Búið að opna veginn á milli Súðavíkur og Ísafjarðar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 17:23 Súðavík í Ísafjarðardjúpi. Vísir/Ernir Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Áður hafði Suðureyrarvegur verið opnaður en eins og áður hefur komið fram var honum lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Varúðarstig er þó gagnvart Súðavíkur og Kirkjubólshlíð og ef aðstæður breytast til hins verra má búast við að veginum verði lokað á ný. Vegfarendum er bent á að afla sér upplýsinga um veður og færð í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar varðandi færð og veður. Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á kafla í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða snjóþekja er á Norðvesturlandi og einnig skafrenningur. Á Norðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Austurlandi eru flestar leiðir greiðfærar en hálka á Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er greiðfært frá Reyðarfirði og suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálkublettir þar fyrir vestan.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Norðvestan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnantil. Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, en hvessir um tíma allra syðst á landinu með éljum. Frost 0 til 7 stig. Samkvæmt hugleiðingum frá veðurfræðingi Veðurstofunnar verður versnandi veður í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð. Samgöngur Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Ákveðið hefur verið, í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina, að opna veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Áður hafði Suðureyrarvegur verið opnaður en eins og áður hefur komið fram var honum lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Varúðarstig er þó gagnvart Súðavíkur og Kirkjubólshlíð og ef aðstæður breytast til hins verra má búast við að veginum verði lokað á ný. Vegfarendum er bent á að afla sér upplýsinga um veður og færð í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar varðandi færð og veður. Það er hálka eða hálkublettir á velflestum vegum á Suður- og Suðvesturlandi. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á kafla í Ísafjarðardjúpi. Hálka eða snjóþekja er á Norðvesturlandi og einnig skafrenningur. Á Norðausturlandi er víða hálka eða hálkublettir. Á Austurlandi eru flestar leiðir greiðfærar en hálka á Fjarðarheiði, Öxi og Breiðdalsheiði. Með suðausturströndinni er greiðfært frá Reyðarfirði og suður að Jökulsárlóni en hálkublettir eða hálkublettir þar fyrir vestan.Veðurhorfur næsta sólarhringinn:Norðvestan 10-18 m/s og él um landið norðanvert, en þurrt að kalla sunnantil. Gengur í norðvestan hvassviðri eða storm með snjókomu og éljum norðan- og vestanlands á morgun, fyrst á Vestfjörðum, en hægari vindur og úrkomulítið sunnan- og austanlands. Dregur úr vindi og ofankomu annað kvöld, en hvessir um tíma allra syðst á landinu með éljum. Frost 0 til 7 stig. Samkvæmt hugleiðingum frá veðurfræðingi Veðurstofunnar verður versnandi veður í fyrramálið með norðvestan hvassviðri eða stormi og snjókomu norðan- og vestanlands, fyrst á Vestfjörðum. Á þessum slóðum má því búast við mjög lélegu skyggni á köflum og er fólki ráðlagt að sýna aðgát og fylgjast vel með spám og færð.
Samgöngur Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira