„Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:21 Veðurstofan varar við stormi á Suður og Suðausturlandi. Skjáskot/Veðurstofa „Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Það streymir hér inn fólk,“ segir Ragnheiður Högnadóttir sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum sem stödd er í fjöldahjálparstöðinni í íþróttahúsinu í Vík. Þjóðvegur 1 frá Markarfljóti að Vík í Mýrdal hefur verið lokaður frá því í dag vegna veðurhams. Fjöldi ferðalanga er fastur á svæðinu og öll gistiúrræði full. Rauði krossinn er með búnað til að taka á móti 30 manns á staðnum en ljóst er að mun fleiri verða í fjöldahjálparstöðinni í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru rúmlega 100 manns nú þegar í hjálparmiðstöðinni og eitthvað af fólki á leiðinni. „Við getum afskaplega lítið boðið fólki annað en húsaskjól en það er hægt að koma mörgum inn í íþróttasal,“ segir Ragnheiður. Fjöldahjálparstöðin átti að opna klukkan 19:30 í kvöld en klukkan 19:20 voru 20 fyrstu einstaklingarnir mættir á staðinn. „Það er stanslaus straumur af fólki hér inn. Fólk er ánægt með húsaskjólið því það er brjálað veður úti.“Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s Ragnheiður segir að vel gangi að koma fólkinu inn en erfitt sé að átta sig á því á þessum tímapunkti hversu margir muni koma í hjálparmiðstöðina í kvöld. Hún á von á því að fjöldinn gæti verið í kringum 150 manns. Samkvæmt Vegagerðinni blæs talsvert syðst á landinu og í Öræfum, austan og norðaustan 18-25 m/s og slydda eða snjókoma í Öræfum og þar fyrir vestan að Eyjafjöllum. Vindhviður gætu farið yfir 35 m/s, einkum í Öræfum. Hvessir undir Eyjafjöllum eftir hádegi með slyddu eða snjókomu. Austan 18-25 m/s þar síðdegis og fram á kvöld. Veðurstofan varar við stormi og hefur sett á svokallaða gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Blæs mikið á svæðinu núna. Austan og norðaustan 20-25 m/s sunnan Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, vindhviður gætu farið yfir 35 m/s. Veðurfræðingur segir svæðið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Mögulega er einnig snjókoma með köflum, til dæmis á veginum um Reynisfjall og þá erfið akstursskilyrði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er áætlað að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Allt hefur gengið vel í hjálparmiðstöðinni og væsir ekki um neinn í vistinni. „Við höfum ekki teppi og bedda fyrir alla en það fá allir húsaskjól,“ segir Ragnheiður.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36 Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð í Vík í Mýrdal Öll gistiúrræði eru full á svæðinu svo íþróttahúsið hefur verið opnað fyrir ferðalanga. 2. janúar 2018 19:36
Veginum undir Eyjafjöllum lokað vegna óveðurs Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar blæst talsvert syðst á landinu og í Öræfum. 2. janúar 2018 15:18