Skúli sækist eftir þriðja sæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 13:59 Skúli Helgason hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar á yfirstandandi kjörtímabili. Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Svo segir í tilkynningu frá Samfylkingunni sem sjá má hér að neðan. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar, og hefur stýrt viðamesta málaflokkinn í borgarmálunum, skóla- og frístundamál. Sem formaður skóla- og frístundaráðs hefur Skúli leitt markvissa sókn í málaflokknum, sem birtist meðal annars í auknum fjárveitingum, sem nema 9 milljörðum króna á kjörtímabilinu, tillögum um bætt starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs og mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Sú vinna er nú á lokastigi og er afar mikilvægt að eftirfylgni með innleiðingu hennar verði eins og best verður á kosið. Því skiptir miklu máli að reynsla Skúla og þekking á málaflokknum geti áfram nýst við þá vinnu. Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Minnesotaháskóla. Hann sat á Alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013 og var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá 2006 til 2009. Skúli er fimm barna faðir og kvæntur Önnu-Lind Pétursdóttur, dósent í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.Tilkynningu Skúla í heild má sjá að neðan.Kæra Samfylkingarfólk Ég býð mig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar sem fram fer þann 10. febrúar næstkomandi. Ég hef sinnt starfi borgarfulltrúa frá 2014 og verið formaður skóla- og frístundaráðs sem fer með viðamesta málaflokkinn í borgarmálunum þar sem framtíð barnanna okkar er í húfi. Þá hef ég setið í stjórnkerfis- og lýðræðisráði en lýðræðismálin eru mér mjög hugleikin enda hafa þau verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar allt frá stofnun og flokkurinn haft forgöngu um ýmsar nýjungar í þeim efnum, þ.m.t. rafrænar kosningar.Kraftmikil sókn í menntamálumMikil sókn stendur yfir í skóla- og frístundamálum borgarinnar og hefur þessi málaflokkur verið í forgangi varðandi fjárveitingar síðan hagur borgarsjóðs tók að vænkast haustið 2016 eftir hagræðingaraðgerðir undangenginna missera. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um 9 milljarða króna á kjörtímabilinu þrátt fyrir lækkun leikskólagjalda og eru nú mun hærri að raungildi en fyrir hrun. Þar munar miklu um hækkun launa enda höfðu laun kennara og annars skólafólks ekki haldið í við launaþróun áranna á undan. Við höfum lagt höfuðáherslu á að styrkja innra starfið og bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundar með ítarlegri rýni og tillögugerð með það að markmiði að þessar mikilvægu stofnanir verði eftirsóknarverðari vinnustaðir. Undanfarið ár höfum við svo unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 í samstarfi við þúsundir kennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks okkar auk þess sem fjölmargir borgarbúar hafa lagt gott til málanna í gegnum Betri Reykjavík. Þessi vinna er á lokastigi og verður kynnt á vormánuðum. Þá tekur við mikilvægasti hluti vinnunnar, innleiðing stefnunnar og er ég tilbúinn að leiða þá vandasömu vinnu. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf þar sem börnin sjálf, áhugasvið þeirra og styrkleikar gegni veigameira hlutverki í hinu daglega starfi. Mikilvægt er að Samfylkingin sýni í verki að menntamálin njóta forgangs í stefnu flokksins í borginni því þessi málaflokkur endurspeglar með beinum hætti grunngildi okkar um jöfnuð - jöfn tækifæri allra barna og ungmenna til menntunar og alhliða þroska.Lýðræði og valddreifingÁ vettvangi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs hef ég tekið þátt í því að móta lýðræðisstefnu borgarinnar, nýja upplýsinga- og þjónustustefnu sem miðar að því að einfalda og laga viðmót