Garbrandt var þá að búa sig undir að verja beltið gegn TJ Dillashaw. Æfingin með Van Damme hjálpaði ekki til því hann tapaði gegn Dillashaw.
Á æfingunni tók Van Damme eitt af sínum frægu spörkum en passaði sig ekki því hann sparkaði beint í tennurnar á UFC-kappanum. Eins og sjá má á myndbandinu var Van Damme miður sín og fljótur að biðjast afsökunar.
Garbrandt snöggreiddist og rauk út úr æfingasalnum. Hann sagðist helst hafa langað til þess að lemja Van Damme. Hefur verið mikið hlegið að þessari sögu síðustu vikur en nú hefur loksins lekið myndbandið af þessu atviki.