Davíð hvergi nærri hættur Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:45 Davíð Oddsson fagnar 70 ára afmæli í dag. Vísir/Ernir Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25