Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2018 19:15 Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna. Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. SÁÁ og Rauði krossinn á Íslandi áætla að það séu 450-500 einstaklingar sem neyta vímuefna í æð sem eru í virkri neyslu en langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Neyð þessa jaðarsetta hóps er mikil en Frú Ragnheiður, skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins, hefur lyft grettistaki í þjónustu við þessa einstaklinga.Neysla í öruggu umhverfi Hjúkrunarfræðingarnir Þórunn Hanna Ragnarsdóttir og Edda Rún Kjartansdóttir skrifuðu lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um neyslurými en þær hafa unnið sem sjálfboðaliðar hjá Frú Ragnheiði „Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem neyta vímuefna um æð geta komið og neytt vímuefna við öruggar og hreinar aðstæður undir handleiðslu heilbrigðisstarfsfólks eða annars sérhæfðs starfsfólks,“ segir Edda Rún. Árið 2016 voru 74 virk neyslurými í evrópskum borgum. Þá hafa slík rými verið opnuð í Kanada og í Ástralíu. Edda og Þórunn skoðuðu tvö neyslurými í Kaupmannahöfn í tengslum við ritgerðarskrifin. „Reynsla Dana er mjög jákvæð og það er auðséð að samfélagið hefur aðlagast neyslurýmunum og öfugt. Það er gott samstarf við lögreglu sem er mjög mikilvægt en lögreglan er helsti tilvísunaraðilinn á neyslurýmin. Það er gott fyrir lögregluna að geta vísað einstaklingunum eitthvað áfram,“ segir Þórunn Hanna.Sprautunálar á víðavangi stöðugt vandamál Leit að sprautunálum í Google skilar 5.770 niðurstöðum. Í mörgum tilvikum er um að ræða fréttir um sprautunálar sem fundust á víðavangi hér á landi en það virðist vera nær stöðugt umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Ef opnuð yrðu neyslurými í Reykjavík hefðu einstaklingar sem neyta vímuefna í æð öruggt athvarf og nálum þeirra yrði fargað jafnóðum. Það myndi jafnframt draga úr nýgengi blóðborinna sjúkdóma eins og HIV meðal þeirra sem neyta vímuefna í æð. „Það þarf að opna neyslurými þar sem ofskömmtunarfaraldrar eru. Hér á landi deyja 12-13 í vímuefnaneyslu árlega. Í fyrra létust 25 einstaklingar vegna efnaeitrana eða vímuefnaneyslu. Þar af sautján vegna ópíóða. Það sýnir okkur hvað þörfin er mikil,“ segir Þórunn Hanna.
Heilbrigðismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira