Áforma aftur lokun á ólöglegu leiguhúsnæði Baldur Guðmundsson skrifar 16. janúar 2018 06:00 Köllunarklettsvegur 4. Fréttablaðið/Vilhelm Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Ef eigandi iðnaðarhúsnæðis við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík verður ekki búinn að rýma eignina um mánaðamótin verður húsnæðinu lokað. Samkvæmt slökkviliðinu er búið í ósamþykktu húsinu en því vísar eigandi hússins á bug. Yfirmaður forvarna hjá slökkviliðinu telur að búseta í ósamþykktu leiguhúsnæði hafi færst í aukana. Í lok nóvember 2016 mætti lögregla og slökkvilið á vettvang til að innsigla húsið, vegna skorts á brunavörnum. Til þess kom ekki því á síðasta degi var húsið tæmt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Að sögn hefur eigandi hússins, Sverrir Einar Eiríksson, ekki gert úrbætur á því. Í húsinu skortir brunahólf og flóttaleiðir auk þess sem það sé að hluta byggt úr timbri. Samkvæmt heimildum hafði Sverrir í hótunum við slökkviliðsmann á fyrri stigum málsins. „Það er ekkert sem við viljum hafa að aðalatriði í málinu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, um málið en Sverrir mun hafa hótað manninum og fjölskyldu hans með óbeinum hætti árið 2016. Sverrir hafnar þeim ásökunum alfarið í samtali við Fréttablaðið. Hann hafi „aldrei nokkurn tímann“ hótað slökkviliðsmanni vegna málsins. Jón Viðar segir að ákveðið stuðningskerfi innan slökkviliðsins sé virkjað þegar hótanir berast. „Við erum að lenda í þessu í öðrum verkefnum þegar við sinnum fólki við erfiðar aðstæður. Fólki er stundum ekki alveg sjálfrátt,“ segir hann. Stundum séu hlutir sagðir í hita leiksins. Hann telur að það hafi átt við í þessu tilfelli. Aðspurður segir hann að málið hafi ekki verið tilkynnt til lögreglu. Engin dæmi séu um slík tilfelli. Jón Viðar segir að slökkviliðinu sé ekki kunnugt um að úrbætur hafi verið gerðar á eldvörnum frá því að loka átti húsinu fyrir rösku ári en komið hafi á daginn að leigustarfsemi hafi verið hafin aftur í húsinu. Sverrir segir að hann hafi sýnt yfirmanni hjá slökkviliði tómt húsið í aðdraganda aðgerðanna 2016. Hann hafi svo ekkert heyrt fyrr en lögregla og slökkvilið hafi brotist inn í húsið til að loka því. Hann hafi ekkert heyrt í slökkviliðinu síðan og undrast það. Húsið er leigt út til leigutaka sem Sverrir vill ekki upplýsa hver er. „Það er hugsað undir skrifstofur og vinnuaðstöðu fyrir listamenn.“ Hann fullyrðir að ef einhver búi í húsinu sé það þvert gegn hans vilja. Hann geti nánast fullyrt að á Köllunarklettsvegi 4 búi enginn. „Þá væri verið að fara gegn mínum fyrirmælum. Ég tæki það mjög nærri mér,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira