650 þúsund krónur fyrir sólarhrings vinnu í niðurfelldu máli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Hæstiréttur taldi skylt að ákveða sakarkostnað. vísir/gva Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira