífandi framanaf í sínu ferli en síðan virðast þær síður vilja leggja þetta fyrir sig,“ segir Reimar. Þá kemur fram að taka þurfi meira tillit til þarfa lögmanna þegar kemur að rekstri dómsmála fyrir Hæstarétti, til dæmis hvað varðar lögmæt forföll vegna tiltekinna fjölskylduaðstæðna. „Það hefur nú kannski verið þannig í gegn um tíðina að það hafa verið ósveigjanlegir frestir í Hæstarétti. Það hefur verið öllu sveigjanlegra í héraðsdómi. Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að það ríki skilningur á því að það verður að geta farið saman að vera lögmaður og eiga fjölskyldu,“ segir Reimar. Hann segir að lögmannafélagið muni bregðast við.„Nú getur þessi skýrsla verið grundvöllur áframhaldandi umræðna og getur orðið grundvöllur frekari rannsókna hér á landi og getur orðið grundvöllur fyrir því að það verði ráðist í einhverjar aðgerðir til að reyna bæta þessa stöðu. Það verða án efa haldnir fundir og það verður án ef lagt mat á það hvað er hægt að gera,“ segir Reimar.
Dómsmál Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira