Mynd að komast á framboðsmál flokkanna í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 13:42 Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira