Segir afleitt að ríkið leiði verðbólguna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. janúar 2018 20:37 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir afleitt að ríkið skuli leiða verðlagshækkanir, sem valdi keðjuverkun og ýti þannig undir verðbólgu. Verið sé að hverfa frá fyrri stefnu um að ríkið haldi aftur af hækkunum. Rætt var við Sigmund Davíð í fréttum Stöðvar 2. Landsmenn sjá skattahækkun á eldsneyti um áramót birtast á bensínstöðvunum en samtímis tók gildi fjöldi annarra gjaldskrárhækkana hjá ríkinu. Sigmundur Davíð rifjar upp að í sinni forsætisráðherratíð hafi verið mörkuð sú stefna að stöðva ríkið í að leiða sjálfvirkar verðlagshækkanir. „Þegar loksins, loksins er í fyrsta sinn tækifæri til að koma í veg fyrir þessa endalausu keðjuverkun á verðbólgu á Íslandi, þá skuli ríkið aftur ætla að verða leiðandi í að viðhalda keðjuverkuninni. Það er í raun alveg afleitt að menn skuli vera að hverfa af þeirri braut, sem hafði verið mörkuð, - af þeirri stefnu sem hafði verið mörkuð, - um það að ríkið, hið opinbera, héldi aftur af verðlagshækkunum. Nú eru menn aftur komnir í það að ríkið leiði verðlagshækkanir,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir verðhækkun eldsneytis hafa margföldunaráhrif, allir flutningar verði dýrari. Hann nefnir sem dæmi að fólk á landsbyggðinni þurfi yfirleitt að borga mikið fyrir flutning á vörum og þær vörur væntanlega hækki. Sama eigi við um bændur, sem þurfi að borga fyrir að mjólkin sé sótt til þeirra. Sú þjónusta sé þegar búin að hækka vegna þessara verðlagshækkana. „Svoleiðis að allt verðlag, meira og minna, hækkar þegar menn hækka verð á flutningum. Það þarf að flytja allar vörur, það þarf að flytja þjónustu, og þar af leiðandi veltist þetta áfram og raunin á endanum verður miklu meiri hækkun.“ Hann hafnar þeim rökum að þessi skattahækkun á eldsneyti minnki kolefnislosun. „Fólk þarf að komast leiðar sinnar, og ekki hvað síst á landsbyggðinni, þar sem er oft um langan veg að fara. Svoleiðis að fimm krónu hækkun, sjö krónu hækkun, hún kemur ekki í veg fyrir aksturinn. Hún bara eykur útgjöld eða kostnað heimilanna af því að lifa, - og um leið hækkar það lánin,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óábyrgt að treysta áfram á heppni gegn verðbólgu Bensínlítrinn hækkaði almennt um fimm krónur með skattahækkun ríkisins um áramót, sem talsmaður FÍB segir landsbyggðarskatt. Ríkið fór fram með fjölda annarra verðhækkana. 2. janúar 2018 21:00