borgarstofnana að þörfum borgarbúa. Virkt lýðræði, valddreifing og íbúasamráð eru mál sem ég vil vinna áfram brautargengi á komandi misserum og sé ýmis tækifæri til að auka völd og sjálfsforræði starfsstöðvanna okkar úti á vettvangi, auk þess sem í burðarliðnum eru spennandi breytingar á samsetningu og valdsviði hverfisráðanna sem munu styrkja stöðu íbúanna í hverfunum.Græn höfuðborg fyrir barnafólkVið einsetjum okkur að bæta þjónustu við fjölskyldur ungra barna, þar með talið að bjóða yngri börnum inn á leikskóla borgarinnar samhliða því að styrkja dagforeldrakerfið. Ég hef stýrt vinnu starfshópsins Brúum bilið og erum að leggja lokahönd á tillögur sem miða að því að á næsta kjörtímabili verði hægt að bjóða foreldrum barna á aldrinum 15-18 mánaða pláss á leikskólum borgarinnar. Liður í því er að opna ungbarnadeildir í öllum borgarhlutum. Sjö slíkar deildir tóku til starfa í haust og fleiri munu bætast við á komandi vikum og mánuðum. Ég vil líka beita mér fyrir því að aðstaða til fjölbreyttrar útivistar barnafjölskyldna verði bætt í borgarlandinu með áherslu á grænu svæðin í borginni. Græn höfuðborgEitt mikilvægasta verkefni sem ég stýrði þegar ég sat á þingi var stefnumótun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Á næsta kjörtímabili vil ég beita mér sérstaklega í umhverfismálum með áherslu á loftslagsmál og raunhæfar leiðir til að draga úr losun almennings og fyrirtækja. Ég er stoltur af árangri Samfylkingarinnar og meirihlutans í borgarstjórn síðastliðin fjögur ár. Ég hlakka til að fylgja eftir og berjast með félögum mínum fyrir helstu stefnumálum okkar um fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu, Borgarlínu, styttingu vinnuvikunnar og sókn í menntamálum í kosningabaráttunni í vor og bið um stuðning félaga minna í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í vor. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Skúli Helgason gefur kost á sér í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar sem fram fer 10. febrúar næstkomandi. Svo segir í tilkynningu frá Samfylkingunni sem sjá má hér að neðan. Skúli hefur verið borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil, í meirihlutasamstarfi undir forystu Samfylkingarinnar, og hefur stýrt viðamesta málaflokkinn í borgarmálunum, skóla- og frístundamál. Sem formaður skóla- og frístundaráðs hefur Skúli leitt markvissa sókn í málaflokknum, sem birtist meðal annars í auknum fjárveitingum, sem nema 9 milljörðum króna á kjörtímabilinu, tillögum um bætt starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs og mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til ársins 2030. Sú vinna er nú á lokastigi og er afar mikilvægt að eftirfylgni með innleiðingu hennar verði eins og best verður á kosið. Því skiptir miklu máli að reynsla Skúla og þekking á málaflokknum geti áfram nýst við þá vinnu. Skúli er menntaður stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Minnesotaháskóla. Hann sat á Alþingi kjörtímabilið 2009 til 2013 og var framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá 2006 til 2009. Skúli er fimm barna faðir og kvæntur Önnu-Lind Pétursdóttur, dósent í sálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.Tilkynningu Skúla í heild má sjá að neðan.Kæra Samfylkingarfólk Ég býð mig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar sem fram fer þann 10. febrúar næstkomandi. Ég hef sinnt starfi borgarfulltrúa frá 2014 og verið formaður skóla- og frístundaráðs sem fer með viðamesta málaflokkinn í borgarmálunum þar sem framtíð barnanna okkar er í húfi. Þá hef ég setið í stjórnkerfis- og lýðræðisráði en lýðræðismálin eru mér mjög hugleikin enda hafa þau verið rauður þráður í stefnu Samfylkingarinnar allt frá stofnun og flokkurinn haft forgöngu um ýmsar nýjungar í þeim efnum, þ.m.t. rafrænar