Formaður KKÍ um MeToo: „Það þarf að fara ofan í saumana á þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. janúar 2018 23:07 Hannes Jónsson.formaður Körfuknattleikssambands Íslands fagnar MeToo umræðunni innan íþrótta. Vísir/Eyþór „Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
„Það hefur ekkert komið inn á borð til okkar svo ég muni. Fyrir utan að það er einn sem hefur verið að spila körfubolta sem hefur verið dæmdur. Það hefur verið rætt innan hreyfingarinnar og farið yfir það,“ svarar Hannes S. Jónsson formaður KKÍ um það hvort mál tengd MeToo sögum íþróttakvenna hafi komið inn á borð sambandsins. Hannes segir þó að miðað við umfang frásagna íþróttakvenna þá sé alveg öruggt að eitthvað hafi verið innan körfuboltahreyfingarinnar alveg eins og virðist vera í öðrum íþróttagreinum. „Við höfum ekki fengið mál inn á borð til okkar sem sambands en það er alveg klárt að hvort sem það er íþróttahreyfingin eða körfuboltinn allur, við erum þverskurður af samfélaginu. Það er alveg klárt að það hefur eitthvað komið upp. Ég tel mig geta lesið út úr einum, tveimur af þessum sögum, þótt að það komi ekki fram hvaða íþrótt það er, miðað við hvernig sagan er þá finnst mér eins og að þær geti verið um körfubolta án þess að geta sagt að þetta sé um körfubolta.“Á ekki að líðastHann segir að það hafi verið áfall að lesa reynslusögur íþróttakvenna en með yfirlýsingu þeirra í síðustu viku fylgdu 62 sögur, sumar hverjar sögðu frá mjög grófu kynferðisofbeldi. „Eftir að lesa þessar sögur hefur maður eins og allir aðrir verið í sjokki yfir því hvernig þetta er.“ Hann segir að KKÍ taki undir allt sem kom fram í yfirlýsingunni frá ÍSÍ eftir að íþróttakonur. „Þetta á alls ekki að líðast í hreyfingunni. Maður myndi helst vilja að svona mál myndu aldrei gerast, eitt mál er einu máli of mikið. Þess vegna fagnar maður því að þetta sé allavega komið upp á yfirborðið og hægt sé að vinna með þetta.“Formaður KKÍ segir að ofbeldi eigi ekki að líðast, sama hvernig það er.Vísir/GettyStærsta fjöldahreyfinginHannes segir það sé stefna KKÍ að ef einhver mál koma upp sem þurfa á álit sérfræðings þá sé leitað til fagaðila. Það sé þó ekki til staðar stöðluð viðbragðsáætlun fyrir það þegar mál koma upp tengd áreitni eða kynferðisofbeldi. „Þetta er það sem hreyfingin verður að gera. Að undanförnu hefur íþróttahreyfingin verið að skoða þessi mál og gefnir út bæklingar, sem er alls ekki nóg. Það þarf að vinna þetta miklu meira og við sem íþróttahreyfing þurfum að koma okkur upp almennilegu verklagi í kringum þetta.“ Rétta lausnin sé þó ekki að hvert sérsamband, sem eru 32 talsins á landinu, geri sitt eigið verklag. „Við þurfum að gera þetta sem ein stór hreyfing, við erum stærsta fjöldahreyfingin á landinu.“ Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fundaði með fulltrúum íþróttakvenna, starfsmönnum ráðuneytisins, Lárusi L. Blöndal forseta ÍSÍ og Auði Ingu Þórsteinsdóttur framkvæmdastjóra UMFÍ, í tengslum við MeToo yfirlýsingu íþróttakvenna. Var þar ákveðið að stofna starfshóp um gerð aðgerðaráætlunar um verklag þegar kynbundin áreitni kemur upp innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar hér á landi.Rekinn vegna barnakláms Hann segir að körfuboltahreyfingin þurfi að vinna mjög faglega að þessu og að sú vinna sé nú þegar hafin. Aðspurður hvort leikmanni, þjálfara eða öðrum starfsmanna innan körfuboltans hafi verið sagt upp vegna atvika sem heyrðu undir MeToo byltinguna svarar Hannes: „Það má vel vera en ekki sem við höfum fengið inn á borð til okkar, en ég get ekki sagt að það hafi ekki gerst því ég veit það ekki.“ Nefndi hann þó í kjölfarið að fyrir 12 árum síðan hafi komið upp mál tengt þjálfara og barnaklámi. Það hafi komist upp og klúbburinn látinn vita. Árið 2006 sagði DV frá því að unglingaþjálfari hafi verið rekinn frá Fjölni fyrir vörslu barnakláms. „Hann var látinn fara og það fór sitt ferli í kerfinu. Hann hefur ekki komið nálægt neinu starfi innan hreyfingarinnar hjá okkur síðan.“ Hannes segir að hann fagni MeToo umræðunni innan íþrótta og annars staðar, ofbeldi sé ekki liðið. „Maður er ótrúlega stoltur af þeim sem hafa stigið fram, númer eitt, tvö og þrjú. Það er það sem við íþróttahreyfingin þurfum að passa er að það þarf að fara ofan í saumana á þessu frá A til Ö og búa til alvöru verklag í kringum þessa hluti. Ofbeldi á ekki að vera liðið, sama hvernig það er.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 „Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
„Ljóst að íþróttahreyfingin hefur sofið á verðinum“ Stjórn HSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umfjöllun Stöðvar 2 í kvöldfréttum í gær. 14. janúar 2018 17:30