Vilja reisa 110 metra útsýnisvita í einkaframkvæmd á Sæbraut Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. janúar 2018 10:15 "Til þess að fólk geti öðlast skilning á loftslaginu þurfum við að endurvekja tengslin milli veðurs og loftslags, loftslags og fólks.“ Mynd/Tvíhorf/Gagarín Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar tilboð frá Reitum fasteignafélagi ehf. um að reistur verði gríðarhár útsýnisturn við Sæbraut. Samkvæmt kynningarefni sem fylgir erindinu og unnið er af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín og Tvíhorfi arkitektum á útsýnisturninn að ná 110 metra yfir sjávarmál. Þar með myndi hann ná jafn hátt og hin 75 metra háa Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Turn Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum skapað sókninni hundraða milljóna króna tekjur í aðgangseyri, þær námu 238 milljónum á árinu 2016. Það virðist þannig vera eftir talsverðu að slægjast fjárhagslega.„Útsýnismannvirki eru vel þekkt í borgum víða um heim og draga jafnan til sín fjölda fólks sem eftirsóknarverð upplifun,“ segir í erindi Reita. Borgin og Faxaflóahafnir myndu síðan eignast turninn endurgjaldslaust eftir 25 til 30 ár. Sagt er að tekið yrði hóflegt gjald fyrir að fara upp í turninn sem standa eigi undir kostnaði á meðan mannvirkið sé í eigu Reita. „Að því tímabili loknu gera Reitir ráð fyrir að vitinn gæti orðið góð tekjulind fyrir borgina. Sú hugmynd hefur jafnframt komið upp að hluti af aðgangseyri í vitann myndi renna í sjóð sem ætlað væri að mæta kostnaði við hreinsun strandlengjunnar meðfram Reykjavík.“ Í bréfi Reita er vitnað til þess að þegar liggi fyrir tillaga Faxaflóahafna að innsiglingarvita norðan Höfða á upphækkuðum grjótgarði meðfram Sæbraut. Reitir segjast vilja vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að „útvíkkun á hugtaki“ vitans og færa hann ofar. Búin yrði til ný upplifun þar sem sýning og upplýsingaveita sameinist í útsýnis- og fræðsluvita – Veðurvitanum. „Útsýnisvitinn inniheldur og er í raun sýning um eitt helsta hugðarefni Íslendinga – veðrið.“ Þess má geta að í gær skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, undir viljayfirlýsingu um umfangsmestu uppbyggingu á Kringlusvæðinu frá því Kringlan var opnuð 1987. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú til skoðunar tilboð frá Reitum fasteignafélagi ehf. um að reistur verði gríðarhár útsýnisturn við Sæbraut. Samkvæmt kynningarefni sem fylgir erindinu og unnið er af margmiðlunarfyrirtækinu Gagarín og Tvíhorfi arkitektum á útsýnisturninn að ná 110 metra yfir sjávarmál. Þar með myndi hann ná jafn hátt og hin 75 metra háa Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti. Turn Hallgrímskirkju hefur á undanförnum árum skapað sókninni hundraða milljóna króna tekjur í aðgangseyri, þær námu 238 milljónum á árinu 2016. Það virðist þannig vera eftir talsverðu að slægjast fjárhagslega.„Útsýnismannvirki eru vel þekkt í borgum víða um heim og draga jafnan til sín fjölda fólks sem eftirsóknarverð upplifun,“ segir í erindi Reita. Borgin og Faxaflóahafnir myndu síðan eignast turninn endurgjaldslaust eftir 25 til 30 ár. Sagt er að tekið yrði hóflegt gjald fyrir að fara upp í turninn sem standa eigi undir kostnaði á meðan mannvirkið sé í eigu Reita. „Að því tímabili loknu gera Reitir ráð fyrir að vitinn gæti orðið góð tekjulind fyrir borgina. Sú hugmynd hefur jafnframt komið upp að hluti af aðgangseyri í vitann myndi renna í sjóð sem ætlað væri að mæta kostnaði við hreinsun strandlengjunnar meðfram Reykjavík.“ Í bréfi Reita er vitnað til þess að þegar liggi fyrir tillaga Faxaflóahafna að innsiglingarvita norðan Höfða á upphækkuðum grjótgarði meðfram Sæbraut. Reitir segjast vilja vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að „útvíkkun á hugtaki“ vitans og færa hann ofar. Búin yrði til ný upplifun þar sem sýning og upplýsingaveita sameinist í útsýnis- og fræðsluvita – Veðurvitanum. „Útsýnisvitinn inniheldur og er í raun sýning um eitt helsta hugðarefni Íslendinga – veðrið.“ Þess má geta að í gær skrifuðu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, undir viljayfirlýsingu um umfangsmestu uppbyggingu á Kringlusvæðinu frá því Kringlan var opnuð 1987.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira