Segir „frölludóm“ Hæstaréttar mikil vonbrigði Birgir Olgeirsson skrifar 18. janúar 2018 17:41 Innes lét á það reyna hvort 76 prósenta tollur íslenska ríkisins á innfluttar franskar væri löglegur. Vísir/Pjetur „Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins. Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
„Niðurstaðan er að sjálfsögðu vonbrigði og allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um dóm Hæstaréttar í máli Innes ehf. gegn íslenska ríkinu. Þar var látið á það reyna hvort að 76 prósenta tollur á franskar kartöflur sé lögmætur. Félag atvinnurekenda tekur fram í tilkynningu um málið að um sé að ræða hæsta prósentutollinn í íslensku tollskránni. Innes reisti kröfu sína á því að gjaldtaka tollsins færi í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar og skorti lagastoð sem gild skattlagningarheimild. Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt tollalögum væri það meginregla að af vörum sem fluttar eru inn á tollsvæði ríkisins skyldi greiða toll eins og mælt væri fyrir um í tollskrá. Var tekið fram að gjaldið teldist vera skattur enda væri það lagt á tiltekna hópa einstaklinga eða lögaðila samkvæmt einhliða ákvörðun ríkisvaldsins án þess að sérstakt endurgjald ætti að koma fyrir. Þá kom fram að ákvörðun um framangreindan verðtoll leiddi af tollabindingum samkvæmt samningsskuldbindingum íslenska ríkisins. Fallist var á með íslenska ríkinu að ákvörðun tollsins hefði rúmast innan þeirra marka sem fjárstjórnarvaldi Alþingis væri sett. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu Innes ehf. Félag atvinnurekenda segir ríkið hafa haldið því fram fyrir dómi að tollurinn væri ætlaður til almennrar tekjuöflunar en ekki sem verndartollur fyrir innlenda framleiðslu. Í málsvörn ríkisins hafi hins vegar ekki komið fram neinar skýringar á því hvers vegna tollurinn væri svona hár eða hvers vegna franskar kartöflur ættu að vera tekjulind fyrir ríkið umfram aðrar vörur. „Þessi tollur hefur áratugum saman verið rökstuddur sem verndartollur, en er núna allt í einu fjáröflunartollur. Hér liggur nú fyrir dómur Hæstaréttar sem fastbindur þessa afstöðu íslenska ríkisins og frá henni verður því ekki horfið. Tollurinn verndar einfaldlega ekkert. Það þýðir það eitt að Alþingi er í lófa lagið að afnema þennan toll, rétt eins og 59% toll á snakk sem var aflagður fyrir rúmu ári með tilheyrandi hagsbótum fyrir neytendur. Það sama á við um þessa tvo tolla; þeir vernda enga innlenda landbúnaðarframleiðslu og eru fyrst og fremst vernd fyrir innlenda iðnaðarframleiðslu, sem notar að stórum hluta innflutt hráefni,“ segir Ólafur Stephensen í tilkynningu vegna dómsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Íslenska ríkið sýknað af kröfu um franskar kartöflur Ríkið þarf ekki að greiða Högum og Innesi tugi milljóna vegna tolla sem það innheimti af innflutningi franskra kartaflna frá 2010 til 2014. 18. janúar 2018 15:49