kosningar.Kraftmikil sókn í menntamálumMikil sókn stendur yfir í skóla- og frístundamálum borgarinnar og hefur þessi málaflokkur verið í forgangi varðandi fjárveitingar síðan hagur borgarsjóðs tók að vænkast haustið 2016 eftir hagræðingaraðgerðir undangenginna missera. Fjárveitingar til málaflokksins hafa aukist um 9 milljarða króna á kjörtímabilinu þrátt fyrir lækkun leikskólagjalda og eru nú mun hærri að raungildi en fyrir hrun. Þar munar miklu um hækkun launa enda höfðu laun kennara og annars skólafólks ekki haldið í við launaþróun áranna á undan. Við höfum lagt höfuðáherslu á að styrkja innra starfið og bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundar með ítarlegri rýni og tillögugerð með það að markmiði að þessar mikilvægu stofnanir verði eftirsóknarverðari vinnustaðir. Undanfarið ár höfum við svo unnið að mótun menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 í samstarfi við þúsundir kennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks okkar auk þess sem fjölmargir borgarbúar hafa lagt gott til málanna í gegnum Betri Reykjavík. Þessi vinna er á lokastigi og verður kynnt á vormánuðum. Þá tekur við mikilvægasti hluti vinnunnar, innleiðing stefnunnar og er ég tilbúinn að leiða þá vandasömu vinnu. Ég tel að við höfum einstakt tækifæri til að þróa í samvinnu við skólasamfélagið framsækið og skapandi skóla- og frístundastarf þar sem börnin sjálf, áhugasvið þeirra og styrkleikar gegni veigameira hlutverki í hinu daglega starfi. Mikilvægt er að Samfylkingin sýni í verki að menntamálin njóta forgangs í stefnu flokksins í borginni því þessi málaflokkur endurspeglar með beinum hætti grunngildi okkar um jöfnuð - jöfn tækifæri allra barna og ungmenna til menntunar og alhliða þroska.Lýðræði og valddreifingÁ vettvangi stjórnkerfis- og lýðræðisráðs hef ég tekið þátt í því að móta lýðræðisstefnu borgarinnar, nýja upplýsinga- og þjónustustefnu sem miðar að því að einfalda og laga viðmót borgarstofnana að þörfum borgarbúa. Virkt lýðræði, valddreifing og íbúasamráð eru mál sem ég vil vinna áfram brautargengi á komandi misserum og sé ýmis tækifæri til að auka völd og sjálfsforræði starfsstöðvanna okkar úti á vettvangi, auk þess sem í burðarliðnum eru spennandi breytingar á samsetningu og valdsviði hverfisráðanna sem munu styrkja stöðu íbúanna í hverfunum.Græn höfuðborg fyrir barnafólkVið einsetjum okkur að bæta þjónustu við fjölskyldur ungra barna, þar með talið að bjóða yngri börnum inn á leikskóla borgarinnar samhliða því að styrkja dagforeldrakerfið. Ég hef stýrt vinnu starfshópsins Brúum bilið og erum að leggja lokahönd á tillögur sem miða að því að á næsta kjörtímabili verði hægt að bjóða foreldrum barna á aldrinum 15-18 mánaða pláss á leikskólum borgarinnar. Liður í því er að opna ungbarnadeildir í öllum borgarhlutum. Sjö slíkar deildir tóku til starfa í haust og fleiri munu bætast við á komandi vikum og mánuðum. Ég vil líka beita mér fyrir því að aðstaða til fjölbreyttrar útivistar barnafjölskyldna verði bætt í borgarlandinu með áherslu á grænu svæðin í borginni. Græn höfuðborgEitt mikilvægasta verkefni sem ég stýrði þegar ég sat á þingi var stefnumótun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins. Á næsta kjörtímabili vil ég beita mér sérstaklega í umhverfismálum með áherslu á loftslagsmál og raunhæfar leiðir til að draga úr losun almennings og fyrirtækja. Ég er stoltur af árangri Samfylkingarinnar og meirihlutans í borgarstjórn síðastliðin fjögur ár. Ég hlakka til að fylgja eftir og berjast með félögum mínum fyrir helstu stefnumálum okkar um fjölbreytta húsnæðisuppbyggingu, Borgarlínu, styttingu vinnuvikunnar og sókn í menntamálum í kosningabaráttunni í vor og bið um stuðning félaga minna í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í vor.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira