Davíð hvergi nærri hættur Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2018 08:45 Davíð Oddsson fagnar 70 ára afmæli í dag. Vísir/Ernir Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Davíð Oddsson hyggst ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Þetta tilkynnti hann í útvarpsviðtali á K100, sem eins og Morgunblaðið er í eigu Árvakurs, nú fyrir skömmu. Davíð fagnar 70 ára afmæli í dag og var hann fenginn í viðtal í tilefni dagsins.Sjá einnig: Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis DavíðsÝmsir höfðu velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ekkert hafði komið fram þar um en reglur Árvakurs kveða á um að þegar menn hafi náð þeim aldri skuli þeir láta af störfum. Forveri Davíðs á ritstjórastóli, Styrmir Gunnarsson, lét af störfum árið 2008 þegar hann varð sjötugur. Hið sama má segja um Matthías Johannessen þegar hann fagnaði sjötugsafmæli árið 2000. Davíð mætti í hljóðver í morgun og hér sést hann með þáttastjórnandanum Jóni Axel Ólafssyni.SkjáskotÍ viðtalinu tók Davíð af allan vafa um eigin ritstjóraferil, hann ætlar sér að halda ótrauður áfram. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð sem var ráðinn ritstjóri ásamt Haraldi Johannessen árið 2009. Davíð minntist á barnabörn sín í viðtalinu. Eitt þeirra hafi haft á orði nýlega að Davíð „bullaði bara“. Þakkaði Davíð fyrir að kollegar hans í stjórnmálum hefðu ekki verið jafnhreinskilnir á sínum tíma. „Ég er jafn geggjaður og Donald Trump. Ekki það að ég sé að segja að hann sé geggjaður,“ sagði Davíð.Sjá einnig: Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og býSíðan þá hefur Davíð skrifað hundruð leiðara, Staksteina og Reykjavíkurbréfa en að eigin sögn hefur Davíð aðeins tekið sér viku í sumarfrí á þeim rúmu 8 árum sem hann hefur verið ritstjóri blaðsins. Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00 Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Dansar eins og fiðrildi og stingur eins og bý Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, fagnar sjötugsafmæli sínu í dag. Kári Stefánsson segir Davíð vera hjartahlýrri mann en fólk geri sér almennt grein fyrir. Hann geti þótt ósveigjanlegur en sé staðfastur og traustur vinur vina si 17. janúar 2018 07:00
Gríðarleg tilhlökkun vegna afmælis Davíðs Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins verður sjötugur á morgun. 16. janúar 2018 15:25