Dagur var með allt japanska landsliðið í gamlárspartíi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. janúar 2018 14:15 Dsgur á blaðamannafundinum í dag. vísir/stefán Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, verður með lið sitt í Laugardalshöllinni annað kvöld þar sem það spilar vináttulandsleik gegn Íslandi. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins hér á Íslandi áður en það heldur á HM með millilendingu í Þýskalandi þar sem bíða tveir leikir gegn Þjóðverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Svíum þann 12. janúar. „Það er alltaf gaman að spila gegn Íslandi og þetta er þriðja landsliðið sem ég kem með til Íslands. Við vitum að það verður á brattann að sækja og bara spennandi að takast á við það. Við ætlum að standa í lappirnar á móti sterku liði,“ segir Dagur léttur á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Japanska liðið kom til Íslands 30. desember en hafði verið í Póllandi þar á undan og spilað vináttulandsleiki við Hvít-Rússa og Barein. „Áramótateiti landsliðsins var haldið heima hjá mér þar sem var 27 manna sendisveit mætt í mat ásamt fjölskyldunni. Það var boðið upp á hrátt hvalkjöt og það féll heldur betur vel í kramið,“ segir Dagur brosmildur og augljóslega ánægður með líklega stærsta matarboð sem hann hefur haldið heima hjá sér. Japanska liðið tapaði naumlega gegn Hvít-Rússum í Póllandi en steinlá gegn Barein sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Við hverju má búast í leiknum gegn Íslandi á morgun? „Við stöndum í lappirnar allan leikinn. Við brotnuðum algjörlega í þessum leik á móti Barein. Það kemur ekki fyrir aftur. Gummi las okkur eins og opna bók en ég á aftur leik gegn honum 13. janúar og þá verð ég búinn að spýta í lófana,“ segir Dagur en var hann að gefa Guðmundi falskar vonir í þeim leik? „Þetta er það lengsta sem ég hef gengið í því að fá upp vanmat hjá andstæðingum mínum,“ segir þjálfarinn sposkur. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, verður með lið sitt í Laugardalshöllinni annað kvöld þar sem það spilar vináttulandsleik gegn Íslandi. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins hér á Íslandi áður en það heldur á HM með millilendingu í Þýskalandi þar sem bíða tveir leikir gegn Þjóðverjum. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Svíum þann 12. janúar. „Það er alltaf gaman að spila gegn Íslandi og þetta er þriðja landsliðið sem ég kem með til Íslands. Við vitum að það verður á brattann að sækja og bara spennandi að takast á við það. Við ætlum að standa í lappirnar á móti sterku liði,“ segir Dagur léttur á blaðamannafundi sem HSÍ hélt í dag. Japanska liðið kom til Íslands 30. desember en hafði verið í Póllandi þar á undan og spilað vináttulandsleiki við Hvít-Rússa og Barein. „Áramótateiti landsliðsins var haldið heima hjá mér þar sem var 27 manna sendisveit mætt í mat ásamt fjölskyldunni. Það var boðið upp á hrátt hvalkjöt og það féll heldur betur vel í kramið,“ segir Dagur brosmildur og augljóslega ánægður með líklega stærsta matarboð sem hann hefur haldið heima hjá sér. Japanska liðið tapaði naumlega gegn Hvít-Rússum í Póllandi en steinlá gegn Barein sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Við hverju má búast í leiknum gegn Íslandi á morgun? „Við stöndum í lappirnar allan leikinn. Við brotnuðum algjörlega í þessum leik á móti Barein. Það kemur ekki fyrir aftur. Gummi las okkur eins og opna bók en ég á aftur leik gegn honum 13. janúar og þá verð ég búinn að spýta í lófana,“ segir Dagur en var hann að gefa Guðmundi falskar vonir í þeim leik? „Þetta er það lengsta sem ég hef gengið í því að fá upp vanmat hjá andstæðingum mínum,“ segir þjálfarinn sposkur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira