650 þúsund krónur fyrir sólarhrings vinnu í niðurfelldu máli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Hæstiréttur taldi skylt að ákveða sakarkostnað. vísir/gva Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira